Var að reyna að eignast barn en féll þess í stað á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 10:00 Golden Tate með eiginkonu sinni Elise Pollard Tate. Getty/Aaron J. Thornton Útherji New York Giants liðsins í NFL-deildinni er á leiðinni í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Ástæðurnar eru allsérstakar og aðalástæðan fyrir því að hann hefur áfrýjað banni sínu. Golden Tate, leikmaður New York Giants, var á dögunum dæmdur í fjögurra leikja bann sem er 25 prósent allra deildarleikja Giants liðsins á komandi tímabili. Tate hefur nú komið fram með sína hlið á málinu en það var í raun hann sjálfur sem tilkynnti sig inn. Tate segir frá aðstæðum sínum í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.My statement. pic.twitter.com/WzP7W4bclB — Golden Tate (@ShowtimeTate) July 27, 2019 Golden Tate segir þarna frá því að hann og konan hafi verið að reyna eignast barn eftir tímabilið. Þau hittu sérfræðing í apríl og hann fór að taka fjórsemislyf. Nokkrum dögum síðar áttaði Tate sig á því að efni í lyfinu var á bannlista. „Ég hætti strax á kúrnum og lét vita af málinu,“ skrifaði Golden Tate en hann hafði samband við deildina hjá NFL sem sér um lyfjamálin. „Ég talaði líka við þjálfara mína og framkvæmdastjóra félagsins. Ég gerði þetta allt löngu áður en kom í ljós að ég hafði fallið á lyfjaprófinu,“ sagði Tate. „Á tíu árum mínum í NFL-deildinni hef ég verið mjög stoltur af því að spila þessa íþrótt á réttan hátt. Ég hef verið sendiherra fyrir deildina og hef aldrei verið í vandræðum. Meðferðin sem ég fór í þarna í apríl hafði engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum enda hefði ég þá ekki farið í hana í apríl,“ skrifaði Tate meðal annars. Golden Tate er þrítugur og gerði fjögurra ára samning við í mars. Félagið ætlar að borga honum 37,5 milljónir dollara á þessum tíma þar af er hann öruggur með 23 milljónir. Framundan er tíunda tímabil Tate í NFL-deildinni en hann hefur áður spilað með Seattle Seahawks (2010–2013), Detroit Lions (2014–2018) og Philadelphia Eagles (2018). Tate giftist Elise Pollard árið 2017 en þau höfðu verið saman frá árinu 2012. NFL Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Útherji New York Giants liðsins í NFL-deildinni er á leiðinni í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Ástæðurnar eru allsérstakar og aðalástæðan fyrir því að hann hefur áfrýjað banni sínu. Golden Tate, leikmaður New York Giants, var á dögunum dæmdur í fjögurra leikja bann sem er 25 prósent allra deildarleikja Giants liðsins á komandi tímabili. Tate hefur nú komið fram með sína hlið á málinu en það var í raun hann sjálfur sem tilkynnti sig inn. Tate segir frá aðstæðum sínum í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.My statement. pic.twitter.com/WzP7W4bclB — Golden Tate (@ShowtimeTate) July 27, 2019 Golden Tate segir þarna frá því að hann og konan hafi verið að reyna eignast barn eftir tímabilið. Þau hittu sérfræðing í apríl og hann fór að taka fjórsemislyf. Nokkrum dögum síðar áttaði Tate sig á því að efni í lyfinu var á bannlista. „Ég hætti strax á kúrnum og lét vita af málinu,“ skrifaði Golden Tate en hann hafði samband við deildina hjá NFL sem sér um lyfjamálin. „Ég talaði líka við þjálfara mína og framkvæmdastjóra félagsins. Ég gerði þetta allt löngu áður en kom í ljós að ég hafði fallið á lyfjaprófinu,“ sagði Tate. „Á tíu árum mínum í NFL-deildinni hef ég verið mjög stoltur af því að spila þessa íþrótt á réttan hátt. Ég hef verið sendiherra fyrir deildina og hef aldrei verið í vandræðum. Meðferðin sem ég fór í þarna í apríl hafði engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum enda hefði ég þá ekki farið í hana í apríl,“ skrifaði Tate meðal annars. Golden Tate er þrítugur og gerði fjögurra ára samning við í mars. Félagið ætlar að borga honum 37,5 milljónir dollara á þessum tíma þar af er hann öruggur með 23 milljónir. Framundan er tíunda tímabil Tate í NFL-deildinni en hann hefur áður spilað með Seattle Seahawks (2010–2013), Detroit Lions (2014–2018) og Philadelphia Eagles (2018). Tate giftist Elise Pollard árið 2017 en þau höfðu verið saman frá árinu 2012.
NFL Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira