Alvöru sveitaball í Laugardalnum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Jón Ólafsson segir að hann og fleiri úr Laugardalnum vilji bjóða upp á alvöru sveitaball í miðri borginni. Fréttablaðið/Ernir Næstkomandi laugardag, 17. ágúst, verður haldið alvöru sveitaball í félagsheimili Þróttar í Laugardalnum. Fram koma nokkrar helstu kempur Íslendinga í sveitaballasenunni. Þeirra á meðal er Jón Ólafsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður. „Það stefnir allt í fullt hús, miðasalan gengur mjög vel í forsölunni. Þetta lítur mjög vel út,“ segir Jón. „Maður er svo mikið þarna niður frá þar sem við erum með flottan sal sem hentar vel í tónleikahald sem þetta. Svo eru svo margir menningarlega sinnaðir þarna í og úr Laugardalnum, mikið af tónlistarfólki og leikurum. Gunni Helga, Halldór Gylfa, Björn Hlynur og ég. Svo er fullt af músíköntum, og við erum dugleg að halda viðburði.“ Hann segist hafa fengið hugmyndina að því að halda sveitaball að hluta til vegna þess að böll með hljómsveitum séu á ákveðnu undanhaldi. „Staðir sem bjóða upp á slík böll eru nánast horfnir. Okkur datt í hug að það væri gaman að prófa þetta um sumar og hvort fólk væri ekki til í að skella sér á ball.“ Sveitaballið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og það við gífurlega góðar undirtektir. „Þá vorum við ekki mikið að auglýsa þetta og vorum meira að stíla inn á fólkið í hverfinu. Þá var eiginlega alveg fullt hús. Við ákváðum strax að endurtaka leikinn og vonandi verður þetta árlegur viðburður,“ segir Jón. Hann segir sveitaböll nú til dags tengjast meira bæjarhátíðum. „Það eru írskir dagar, franskir dagar, danskir og grænlenskir. Öll pláss með einhverja daga til að fá fólk til að koma í bæjarfélagið. Þá eru haldin sveitaböll. Ég fór ekki í sumarfrí í mörg ár því ég var að spila allar helgar, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.“ Hann segist hafa spilað mun sjaldnar á böllum sem þessum í borginni, þau hafi meira og minna öll verið úti á landi. Því hafi þeim þótt kjörið að bjóða upp á alvöru sveitaball í hjarta borgarinnar.Helgi Björnsson er einn þeirra sem stígur á svið.„Í fyrra fylltum við salinn af heyböggum. Við fórum bara út í sveit og náðum í fullt af heyi og ætlum að gera það aftur í ár. Ásýnd hússins breytist mikið bara með því að setja hey út um allt. Þér líður ekki þannig að þú þurfir að vera í jakkafötum og rosa fínn. Við viljum endilega að fólk sé bara frjálslega klætt og láti sér líða vel.“ Hann segir enn óákveðið hvaða óheppna manneskja fari í það verk að þrífa upp allt heyið. „Við förum í það sem náum ekki að stinga af. Nei, nei, margar hendur vinna létt verk og við gerum það í sameiningu. Þessu verður bara sópað upp. En við geymdum ekki heyið frá því í fyrra, þetta verður alveg nýtt hey,“ segir Jón hlæjandi. Til að tryggja að þetta yrði alvöru var konungur sveitaballanna, Helgi Björnsson, fenginn til að koma fram ásamt öðru einvala liði. „Hann ætlar að syngja með okkur ásamt Hildi Völu, Dóra Gylfa og Bödda í Dalton. Svo mun fréttamaðurinn Jóhann Bjarni Kolbeinsson þeyta skífum.“ Jón ítrekar samt að viðburðurinn sé opinn öllum og engan veginn hugsaður sérstaklega fyrir fólk úr Laugardalnum eða Þróttara. „Það eru allir velkomnir. Við vonumst bara eftir því að sjá sem flesta,“ segir Jón glaður í bragði. Miða á sveitaballið er hægt að nálgast á tix.is á sérstöku forsöluverði. Einnig verður hægt að kaupa miða við hurð. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Næstkomandi laugardag, 17. ágúst, verður haldið alvöru sveitaball í félagsheimili Þróttar í Laugardalnum. Fram koma nokkrar helstu kempur Íslendinga í sveitaballasenunni. Þeirra á meðal er Jón Ólafsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður. „Það stefnir allt í fullt hús, miðasalan gengur mjög vel í forsölunni. Þetta lítur mjög vel út,“ segir Jón. „Maður er svo mikið þarna niður frá þar sem við erum með flottan sal sem hentar vel í tónleikahald sem þetta. Svo eru svo margir menningarlega sinnaðir þarna í og úr Laugardalnum, mikið af tónlistarfólki og leikurum. Gunni Helga, Halldór Gylfa, Björn Hlynur og ég. Svo er fullt af músíköntum, og við erum dugleg að halda viðburði.“ Hann segist hafa fengið hugmyndina að því að halda sveitaball að hluta til vegna þess að böll með hljómsveitum séu á ákveðnu undanhaldi. „Staðir sem bjóða upp á slík böll eru nánast horfnir. Okkur datt í hug að það væri gaman að prófa þetta um sumar og hvort fólk væri ekki til í að skella sér á ball.“ Sveitaballið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og það við gífurlega góðar undirtektir. „Þá vorum við ekki mikið að auglýsa þetta og vorum meira að stíla inn á fólkið í hverfinu. Þá var eiginlega alveg fullt hús. Við ákváðum strax að endurtaka leikinn og vonandi verður þetta árlegur viðburður,“ segir Jón. Hann segir sveitaböll nú til dags tengjast meira bæjarhátíðum. „Það eru írskir dagar, franskir dagar, danskir og grænlenskir. Öll pláss með einhverja daga til að fá fólk til að koma í bæjarfélagið. Þá eru haldin sveitaböll. Ég fór ekki í sumarfrí í mörg ár því ég var að spila allar helgar, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.“ Hann segist hafa spilað mun sjaldnar á böllum sem þessum í borginni, þau hafi meira og minna öll verið úti á landi. Því hafi þeim þótt kjörið að bjóða upp á alvöru sveitaball í hjarta borgarinnar.Helgi Björnsson er einn þeirra sem stígur á svið.„Í fyrra fylltum við salinn af heyböggum. Við fórum bara út í sveit og náðum í fullt af heyi og ætlum að gera það aftur í ár. Ásýnd hússins breytist mikið bara með því að setja hey út um allt. Þér líður ekki þannig að þú þurfir að vera í jakkafötum og rosa fínn. Við viljum endilega að fólk sé bara frjálslega klætt og láti sér líða vel.“ Hann segir enn óákveðið hvaða óheppna manneskja fari í það verk að þrífa upp allt heyið. „Við förum í það sem náum ekki að stinga af. Nei, nei, margar hendur vinna létt verk og við gerum það í sameiningu. Þessu verður bara sópað upp. En við geymdum ekki heyið frá því í fyrra, þetta verður alveg nýtt hey,“ segir Jón hlæjandi. Til að tryggja að þetta yrði alvöru var konungur sveitaballanna, Helgi Björnsson, fenginn til að koma fram ásamt öðru einvala liði. „Hann ætlar að syngja með okkur ásamt Hildi Völu, Dóra Gylfa og Bödda í Dalton. Svo mun fréttamaðurinn Jóhann Bjarni Kolbeinsson þeyta skífum.“ Jón ítrekar samt að viðburðurinn sé opinn öllum og engan veginn hugsaður sérstaklega fyrir fólk úr Laugardalnum eða Þróttara. „Það eru allir velkomnir. Við vonumst bara eftir því að sjá sem flesta,“ segir Jón glaður í bragði. Miða á sveitaballið er hægt að nálgast á tix.is á sérstöku forsöluverði. Einnig verður hægt að kaupa miða við hurð.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira