Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 21:19 Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. Fréttablaðið/GVA Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni „græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. Hann óttast að makrílstríð við Ísland geti ógnað afkomu skoskra sjómanna.Greint er frá þessu á vef Shetland Times í dagen Chris Davies, Evrópuþingmaður úr röðum Frjálsyndra demókrata í Bretlandi og formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, fundaði með forsvarsmönnum Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja í dag er hann heimsótti eyjarnar. Lýstu sjómennirnir yfir áhyggjum af makrílveiðum Íslendinga.Fyrr í sumar varmakrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonnen í umfjöllun Morgunblaðsins um aukningu í sumar kom fram að búast mætti við aðheildarflinn á makríl færi um 80 þúsund tonnum yfir ráðgjöf vísindamanna.Makríll.Vísir/GettyKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði við það tækifæri að áfram yrði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu um makrílkvóta með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandinu.Ísland hagi sér ekki eins og vinaþjóð Í frétt Shetland Times segir að háttsettur embættismaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld að aukning á makrílkvóta íslenskra skipa væri merki um að stjórnvöld hér á landi hefðu lítinn áhuga á því að tryggja sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Eftir fund sinn með Sjómannasamtökum Hjaltlandseyja sagði Davies að samvinna á milli ríkja væri mikilvæg þegar kæmi að því að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt. Gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld harðlega. „Aðgerðir Íslands eru merki um græðgi og ábyrgðarleysi og ekki þær sem við væntum af vinaþjóð, hvað þá þjóð sem er hluti evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Davies. Sagðist hann fagna því að Framkvæmdastjórn ESB myndi láta málið til sína taka. Sagðist hann einnig ætla að hefja umræðu um málið á Evrópuþinginu. Varaði hann við því að makrílstríð við Ísland gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skoska sjómenn sem reiði sig á makríl. Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Tengdar fréttir Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45 Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19 Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni „græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. Hann óttast að makrílstríð við Ísland geti ógnað afkomu skoskra sjómanna.Greint er frá þessu á vef Shetland Times í dagen Chris Davies, Evrópuþingmaður úr röðum Frjálsyndra demókrata í Bretlandi og formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, fundaði með forsvarsmönnum Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja í dag er hann heimsótti eyjarnar. Lýstu sjómennirnir yfir áhyggjum af makrílveiðum Íslendinga.Fyrr í sumar varmakrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonnen í umfjöllun Morgunblaðsins um aukningu í sumar kom fram að búast mætti við aðheildarflinn á makríl færi um 80 þúsund tonnum yfir ráðgjöf vísindamanna.Makríll.Vísir/GettyKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði við það tækifæri að áfram yrði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu um makrílkvóta með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandinu.Ísland hagi sér ekki eins og vinaþjóð Í frétt Shetland Times segir að háttsettur embættismaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld að aukning á makrílkvóta íslenskra skipa væri merki um að stjórnvöld hér á landi hefðu lítinn áhuga á því að tryggja sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Eftir fund sinn með Sjómannasamtökum Hjaltlandseyja sagði Davies að samvinna á milli ríkja væri mikilvæg þegar kæmi að því að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt. Gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld harðlega. „Aðgerðir Íslands eru merki um græðgi og ábyrgðarleysi og ekki þær sem við væntum af vinaþjóð, hvað þá þjóð sem er hluti evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Davies. Sagðist hann fagna því að Framkvæmdastjórn ESB myndi láta málið til sína taka. Sagðist hann einnig ætla að hefja umræðu um málið á Evrópuþinginu. Varaði hann við því að makrílstríð við Ísland gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skoska sjómenn sem reiði sig á makríl.
Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Tengdar fréttir Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45 Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19 Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45
Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19
Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00