„Eins og að ganga á tunglinu í fyrsta sinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 11:30 Eliud Kipchoge. Getty/Maja Hitij Eliud Kipchoge ætlar sér að verða sá fyrsti í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum. Hann hefur sett stefnuna á að ná þessu í hlaupi í Vín í októbermánuði. Tveggja klukkutímamúrinn í maraþonhlaupi hefur hingað til verið talinn vera illklifanlegur en besti maraþonhlaupari heimsins í dag vill komast yfir hann og er óhræddur við að tala um það. Hinn 34 ára gamli Eliud Kipchoge mun reyna að klára Ineos 1:59 Challenge í Vín í október á undir tveimur mínútum.“This is about history and making a mark in sport" https://t.co/ctrhSlogDD — Sports Illustrated (@SInow) August 15, 2019 Eliud Kipchoge á heimsmetið þegar hann kom í mark tveimur klukkutímum, einni mínútu og 39 sekúndum. Tíminn sem hann fer á í hlaupinu í Vín verður þó ekki löglegt met því hann mun njóta góðs af tveimur aðstoðarhlaupurum sem er ætlað að halda uppi hraðanum og fara því af þeim sökum inn og út úr hlaupinu. „Ég efast ekki um að ég geti náð þessu,“ sagði Eliud Kipchoge..@EliudKipchoge is convinced he will run the first sub-two hour marathon in Vienna in October and believes it will be in the same bracket as the first lunar landing 50 years ago and the ascent of Mount Everest in terms of human achievement.@iaaforghttps://t.co/ttJJuM3DeZ — Olympic Channel (@olympicchannel) August 14, 2019 Eliud Kipchoge hefur gert áður svipaða tilraun og kom þá í mark á 25 sekúndum yfir markmiðinu. Það mót fór fram í Monza á Ítalíu árið 2017. Nú mun hann hlaupa í Prater garðinum í höfuðborg Austurríkis en hann mun hlaupa í hringi á 9,6 kílómetra flatri braut. Það er allt til alls fyrir hann til að náð tímanum eftirsótta. „Að komast niður fyrir tveggja klukkutíma markið verður eins og að ganga á tunglinu, klífa hæsta fjallið eða synda út í mitt úthaf,“ sagði Eliud Kipchoge. „Þetta snýst um að skrifa söguna og skilja eftir arfleið. Ég ætla að gera það. Heimsmetið sjálft skiptir ekki öllu. Ég á þegar heimsmetið í maraþonhlaupi. Þetta er fyrir heimsfjölskylduna,“ sagði Kipchoge. Austurríki Frjálsar íþróttir Hlaup Kenía Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira
Eliud Kipchoge ætlar sér að verða sá fyrsti í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum. Hann hefur sett stefnuna á að ná þessu í hlaupi í Vín í októbermánuði. Tveggja klukkutímamúrinn í maraþonhlaupi hefur hingað til verið talinn vera illklifanlegur en besti maraþonhlaupari heimsins í dag vill komast yfir hann og er óhræddur við að tala um það. Hinn 34 ára gamli Eliud Kipchoge mun reyna að klára Ineos 1:59 Challenge í Vín í október á undir tveimur mínútum.“This is about history and making a mark in sport" https://t.co/ctrhSlogDD — Sports Illustrated (@SInow) August 15, 2019 Eliud Kipchoge á heimsmetið þegar hann kom í mark tveimur klukkutímum, einni mínútu og 39 sekúndum. Tíminn sem hann fer á í hlaupinu í Vín verður þó ekki löglegt met því hann mun njóta góðs af tveimur aðstoðarhlaupurum sem er ætlað að halda uppi hraðanum og fara því af þeim sökum inn og út úr hlaupinu. „Ég efast ekki um að ég geti náð þessu,“ sagði Eliud Kipchoge..@EliudKipchoge is convinced he will run the first sub-two hour marathon in Vienna in October and believes it will be in the same bracket as the first lunar landing 50 years ago and the ascent of Mount Everest in terms of human achievement.@iaaforghttps://t.co/ttJJuM3DeZ — Olympic Channel (@olympicchannel) August 14, 2019 Eliud Kipchoge hefur gert áður svipaða tilraun og kom þá í mark á 25 sekúndum yfir markmiðinu. Það mót fór fram í Monza á Ítalíu árið 2017. Nú mun hann hlaupa í Prater garðinum í höfuðborg Austurríkis en hann mun hlaupa í hringi á 9,6 kílómetra flatri braut. Það er allt til alls fyrir hann til að náð tímanum eftirsótta. „Að komast niður fyrir tveggja klukkutíma markið verður eins og að ganga á tunglinu, klífa hæsta fjallið eða synda út í mitt úthaf,“ sagði Eliud Kipchoge. „Þetta snýst um að skrifa söguna og skilja eftir arfleið. Ég ætla að gera það. Heimsmetið sjálft skiptir ekki öllu. Ég á þegar heimsmetið í maraþonhlaupi. Þetta er fyrir heimsfjölskylduna,“ sagði Kipchoge.
Austurríki Frjálsar íþróttir Hlaup Kenía Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira