Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2019 15:00 Eggert Benedikt Guðmundsson. Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar segir að Eggert búi að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi auk þess að hafa áralanga reynslu af stjórnarstörfum fyrir fjölda fyrirtækja og félaga hérlendis og erlendis. Telur ferill hans starfsreynslu úr stóriðju, sjávarútvegi, hátækni, verslun, menningarstarfsemi og fleiru. Um 10 ára skeið stýrði Eggert tveimur af stærstu fyrirtækjum landsins, N1 hf. (2012 – 2015) og HB Granda hf. (2005 – 2012). Nú síðast gegndi hann forstjórastöðu fyrir nýsköpunarfyrirtækið eTactica sem starfar á sviði raforkueftirlitskerfa. Önnur fyrri störf eru m.a. fyrir Philips Electronics í Kaliforníu og Belgíu og Marel hf. á Spáni. Hann var yfirverkfræðingur Bresi Group hjá Íslenska járnblendifélaginu hf., starfaði við rannsóknir við Háskólann í Karlsruhe, auk kennslu við gagnfræðaskólann á Húsavík. Eggert hefur einnig sinnt ráðgjafastörfum m.a. fyrir FAO í Róm og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, auk þess sem hann kom að undirbúningsvinnu í aðdraganda stofnunar Samstarfsvettvangsins sem ráðgjafi. Núverandi stjórnarstörf Eggerts telja sæti í stjórn HB Granda hf. Hann situr í External Advisory Committee MBA náms HR auk þess sem hann er stjórnarformaður Hótels Holts og formaður Leikfélags Reykjavíkur. Af fyrri stjórnarstörfum má nefna setu í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Háskólaráði HR, fagráðum og stjórn Íslandsstofu o.fl. Eggert er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Þýskalandi auk þess sem hann hefur einnig lokið MBA- og AMP-gráðum á Spáni. Loftslagsmál Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00 Eggert spenntur fyrir N1 Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda. 12. júlí 2012 16:38 Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira
Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar segir að Eggert búi að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi auk þess að hafa áralanga reynslu af stjórnarstörfum fyrir fjölda fyrirtækja og félaga hérlendis og erlendis. Telur ferill hans starfsreynslu úr stóriðju, sjávarútvegi, hátækni, verslun, menningarstarfsemi og fleiru. Um 10 ára skeið stýrði Eggert tveimur af stærstu fyrirtækjum landsins, N1 hf. (2012 – 2015) og HB Granda hf. (2005 – 2012). Nú síðast gegndi hann forstjórastöðu fyrir nýsköpunarfyrirtækið eTactica sem starfar á sviði raforkueftirlitskerfa. Önnur fyrri störf eru m.a. fyrir Philips Electronics í Kaliforníu og Belgíu og Marel hf. á Spáni. Hann var yfirverkfræðingur Bresi Group hjá Íslenska járnblendifélaginu hf., starfaði við rannsóknir við Háskólann í Karlsruhe, auk kennslu við gagnfræðaskólann á Húsavík. Eggert hefur einnig sinnt ráðgjafastörfum m.a. fyrir FAO í Róm og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, auk þess sem hann kom að undirbúningsvinnu í aðdraganda stofnunar Samstarfsvettvangsins sem ráðgjafi. Núverandi stjórnarstörf Eggerts telja sæti í stjórn HB Granda hf. Hann situr í External Advisory Committee MBA náms HR auk þess sem hann er stjórnarformaður Hótels Holts og formaður Leikfélags Reykjavíkur. Af fyrri stjórnarstörfum má nefna setu í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Háskólaráði HR, fagráðum og stjórn Íslandsstofu o.fl. Eggert er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Þýskalandi auk þess sem hann hefur einnig lokið MBA- og AMP-gráðum á Spáni.
Loftslagsmál Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00 Eggert spenntur fyrir N1 Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda. 12. júlí 2012 16:38 Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira
Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00
Eggert spenntur fyrir N1 Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda. 12. júlí 2012 16:38
Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12