Teitur Magnússon játar syndir sínar í nýju myndbandi Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 29. ágúst 2019 19:30 Teitur flýtur. skjáskot Lagið Skriftargangur er síðasta smáskífan sem kemur út af annarri plötu Teits Magnússonar, Orna. Í dag kom út myndband við lagið í leikstjórn leikarans geðþekka Jörundar Ragnarssonar. Textinn er gömul þjóðvísa, sú sama og er notuð í Skriftagangur eftir Hinn íslenska þursaflokk. Seinna versið er svo eins konar nútímaútgáfa af upprunalega textanum: pusher með pokarass áttu ekki hluta gramms að kríta á mig til mánudags ég hef stolið flatskjám úr gám bæði hvítum og blám ég fann eitt sinn lögg á kúti sumarið sem ég lá úti Steingrímur Teague úr Moses Hightower syngur með Teiti í laginu, en hann er hluti Æðisgengisins, tónleikahljómsveitar Teits. Í því eru alla jafna Ingibjörg Turchi, Hreiðar Már Árnason, Árni Guðjónsson, Leifur Björnsson og Arnljótur Sigurðsson. Myndbandið nýja er tekið upp í Sandgerði og í nágrenni, og í kringum Grindavík. Íslensk náttúrufegurð nýtur sín í því, passlegur skammtur af „touristcore“ en vegið er upp á móti því með leikrænni skriftargangsathöfn og öðrum skemmtilegheitum. Það skiptast á snjór og þíða í myndbandinu, en smiðir þess segja það hafa verið „tekið upp á tveimur dögum þótt að það líti út fyrir að það séu fleiri árstíðir.“ Veðrið hafi einfaldlega breyst „svo ört þessa tvo daga sem það var tekið upp á.“ Teitur sjálfur og Árni Vilhjálmsson leika í myndbandinu, en Árni flutti einmitt þvottavél fyrir Teit í myndbandi fyrir eigið lag sem kom út í vor. Prestshempuna sem Árni klæðist á toppi Sandgerðisvita fengu þeir kumpánar lánaða frá Séra Pétri í óháða söfnuðinum. Hugmyndin að myndbandinu hefur verið að þróast með þeim félögum undanfarið ár og má segja að það fjalli um hvernig allir eða flestir þurfi að ganga sinn skriftargang einhverntíma á ævinni. Tökumaður var Sebastian Ziegler og sá Haukur Valdimar Pálsson um klippingu.Frumsýningarpartý verður haldið í kvöld á Vinyl Bistro á milli 20-21. Hér að neðan má sjá myndbandið. Menning Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Lagið Skriftargangur er síðasta smáskífan sem kemur út af annarri plötu Teits Magnússonar, Orna. Í dag kom út myndband við lagið í leikstjórn leikarans geðþekka Jörundar Ragnarssonar. Textinn er gömul þjóðvísa, sú sama og er notuð í Skriftagangur eftir Hinn íslenska þursaflokk. Seinna versið er svo eins konar nútímaútgáfa af upprunalega textanum: pusher með pokarass áttu ekki hluta gramms að kríta á mig til mánudags ég hef stolið flatskjám úr gám bæði hvítum og blám ég fann eitt sinn lögg á kúti sumarið sem ég lá úti Steingrímur Teague úr Moses Hightower syngur með Teiti í laginu, en hann er hluti Æðisgengisins, tónleikahljómsveitar Teits. Í því eru alla jafna Ingibjörg Turchi, Hreiðar Már Árnason, Árni Guðjónsson, Leifur Björnsson og Arnljótur Sigurðsson. Myndbandið nýja er tekið upp í Sandgerði og í nágrenni, og í kringum Grindavík. Íslensk náttúrufegurð nýtur sín í því, passlegur skammtur af „touristcore“ en vegið er upp á móti því með leikrænni skriftargangsathöfn og öðrum skemmtilegheitum. Það skiptast á snjór og þíða í myndbandinu, en smiðir þess segja það hafa verið „tekið upp á tveimur dögum þótt að það líti út fyrir að það séu fleiri árstíðir.“ Veðrið hafi einfaldlega breyst „svo ört þessa tvo daga sem það var tekið upp á.“ Teitur sjálfur og Árni Vilhjálmsson leika í myndbandinu, en Árni flutti einmitt þvottavél fyrir Teit í myndbandi fyrir eigið lag sem kom út í vor. Prestshempuna sem Árni klæðist á toppi Sandgerðisvita fengu þeir kumpánar lánaða frá Séra Pétri í óháða söfnuðinum. Hugmyndin að myndbandinu hefur verið að þróast með þeim félögum undanfarið ár og má segja að það fjalli um hvernig allir eða flestir þurfi að ganga sinn skriftargang einhverntíma á ævinni. Tökumaður var Sebastian Ziegler og sá Haukur Valdimar Pálsson um klippingu.Frumsýningarpartý verður haldið í kvöld á Vinyl Bistro á milli 20-21. Hér að neðan má sjá myndbandið.
Menning Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp