Atlantshafssigling Gretu Thunberg eins og „útilega í rússíbana“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2019 18:17 Siglingin hófst á miðvikudaginn. Vísir/Getty Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. Hún segist hingað til ekki hafa fundið fyrir neinni sjóveiki. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu. Thunberg lagði af stað frá Plymouth í Bretlandi á miðvikudaginn um borð í skútunni Maliza II, áhafnarmeðlimir eru fjórir, þar á meðal Svante, faðir Thunberg. Ferðin gekk þó brösuglega í en vont var í sjóinn fyrstu dagana. Ágúst ekki tilvalinn mánuður til að ferðast yfir Atlantshafið, að því er segir í frétt Guardian. Í uppfærslu á Twitter segir Thunberg þó að nú sé rólegri sjór framundan og allt hafi gengið vel hingað til. „Borða og sef vel og engin sjóveiki hingað til. Lífið um birð í Maliza II er eins og útilega í rússíbana,“ skrifar hún á Twitter. Föruneytið á eftir um 2.500 sjómilna ferðalag til Bandaríkjanna en reiknað er með að siglingin taki um tvær vikur.Day 4. Pos 46° 20‘ N 015° 46‘ W Eating and sleeping well and no sea sickness so far. Life on Malizia II is like camping on a roller coaster! pic.twitter.com/pf1PnqYCov — Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 17, 2019 Fylgjast má með ferðalagi Thunberg hér að neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. Hún segist hingað til ekki hafa fundið fyrir neinni sjóveiki. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu. Thunberg lagði af stað frá Plymouth í Bretlandi á miðvikudaginn um borð í skútunni Maliza II, áhafnarmeðlimir eru fjórir, þar á meðal Svante, faðir Thunberg. Ferðin gekk þó brösuglega í en vont var í sjóinn fyrstu dagana. Ágúst ekki tilvalinn mánuður til að ferðast yfir Atlantshafið, að því er segir í frétt Guardian. Í uppfærslu á Twitter segir Thunberg þó að nú sé rólegri sjór framundan og allt hafi gengið vel hingað til. „Borða og sef vel og engin sjóveiki hingað til. Lífið um birð í Maliza II er eins og útilega í rússíbana,“ skrifar hún á Twitter. Föruneytið á eftir um 2.500 sjómilna ferðalag til Bandaríkjanna en reiknað er með að siglingin taki um tvær vikur.Day 4. Pos 46° 20‘ N 015° 46‘ W Eating and sleeping well and no sea sickness so far. Life on Malizia II is like camping on a roller coaster! pic.twitter.com/pf1PnqYCov — Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 17, 2019 Fylgjast má með ferðalagi Thunberg hér að neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12