Virkjun í hverra þágu? Smári McCarthy skrifar 9. ágúst 2019 14:29 Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega. Og það allt fyrir 55 MW af orku, sem hægt er að fá með öðrum, minna umdeildum hætti.Betri kostir standa til boða Á sama tíma og deilt er um Hvalárvirkjun eru hvorki meira né minna en þrjú vindorkuverkefni í norðvesturhluta landsins sem hafa ekki fengið heimild til að setja raforku inn á kerfið, vegna skorts á flutningsgetu ─ hins vegar hefur verið tekið frá 55MW af flutningsgetu fyrir Hvalárvirkjun. Hvert og eitt þessarra vindorkuverkefna myndi framleiða um tvöfalt meiri orku en Hvalárvirkjun. Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Fréttablaðinu þar sem hún fullyrðir að Hvalárvirkjun muni hafa "jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði." Það er rangt. Háspennulínur, nánar tiltekið hringtenging á kerfinu, myndu gera það hins vegar.Skortur á háspennulínum ekki raforku Vatnsaflsvirkjanir framleiða rafmagn, en dreifa ekki rafmagni. Til þess þarf háspennulínur. Ef markmiðið er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf því háspennulínur, ekki virkjanir. Af þessum sökum er erfitt að skilja markmiðið með Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Árneshreppi, sem er vissulega á Vestfjörðum, en raforka getur komið frá öðrum virkjunum, svo fremi sem línurnar eru lagðar. Það að virkja á Vestfjörðum hefur í sjálfu sér ekkert með tengingu Vestfjarða að gera að öðru leyti. Skortur á flutningsgetu er raunverulegt vandamál á Íslandi, sem hamlar uppbyggingu á Reykjanesinu, í Eyjafirðinum, á Vestfjörðum, og víðar. Orkuskortur er ekki raunverulegt vandamál á Íslandi, og jafnvel ef svo væri, þá er nóg af fyrirhuguðum raforkuverkefnum, sem flestar eru minna umdeildar en Hvalárvirkjun.Skjáskot af afflutningskorti Landsnets.Höfnum tímaskekkjunni Sumir segja að það skaði ekki að drekkja þessum tilteknu ferkílómetrum, því enginn njóti þeirra í dag. Þetta viðhorf endurspeglar vítavert virðingarleysi fyrir náttúrunni. Náttúran er ekki eingöngu til staðar ef og þegar við njótum og nýtum hana. Nú þegar skaðinn sem mannfólkið hefur ollið náttúrunni er farið að ógna tilvist okkar, þá er löngu tímabært að þessu viðhorfi sé með öllu hafnað.Bætt nýting og betri tenging Það væri ágætt ef við færum að nýta raforkuna sem við þó höfum betur en við gerum. Framleiða meiri verðmæti úr henni, valda minni mengun, græða meira á henni. Við ættum líka að draga úr raforkunotkun og raforkusóun. Þarna þarf margt að skoða. Allt frá því að þjóðahagslegur ávinningur af rafmyntaframleiðslu er nánast engin yfir í það að glóperur eru úreldar. Svo væri ágætt ef Landsnet legðist í það af meiri krafti að uppfæra línur sem bera orðið ekki nóg, eða leggja samsíða þeim aðrar línur. Hringtenging Vestfjarða er löngu tímabær leið til að efla afhendingaröryggi raforku á þeim slóðum.Hver græðir? En það sem kannski væri gagnlegast í þessari umræðu allri væri athugun á því í hverra þágu það er raunverulega að Hvalárvirkjun verði byggð. Ekki græða Vestfirðingar, eins og rakið hefur verið. Ekki græðir Landsvirkjun mikið á þessu, né heldur íslenska þjóðin. Virkjunin leysir engin vandamál sem eru raunverulega til staðar. Hún gerir minna til að sporna við ímynduðum raforkuskorti en mörg önnur óumdeildari, ódýrari og einfaldari verkefni. Hver er það nákvæmlega sem græðir á Hvalárvirkjun.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvalárvirkjun Smári McCarthy Umhverfismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega. Og það allt fyrir 55 MW af orku, sem hægt er að fá með öðrum, minna umdeildum hætti.Betri kostir standa til boða Á sama tíma og deilt er um Hvalárvirkjun eru hvorki meira né minna en þrjú vindorkuverkefni í norðvesturhluta landsins sem hafa ekki fengið heimild til að setja raforku inn á kerfið, vegna skorts á flutningsgetu ─ hins vegar hefur verið tekið frá 55MW af flutningsgetu fyrir Hvalárvirkjun. Hvert og eitt þessarra vindorkuverkefna myndi framleiða um tvöfalt meiri orku en Hvalárvirkjun. Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Fréttablaðinu þar sem hún fullyrðir að Hvalárvirkjun muni hafa "jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði." Það er rangt. Háspennulínur, nánar tiltekið hringtenging á kerfinu, myndu gera það hins vegar.Skortur á háspennulínum ekki raforku Vatnsaflsvirkjanir framleiða rafmagn, en dreifa ekki rafmagni. Til þess þarf háspennulínur. Ef markmiðið er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf því háspennulínur, ekki virkjanir. Af þessum sökum er erfitt að skilja markmiðið með Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Árneshreppi, sem er vissulega á Vestfjörðum, en raforka getur komið frá öðrum virkjunum, svo fremi sem línurnar eru lagðar. Það að virkja á Vestfjörðum hefur í sjálfu sér ekkert með tengingu Vestfjarða að gera að öðru leyti. Skortur á flutningsgetu er raunverulegt vandamál á Íslandi, sem hamlar uppbyggingu á Reykjanesinu, í Eyjafirðinum, á Vestfjörðum, og víðar. Orkuskortur er ekki raunverulegt vandamál á Íslandi, og jafnvel ef svo væri, þá er nóg af fyrirhuguðum raforkuverkefnum, sem flestar eru minna umdeildar en Hvalárvirkjun.Skjáskot af afflutningskorti Landsnets.Höfnum tímaskekkjunni Sumir segja að það skaði ekki að drekkja þessum tilteknu ferkílómetrum, því enginn njóti þeirra í dag. Þetta viðhorf endurspeglar vítavert virðingarleysi fyrir náttúrunni. Náttúran er ekki eingöngu til staðar ef og þegar við njótum og nýtum hana. Nú þegar skaðinn sem mannfólkið hefur ollið náttúrunni er farið að ógna tilvist okkar, þá er löngu tímabært að þessu viðhorfi sé með öllu hafnað.Bætt nýting og betri tenging Það væri ágætt ef við færum að nýta raforkuna sem við þó höfum betur en við gerum. Framleiða meiri verðmæti úr henni, valda minni mengun, græða meira á henni. Við ættum líka að draga úr raforkunotkun og raforkusóun. Þarna þarf margt að skoða. Allt frá því að þjóðahagslegur ávinningur af rafmyntaframleiðslu er nánast engin yfir í það að glóperur eru úreldar. Svo væri ágætt ef Landsnet legðist í það af meiri krafti að uppfæra línur sem bera orðið ekki nóg, eða leggja samsíða þeim aðrar línur. Hringtenging Vestfjarða er löngu tímabær leið til að efla afhendingaröryggi raforku á þeim slóðum.Hver græðir? En það sem kannski væri gagnlegast í þessari umræðu allri væri athugun á því í hverra þágu það er raunverulega að Hvalárvirkjun verði byggð. Ekki græða Vestfirðingar, eins og rakið hefur verið. Ekki græðir Landsvirkjun mikið á þessu, né heldur íslenska þjóðin. Virkjunin leysir engin vandamál sem eru raunverulega til staðar. Hún gerir minna til að sporna við ímynduðum raforkuskorti en mörg önnur óumdeildari, ódýrari og einfaldari verkefni. Hver er það nákvæmlega sem græðir á Hvalárvirkjun.Höfundur er þingmaður Pírata.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun