Samfylkingarkarlar hámuðu í sig mömmumatinn hjá Meistara Magga Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2019 13:42 Samfylkingakallar og þingmenn tóku sér hlé frá karpi um orkupakkann og hámuðu í sig mömmumatinn hjá Meistara Magga. visir/vilhelm Matreiðslumeistarinn Magnús Ingi Magnússon, sem jafnan er kallaður Meistari Maggi eftir að hann gerði garðinn frægan sem sjónvarpskokkur á ÍNN, fékk hóp þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar í heimsókn. Hann segir að þeir hafi verið alsælir með þann mömmumat sem hann er með á boðstólum á sínum nýja stað: Matarbarnum. Logi Einarsson birti mynd af hópnum og Magga í miðjunni á Facebook-síðu sinni. Þar getur að líta Loga, Magga og þá Ágúst Ólaf Ágústsson, Guðmund Andra Thorsson og Guðjón S. Brjánsson. Logi lætur fylgja með glettinn texta, „Þegar kettirnir bregða sér frá fá mýsnar sér smá. „Þar sem þingkonur Samfylkingarinnar voru fjarverandi í dag höfðum við kallarnir fullt frelsi um hvar og hvað við borðum!“Má af þessu helst skilja að það teljist forboðnir ávextir að lauma sér í eldhúsið til Magga en sennilega er það heillavænlegra en skunda á Klausturbar. Maggi segir þá, sem og aðra kunna vel að meta þann mömmu- eða heimilismat, sem hann er með á boðstólum. Og Samfylkingarkallar voru ekki matvandi að sögn Magga.Hámuðu í sig lambakjötið „Þeir töluðu við mig um leið og þeir vissu að ég var að opna og hafa verið lengi á leiðinni. „Það eru svo margir sem vilja fá svona mömmumat og heimilismat. Næsta miðvikudag verður saltkjöt sem ég salta sjálfur. En, þeir fengu sér það sem ég er með núna, lambakjöt í berníssósu, súrsætan kjúkling, og blandaða gratíneraða sjávarrétti í osti. Svo var ég með pólska kartöflumauksúpu og indverska karríkókossúpu.Magnús Ingi sá sitt óvænna, tók niður myndina af Trump og bað þjóðina afsökunar. En, Trump var nú samt kosinn. Þetta var heimalagað brauð með þessu og svo fengu þeir heimalagaða eplaköku og kaffi á eftir. Ég þurfti að gefa þeim sítrónusneið á eftir, þeir brostu svo mikið. Og ætluðu sér sannarlega að koma aftur.“ Hallur undir Trump og Miðflokkinn Orðaflaumurinn stendur uppúr kokknum, svo ánægður var hann með þessa heimsókn. En, það koma vöflur á hann þegar hann er spurður hvort þetta séu mennirnir sem hann hafi kosið? „Ég elska alla og sörvera alla.“ Meistari Maggi játar það, eftir að blaðamaður gengur á hann um hans pólitísku skoðanir að hann sé nú heldur hallur undir Trump og Miðflokkinn. Og hann hafi gaman að Boris, þessum þarna á Englandi. Meistari Maggi rifjar upp þegar hann setti upp mynd af Trump á sínum tíma á sínum stað og andskotinn varð laus. „Ég fékk svakalegar bylgjur á móti mér og þurfti að biðja þjóðina afsökunar. Samt var hann kosinn og verður kosinn aftur, það er enginn sem á roð í hann,“ segir Maggi og upplýsir að hann sé helst hrifinn af yfirlýsingaglöðum mönnum. Og ekki var rædd pólitík hjá Magga í dag. „Neinei, en ég sagði þeim að skemmtilegasti þingmaðurinn sem ég hef kynnst um dagana er Össur Skarphéðinsson, stórvinur minn. Hann kom oft til mín að borða, sem ráðherra og með lífverði, flottur karl og skemmtilegur.“ Alþingi Samfylkingin Veitingastaðir Tengdar fréttir Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Matreiðslumeistarinn Magnús Ingi Magnússon, sem jafnan er kallaður Meistari Maggi eftir að hann gerði garðinn frægan sem sjónvarpskokkur á ÍNN, fékk hóp þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar í heimsókn. Hann segir að þeir hafi verið alsælir með þann mömmumat sem hann er með á boðstólum á sínum nýja stað: Matarbarnum. Logi Einarsson birti mynd af hópnum og Magga í miðjunni á Facebook-síðu sinni. Þar getur að líta Loga, Magga og þá Ágúst Ólaf Ágústsson, Guðmund Andra Thorsson og Guðjón S. Brjánsson. Logi lætur fylgja með glettinn texta, „Þegar kettirnir bregða sér frá fá mýsnar sér smá. „Þar sem þingkonur Samfylkingarinnar voru fjarverandi í dag höfðum við kallarnir fullt frelsi um hvar og hvað við borðum!“Má af þessu helst skilja að það teljist forboðnir ávextir að lauma sér í eldhúsið til Magga en sennilega er það heillavænlegra en skunda á Klausturbar. Maggi segir þá, sem og aðra kunna vel að meta þann mömmu- eða heimilismat, sem hann er með á boðstólum. Og Samfylkingarkallar voru ekki matvandi að sögn Magga.Hámuðu í sig lambakjötið „Þeir töluðu við mig um leið og þeir vissu að ég var að opna og hafa verið lengi á leiðinni. „Það eru svo margir sem vilja fá svona mömmumat og heimilismat. Næsta miðvikudag verður saltkjöt sem ég salta sjálfur. En, þeir fengu sér það sem ég er með núna, lambakjöt í berníssósu, súrsætan kjúkling, og blandaða gratíneraða sjávarrétti í osti. Svo var ég með pólska kartöflumauksúpu og indverska karríkókossúpu.Magnús Ingi sá sitt óvænna, tók niður myndina af Trump og bað þjóðina afsökunar. En, Trump var nú samt kosinn. Þetta var heimalagað brauð með þessu og svo fengu þeir heimalagaða eplaköku og kaffi á eftir. Ég þurfti að gefa þeim sítrónusneið á eftir, þeir brostu svo mikið. Og ætluðu sér sannarlega að koma aftur.“ Hallur undir Trump og Miðflokkinn Orðaflaumurinn stendur uppúr kokknum, svo ánægður var hann með þessa heimsókn. En, það koma vöflur á hann þegar hann er spurður hvort þetta séu mennirnir sem hann hafi kosið? „Ég elska alla og sörvera alla.“ Meistari Maggi játar það, eftir að blaðamaður gengur á hann um hans pólitísku skoðanir að hann sé nú heldur hallur undir Trump og Miðflokkinn. Og hann hafi gaman að Boris, þessum þarna á Englandi. Meistari Maggi rifjar upp þegar hann setti upp mynd af Trump á sínum tíma á sínum stað og andskotinn varð laus. „Ég fékk svakalegar bylgjur á móti mér og þurfti að biðja þjóðina afsökunar. Samt var hann kosinn og verður kosinn aftur, það er enginn sem á roð í hann,“ segir Maggi og upplýsir að hann sé helst hrifinn af yfirlýsingaglöðum mönnum. Og ekki var rædd pólitík hjá Magga í dag. „Neinei, en ég sagði þeim að skemmtilegasti þingmaðurinn sem ég hef kynnst um dagana er Össur Skarphéðinsson, stórvinur minn. Hann kom oft til mín að borða, sem ráðherra og með lífverði, flottur karl og skemmtilegur.“
Alþingi Samfylkingin Veitingastaðir Tengdar fréttir Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56