Þór vann 3-1 sigur á Þrótti í Laugardalnum í kvöld er liðin mættust í fyrsta leik 16. umferðar Inkasso-deildar karla.
Dagur Austmann Hilmarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 8. mínútu og Þór komið yfir en Rafael Victor jafnaði metin á 26. mínútu.
Þórsarar komust yfir fyrir hlé er Spánverjinn Alvaro Montejo skoraði og á 52. mínútu var það fyrirliðinn Sveinn Elías Jónsson sem skoraði þriðja markið.
Þór er eftir sigurinn í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fjölni, en Þróttur er í áttunda sæti deildarinnar.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
