Öðruvísi matarsóun á sér stað í sumarfríinu Birna Dröfn Jónasdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari hefur látið sig matarsóun varða um árabil og hefur sem dæmi gert fjölda myndskeiða og haldið matreiðslunámskeið þar sem hún fer yfir ýmis atriði til að koma í veg fyrir matarsóun. Í viðhorfskönnun sem framkvæmd var í fyrra kom fram að algengasta ástæða þess að fólk henti mat var að maturinn væri útrunninn, eða um 67,3 prósent. Næstalgengasta ástæða matarsóunar er skemmdur matur eða gæði matar ónóg, eða 56,3 prósent. Of mikill matur gerður eða of stór skammtur er þriðja veigamesta ástæðan, eða 42,4 prósent. Dóra segir í samtali við Fréttablaðið að gott sé að hafa matarsóunina í huga þegar ferðalög eru í vændum. Bæði sé gott að undirbúa sig með því að borða það sem er til og jafnvel elda súpur og kássur úr því sem til er og frysta. Þá sé gott að nýta það sem er til fyrir, þegar farið er í bústað eða útilegu. Þá geti einnig skipt verulegu máli að passa skammtastærðir. „Þegar fólk fer í sumarfrí þá fer rútínan út um gluggann og þá fer að myndast öðruvísi sóun,“ segir Dóra. Hún segir að í fyrsta lagi sé mikilvægt að fara vel yfir ísskápinn áður en farið er í ferðalag. „Nokkrum dögum áður er gott að byrja markvisst að borða úr honum þannig að það sé ekkert skilið eftir sem skemmist. Eins er gott að tala við nágranna, ættingja og vini hvort þau séu ekki til í aukamjólkurfernu eða eitthvað slíkt sem maður tekur ekki með sér í fríið,“ segir Dóra. Hún mælir með því að nýta grænmeti í súpur eða kássur daginn áður en farið er til útlanda og frysta svo afganginn. „Þá er maður líka búinn að vinna sér inn fyrstu dagana þegar maður kemur til baka,“ segir Dóra og hlær. Hún mælir með því að þegar farið er í sumarbústað og útilegu sé tekið með það sem er til, eins og sinnep og kokteilsósa og annað sem yfirleitt er til á flestum heimilum og oft notað í bústaðnum.Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari„Taka það með í bústaðinn, og heim aftur. Ekki skilja það eftir í leigubústað vegna þess að því er hent. Þegar maður kemur í bústað og finnur matvöru sem maður kannski veit ekki hversu gömul er eða hvernig var geymd þá notar maður hana ekki,“ segir Dóra. Hún segir að í útilegunni sé auðvitað skortur á góðu geymslu- og kæliplássi og því sé mikilvægt að gæta að skammtastærðum. „Ekki vera með of stórar einingar og vera með plan. Það getur hreinlega borgað sig að áætla hversu oft þið borðið morgunmat og hádegismat og svo kannski hvort eða hvenær það er farið út að borða. Þannig að maður sé ekki að taka of mikið með sér,“ segir Dóra. Hún segir einnig mikilvægt þegar maður er á ferðalagi að muna að kaupa vörur sem lokast vel og geymast vel. „Það er gott að vera með box með sér,“ segir Dóra. Hún segir að hún reyni að nýta það sem til er og sé ekkert endilega að kaupa ný box. Það sé vel hægt að endurnýta mikið af plast- og glerumbúðum sem maturinn er seldur í. „Það borgar sig að kíkja á merkingar á plastboxum. Þau eru merkt með hnífapörum séu þau ætluð matvælum og snjókorni ef þau mega fara í frysti, því ekki þolir allt plast frost,“ segir Dóra. Hún segir mikilvægt að hafa hugfast að sama hversu lítið það er, þá skipti allt sem við gerum máli. „Allt sem við gerum skiptir máli, lítið og stórt, og allt sem er gert er betra en ekkert. En það er gott að vera meðvitaður þegar maður er á ferðalagi að henda ekki öllu. Vissulega er þetta oft flóknara. Maður er á nýjum stað og veit ekki alveg hvernig hlutirnir virka. Fyrst og fremst snýst þetta um að vera ekki að kaupa of mikið, vera með plan og nota heilbrigða skynsemi. Svo er þetta líka svo gott fyrir budduna, það kostar að sóa mat,“ segir Dóra. Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Fá heimili og fyrirtæki til að mæla matarsóun Gríðarlegu magni af matvælum er sóað á hverjum degi. Gert er ráð fyrir að Reykvíkingar hendi mat að andvirði 4,5 milljörðum árlega. Á þessu ári verður leitað til heimila og fyrirtækja til að kanna magn matarúrgangs. Hægt er að koma í veg fyrir matarsóun með góðri skipulagningu ásamt því að fylgjast betur með hvað er til í ísskápnum. 18. júlí 2019 04:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari hefur látið sig matarsóun varða um árabil og hefur sem dæmi gert fjölda myndskeiða og haldið matreiðslunámskeið þar sem hún fer yfir ýmis atriði til að koma í veg fyrir matarsóun. Í viðhorfskönnun sem framkvæmd var í fyrra kom fram að algengasta ástæða þess að fólk henti mat var að maturinn væri útrunninn, eða um 67,3 prósent. Næstalgengasta ástæða matarsóunar er skemmdur matur eða gæði matar ónóg, eða 56,3 prósent. Of mikill matur gerður eða of stór skammtur er þriðja veigamesta ástæðan, eða 42,4 prósent. Dóra segir í samtali við Fréttablaðið að gott sé að hafa matarsóunina í huga þegar ferðalög eru í vændum. Bæði sé gott að undirbúa sig með því að borða það sem er til og jafnvel elda súpur og kássur úr því sem til er og frysta. Þá sé gott að nýta það sem er til fyrir, þegar farið er í bústað eða útilegu. Þá geti einnig skipt verulegu máli að passa skammtastærðir. „Þegar fólk fer í sumarfrí þá fer rútínan út um gluggann og þá fer að myndast öðruvísi sóun,“ segir Dóra. Hún segir að í fyrsta lagi sé mikilvægt að fara vel yfir ísskápinn áður en farið er í ferðalag. „Nokkrum dögum áður er gott að byrja markvisst að borða úr honum þannig að það sé ekkert skilið eftir sem skemmist. Eins er gott að tala við nágranna, ættingja og vini hvort þau séu ekki til í aukamjólkurfernu eða eitthvað slíkt sem maður tekur ekki með sér í fríið,“ segir Dóra. Hún mælir með því að nýta grænmeti í súpur eða kássur daginn áður en farið er til útlanda og frysta svo afganginn. „Þá er maður líka búinn að vinna sér inn fyrstu dagana þegar maður kemur til baka,“ segir Dóra og hlær. Hún mælir með því að þegar farið er í sumarbústað og útilegu sé tekið með það sem er til, eins og sinnep og kokteilsósa og annað sem yfirleitt er til á flestum heimilum og oft notað í bústaðnum.Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari„Taka það með í bústaðinn, og heim aftur. Ekki skilja það eftir í leigubústað vegna þess að því er hent. Þegar maður kemur í bústað og finnur matvöru sem maður kannski veit ekki hversu gömul er eða hvernig var geymd þá notar maður hana ekki,“ segir Dóra. Hún segir að í útilegunni sé auðvitað skortur á góðu geymslu- og kæliplássi og því sé mikilvægt að gæta að skammtastærðum. „Ekki vera með of stórar einingar og vera með plan. Það getur hreinlega borgað sig að áætla hversu oft þið borðið morgunmat og hádegismat og svo kannski hvort eða hvenær það er farið út að borða. Þannig að maður sé ekki að taka of mikið með sér,“ segir Dóra. Hún segir einnig mikilvægt þegar maður er á ferðalagi að muna að kaupa vörur sem lokast vel og geymast vel. „Það er gott að vera með box með sér,“ segir Dóra. Hún segir að hún reyni að nýta það sem til er og sé ekkert endilega að kaupa ný box. Það sé vel hægt að endurnýta mikið af plast- og glerumbúðum sem maturinn er seldur í. „Það borgar sig að kíkja á merkingar á plastboxum. Þau eru merkt með hnífapörum séu þau ætluð matvælum og snjókorni ef þau mega fara í frysti, því ekki þolir allt plast frost,“ segir Dóra. Hún segir mikilvægt að hafa hugfast að sama hversu lítið það er, þá skipti allt sem við gerum máli. „Allt sem við gerum skiptir máli, lítið og stórt, og allt sem er gert er betra en ekkert. En það er gott að vera meðvitaður þegar maður er á ferðalagi að henda ekki öllu. Vissulega er þetta oft flóknara. Maður er á nýjum stað og veit ekki alveg hvernig hlutirnir virka. Fyrst og fremst snýst þetta um að vera ekki að kaupa of mikið, vera með plan og nota heilbrigða skynsemi. Svo er þetta líka svo gott fyrir budduna, það kostar að sóa mat,“ segir Dóra.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Fá heimili og fyrirtæki til að mæla matarsóun Gríðarlegu magni af matvælum er sóað á hverjum degi. Gert er ráð fyrir að Reykvíkingar hendi mat að andvirði 4,5 milljörðum árlega. Á þessu ári verður leitað til heimila og fyrirtækja til að kanna magn matarúrgangs. Hægt er að koma í veg fyrir matarsóun með góðri skipulagningu ásamt því að fylgjast betur með hvað er til í ísskápnum. 18. júlí 2019 04:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fá heimili og fyrirtæki til að mæla matarsóun Gríðarlegu magni af matvælum er sóað á hverjum degi. Gert er ráð fyrir að Reykvíkingar hendi mat að andvirði 4,5 milljörðum árlega. Á þessu ári verður leitað til heimila og fyrirtækja til að kanna magn matarúrgangs. Hægt er að koma í veg fyrir matarsóun með góðri skipulagningu ásamt því að fylgjast betur með hvað er til í ísskápnum. 18. júlí 2019 04:00