Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Garpur I. Elísabetarson skrifar 31. júlí 2019 09:00 Steve Carver og Snæbjörn Guðmundsson við Hvalárfoss. Vatnsmagn í fossinum mun minnka verulega. mynd/Garpur elísabetarson Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Ekkert nema græðgi, segir prófessorinn. „Þegar þú ferð að kynna þér nánar hvað er að baki þessari virkjun, peningarnir á bak við þetta, þá sérðu að það er ekkert verið að hugsa um að orkuvæða heimili fólks, heldur er bara verið að reyna að græða peninga,“ segir dr. Steve Carver, prófessor við Háskólann í Leeds í Bretlandi, sem kominn er hingað til lands til þess að kortleggja óbyggð og ósnortin víðerni. Carver kom til landsins fyrir tilstilli náttúruverndarsamtakanna Ófeigar í kjölfar framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, en Carver mun næstu mánuði vinna að því að meta og kortleggja víðerni frá Hornströndum að Steingrímsfjarðarheiði. Undirbúningur við kortlagninguna hefur staðið yfir í um hálft ár og stefnir Carver á að ljúka vinnu sinni í október. „Í svona vinnu eru notuð kort, gervihnattamyndir, GPS og fleiri tæki. En að koma hingað og kynnast svæðinu er ómetanlegt,“ segir Carver í samtali við blaðamann sem fékk að slást með honum í för að Hvalá og er ítarlegt viðtal og umfjöllun að finna á frettabladid.is.Sif Konráðsdóttir gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda.Fréttablaðið/GarpurCarver bendir á að Ísland eigi tæplega 43 prósent af allra villtustu víðernum Evrópu og að svo hátt hlutfall sé hvergi annars staðar að finna í álfunni. „Þetta eru mjög áhugaverðar tölur og Ísland hefur þá ábyrgð að vernda sín víðerni. Ekki bara fyrir Ísland, heldur fyrir allan heiminn,“ segir hann og bætir við að peningar megi ekki alltaf trompa náttúruvernd. „Í grunninn snýst þetta bara um peninga og ég er bara alls ekki sammála þeirri leið. Ef það er verið að nota landið og eyðileggja það í þeim tilgangi að bæta líf fólks, þá er hægt að sýna því skilning að einhverju marki, en mér finnst ekki í lagi að eyðileggja landið til þess eins að græða meiri peninga. Það eru aðrar leiðir en að eyðileggja þessi víðerni, og ef mér tekst að finna betri lausnir en þessa þá er ég glaður,“ segir hann. „Um leið og þú hefur eyðilagt víðerni sem þessi – verður ekki aftur snúið.“ Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður Ófeigar, tekur undir orð Carvers. „Náttúruáhrifin yrðu einfaldlega mjög slæm. Það væri verið að taka ár úr farvegi sínum, það væri verið að taka rennsli mikilfenglegra fossa og fossaraða og væri verið að færa til heilu árnar úr farvegum sínum yfir í vatnasvið annarra áa,“ segir Snæbjörn. „Víðernin eru þannig að gildi þeirra felst í hversu ósnortin þau eru, felst í náttúruminjunum en líka í sögu- og fornminjum. Og eftir því sem þau eru stærri þeim mun stærri heild eru þau fyrir lífríkið á svæðinu og fyrir vistkerfi svæðanna. Ófeigsfjarðarheiði til dæmis drekkur í sig vatn, snjó og úrkomu sem fellur á heiðina, og lífríkið við sjávarströndina þar þrífst á þessu vatni og næringarefnunum sem það flytur.“ Sif Konráðsdóttir, stjórnarformaður Ófeigar, segir að vel sé hægt að finna aðrar leiðir til þess að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. „En það er bara enginn að því, því það er enginn peningur í því. Þeir sem stjórna umræðunni vilja þessa virkjun, enda græða þeir ekkert á því að þetta vandamál sé leyst með öðrum hætti. Einfaldasta lausnin er varaaflstöð á sunnanverðum Vestfjörðum, til dæmis eins og sú sem er í Bolungarvík, og hringtenging innan Suður-Vestfjarða,“ segir Sif. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Ekkert nema græðgi, segir prófessorinn. „Þegar þú ferð að kynna þér nánar hvað er að baki þessari virkjun, peningarnir á bak við þetta, þá sérðu að það er ekkert verið að hugsa um að orkuvæða heimili fólks, heldur er bara verið að reyna að græða peninga,“ segir dr. Steve Carver, prófessor við Háskólann í Leeds í Bretlandi, sem kominn er hingað til lands til þess að kortleggja óbyggð og ósnortin víðerni. Carver kom til landsins fyrir tilstilli náttúruverndarsamtakanna Ófeigar í kjölfar framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, en Carver mun næstu mánuði vinna að því að meta og kortleggja víðerni frá Hornströndum að Steingrímsfjarðarheiði. Undirbúningur við kortlagninguna hefur staðið yfir í um hálft ár og stefnir Carver á að ljúka vinnu sinni í október. „Í svona vinnu eru notuð kort, gervihnattamyndir, GPS og fleiri tæki. En að koma hingað og kynnast svæðinu er ómetanlegt,“ segir Carver í samtali við blaðamann sem fékk að slást með honum í för að Hvalá og er ítarlegt viðtal og umfjöllun að finna á frettabladid.is.Sif Konráðsdóttir gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda.Fréttablaðið/GarpurCarver bendir á að Ísland eigi tæplega 43 prósent af allra villtustu víðernum Evrópu og að svo hátt hlutfall sé hvergi annars staðar að finna í álfunni. „Þetta eru mjög áhugaverðar tölur og Ísland hefur þá ábyrgð að vernda sín víðerni. Ekki bara fyrir Ísland, heldur fyrir allan heiminn,“ segir hann og bætir við að peningar megi ekki alltaf trompa náttúruvernd. „Í grunninn snýst þetta bara um peninga og ég er bara alls ekki sammála þeirri leið. Ef það er verið að nota landið og eyðileggja það í þeim tilgangi að bæta líf fólks, þá er hægt að sýna því skilning að einhverju marki, en mér finnst ekki í lagi að eyðileggja landið til þess eins að græða meiri peninga. Það eru aðrar leiðir en að eyðileggja þessi víðerni, og ef mér tekst að finna betri lausnir en þessa þá er ég glaður,“ segir hann. „Um leið og þú hefur eyðilagt víðerni sem þessi – verður ekki aftur snúið.“ Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður Ófeigar, tekur undir orð Carvers. „Náttúruáhrifin yrðu einfaldlega mjög slæm. Það væri verið að taka ár úr farvegi sínum, það væri verið að taka rennsli mikilfenglegra fossa og fossaraða og væri verið að færa til heilu árnar úr farvegum sínum yfir í vatnasvið annarra áa,“ segir Snæbjörn. „Víðernin eru þannig að gildi þeirra felst í hversu ósnortin þau eru, felst í náttúruminjunum en líka í sögu- og fornminjum. Og eftir því sem þau eru stærri þeim mun stærri heild eru þau fyrir lífríkið á svæðinu og fyrir vistkerfi svæðanna. Ófeigsfjarðarheiði til dæmis drekkur í sig vatn, snjó og úrkomu sem fellur á heiðina, og lífríkið við sjávarströndina þar þrífst á þessu vatni og næringarefnunum sem það flytur.“ Sif Konráðsdóttir, stjórnarformaður Ófeigar, segir að vel sé hægt að finna aðrar leiðir til þess að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. „En það er bara enginn að því, því það er enginn peningur í því. Þeir sem stjórna umræðunni vilja þessa virkjun, enda græða þeir ekkert á því að þetta vandamál sé leyst með öðrum hætti. Einfaldasta lausnin er varaaflstöð á sunnanverðum Vestfjörðum, til dæmis eins og sú sem er í Bolungarvík, og hringtenging innan Suður-Vestfjarða,“ segir Sif.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira