Þrettán starfsmönnum Sýnar var sagt upp í dag. Uppsagnirnar eru þvert á fyrirtækið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. Nú, tæpum tveimur árum eftir kaup Vodafone á 365, sé sameiningunni lokið.
„Þegar er verið að sameina fyrirtækið þá tekur það tíma. Fyrirtækin eru sameinuð þannig að það eru oft tveir hlutir af því sama og svo kemur sameiningin í framkvæmd. Þá eru deildir sameinaðar og þá sjálfkrafa verður einhver fækkun í starfsliðinu. Þessi sameining er búin að taka of langan tíma en nú er loksins verið að reka endahnútinn á hana,“ segir Heiðar í samtali við fréttastofu.
Þá þvertekur Heiðar fyrir að uppsagnirnar tengist því að Sýn missti enska boltann í hendur Símans í nóvember. Hann bendir á að uppsagnirnar hafi verið þvert á deildir fyrirtækisins og u.þ.b. jafnmörgum sagt upp í hverri deild.
„Þannig að þetta hefur ekkert með enska boltann að gera. Ef það hefði verið ástæðan hefði verið gripið inn í það mun fyrr, enda vissum við í nóvember að við yrðum ekki með enska boltann á næsta ári.“
Meðal þeirra sem sagt var upp störfum var Hjörvar Hafliðason sem stýrt hefur útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 meðfram störfum sínum sem sparkspekingur á Stöð 2 Sport.
Vísir er í eigu Sýnar hf.
Þrettán uppsagnir hjá Sýn
Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa

Mest lesið


Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent


Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent


Lækkanir í Asíu halda áfram
Viðskipti erlent