Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. ágúst 2019 21:07 Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Hann vonast til að samráð komist aftur á milli strandríkja til að koma í veg fyrir ofveiði á makríl. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum okkar í gær að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið héldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, segir hins vegar að heimildarfólk sitt innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segi aðra sögu. „Samkvæmt þessari heimild sendu Íslendingar ekki fulltrúa á síðasta fund og tilkynntu síðan einhliða næstum því 30 prósenta aukningu á kvóta sínum. Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort samstarfið reynist árangursríkt,“ segir Davies í samtali við fréttastofu. Davies hefur boðað til fundar um samráðÍslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins. Fulltrúum Íslands er boðið og vonast hann til að hægt verði að bæta samráðið. „Ég vil bara leggja áherslu á að samstarf ætti að vera til staðar. Einhliða ákvarðanir af þessu tagi eru ekki dæmi um árangursríkit og vinsamlegt samstarf. Við skulum muna aðþað verður að vernda makrílstofninn, við verðum að geta veitt hann á sjálfbæran hátt og viðættum að geta haft fyrirkomulag sem allir eru sáttir við,“ segir Davies. Davies hefur verið á ferðalagi um fiskveiðiþorp í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum. Þar sé mikil óánægja með ákvörðun íslendinga. „Þessa stundina er mönnum heitt í hamsi og sjómennirnir sem ég talaði við töluðu um það sem Íslendingar hafa gert sem sjórán. Eins og ég segi, það eru tvær hliðar áþessu máli. Ég vil heyra báðar.“ Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Hann vonast til að samráð komist aftur á milli strandríkja til að koma í veg fyrir ofveiði á makríl. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum okkar í gær að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið héldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, segir hins vegar að heimildarfólk sitt innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segi aðra sögu. „Samkvæmt þessari heimild sendu Íslendingar ekki fulltrúa á síðasta fund og tilkynntu síðan einhliða næstum því 30 prósenta aukningu á kvóta sínum. Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort samstarfið reynist árangursríkt,“ segir Davies í samtali við fréttastofu. Davies hefur boðað til fundar um samráðÍslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins. Fulltrúum Íslands er boðið og vonast hann til að hægt verði að bæta samráðið. „Ég vil bara leggja áherslu á að samstarf ætti að vera til staðar. Einhliða ákvarðanir af þessu tagi eru ekki dæmi um árangursríkit og vinsamlegt samstarf. Við skulum muna aðþað verður að vernda makrílstofninn, við verðum að geta veitt hann á sjálfbæran hátt og viðættum að geta haft fyrirkomulag sem allir eru sáttir við,“ segir Davies. Davies hefur verið á ferðalagi um fiskveiðiþorp í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum. Þar sé mikil óánægja með ákvörðun íslendinga. „Þessa stundina er mönnum heitt í hamsi og sjómennirnir sem ég talaði við töluðu um það sem Íslendingar hafa gert sem sjórán. Eins og ég segi, það eru tvær hliðar áþessu máli. Ég vil heyra báðar.“
Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00