„Því miður er lokað á Héraðsskjalasafninu til 12. ágúst vegna sumarleyfa þannig að við getum ekkert grennslast um þetta fyrr en eftir þann tíma. Enda er í nógu að snúast hjá okkur í að undirbúa Grímsævintýrin á Borg 10. ágúst,“ sagði Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, í dag.

Þeim spurningum hefur verið velt upp, að sögn Laufeyjar, hvort það hafi verið skuldabréf en ekki hlutabréf sem Kvenfélagið keypti, eða jafnvel hvort nokkur verðbréf hafi yfir höfuð verið keypt. Laufey segir svör ekki fást fyrr en búið sé að skoða gögnin.
„Ég vonast til að sjá þetta betur í ársreikningum og bókhaldi ársins 1951,“ segir Laufey.
„Svo er spurning hvort Landsvirkjun lumi á einhverjum gögnum frá gömlu Sogsvirkjun sem gæti gefið okkur skýrari svör,“ segir formaður Kvenfélags Grímsneshrepps.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um málið: