Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 14:50 Kaczynski og félagar í Lögum og réttlæti beina spjótum sínum nú í auknum mæli að hinsegin fólki. Áður barðist flokkurinn helst gegn innflytjendum og flóttafólki. Vísir/EPA Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, íhaldsflokksins sem stýrir Póllandi, fordæmir gleðigöngur þar sem krafist er réttinda hinsegin fólks og segir Pólverjar verða að streitast gegn þeim. Flokkurinn elur nú á andúð á hinsegin fólki til að tryggja sér endurkjör í kosningum í haust. Þegar Lög og réttlæti komst fyrst til valda var það meðal annars vegna baráttu flokksins gegn innflytjendum og flóttafólki. Í aðdraganda þingkosninga sem fara fram 13. október hefur flokkurinn ákveðið að gera réttindi hinsegin fólks að skotspóni sínum til að laða að stuðnings íhaldssamra kjósenda. „Harða atlagan, þessi ferðasirkus sem birtist í fjölda borga til að ögra og gráta svo…við erum þau sem verðum fyrir skaða af þessu, það verður að afhjúpa þetta og vísa frá,“ sagði Kaczynski í lautarferð á vegum flokksins í bænum Stalowa Wola í dag. Sagði hann að framfylgja þyrfti lögum til þess ítrasta „til að koma reglum yfir þetta“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málflutningur stjórnarflokksins er studdur af kaþólsku kirkjunni í Póllandi. Erkibiskup kirkjunnar sagði fyrr í þessum mánuði að „regnbogaplága“ baráttufólks fyrir réttindum hinsegin fólks sæti nú um Pólland. Líkti hann þeim við leiðtoga Kommúnistaflokksins sem áður réði ríkjum í landinu. Kaczynski sagði Lög og réttlæti eina flokkinn sem gæti komið kaþólsku kirkjunni til varnar fyrir árásum á „fjölskyldugildi“ frá vesturlöndum. Stjórnarandstæðingar hafa deilt á stjórnarflokkinn fyrir að ýta undir ofbeldi gegn hinsegin fólki undanfarnar vikur. Ráðist var á þátttakendur í gleðigöngu í borginni Bialystok í síðasta mánuði. Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, íhaldsflokksins sem stýrir Póllandi, fordæmir gleðigöngur þar sem krafist er réttinda hinsegin fólks og segir Pólverjar verða að streitast gegn þeim. Flokkurinn elur nú á andúð á hinsegin fólki til að tryggja sér endurkjör í kosningum í haust. Þegar Lög og réttlæti komst fyrst til valda var það meðal annars vegna baráttu flokksins gegn innflytjendum og flóttafólki. Í aðdraganda þingkosninga sem fara fram 13. október hefur flokkurinn ákveðið að gera réttindi hinsegin fólks að skotspóni sínum til að laða að stuðnings íhaldssamra kjósenda. „Harða atlagan, þessi ferðasirkus sem birtist í fjölda borga til að ögra og gráta svo…við erum þau sem verðum fyrir skaða af þessu, það verður að afhjúpa þetta og vísa frá,“ sagði Kaczynski í lautarferð á vegum flokksins í bænum Stalowa Wola í dag. Sagði hann að framfylgja þyrfti lögum til þess ítrasta „til að koma reglum yfir þetta“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málflutningur stjórnarflokksins er studdur af kaþólsku kirkjunni í Póllandi. Erkibiskup kirkjunnar sagði fyrr í þessum mánuði að „regnbogaplága“ baráttufólks fyrir réttindum hinsegin fólks sæti nú um Pólland. Líkti hann þeim við leiðtoga Kommúnistaflokksins sem áður réði ríkjum í landinu. Kaczynski sagði Lög og réttlæti eina flokkinn sem gæti komið kaþólsku kirkjunni til varnar fyrir árásum á „fjölskyldugildi“ frá vesturlöndum. Stjórnarandstæðingar hafa deilt á stjórnarflokkinn fyrir að ýta undir ofbeldi gegn hinsegin fólki undanfarnar vikur. Ráðist var á þátttakendur í gleðigöngu í borginni Bialystok í síðasta mánuði.
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56
Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07