Golden Tate tapar líka miklum peningum á þessu úrskurði því hann missir líka öll launin sín á þessum tíma. Talið er að Tate tapi um 1,75 milljónum dollara á þessu banni eða um 218 milljónum íslenskra króna.
#Giants WR Golden Tate lost his appeal and will be suspended the first 4 games for a PED violation. https://t.co/4s7FIPfyEd
— Ian Rapoport (@RapSheet) August 13, 2019
Allt þetta kom til vegna þess að Golden Tate var að reyna að eignast barn með konu sinni, Elisu Tate. Hann tók fjórsemislyf í mars en seinna kom svo í ljós að í þeim voru efni á bannlista NFL-deildarinnar.
Golden Tate lét sjálfur vita af þessu þegar hann uppgötvaði mistökin en það dugði ekki til að sleppa við bannið. Hann féll á lyfjaprófi og NFL-deildin setti hann í leikbann.
Golden Tate’s appeal denied, new Giants WR will sit out first four games over positive PED test https://t.co/10ldULfCdlpic.twitter.com/5BRhSn9dux
— NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2019
Golden Tate má reyndar taka þátt í undirbúningsleikjum New York Giants en um leið og deildarkeppnin hefst þá þarf hann að bíða í fjórar vikur eftir að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hann má snúa til baka 30. september.
Þrátt fyrir að Tate hafi kennt frjósemislyfinu um þá þótti það alltaf langsótt hjá honum að vinna áfrýjunina. Það kom líka í ljós. NFL segir að leikmenn beri sjálfir fulla ábyrgð á því sem þeir taka.
Golden Tate gerði í sumar 37,5 milljón dollara samning við New York Giants til fjögurra ára þar af er hann öruggur með 23 milljónir Bandaríkjadala. Hann missir talsverðan pening út af þessu banni en ekki mikinn pening miðað við það að hann er að fá yfir 4,4 milljarða í laun næstu fjögur árin.