Þróa nýtt skilaboða-app tengt Instagram sem á að keppa við Snapchat Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 23:15 Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. vísir/getty Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt. Fjallað er um málið á vef The Verge. Hugsunin á bak við Threads er sú að notendur sendi skilaboð í gegnum appið til náinna vina og ættingja, samkvæmt þar til gerðum lista á Instagram (e. close friends). Með appinu verður sjálfkrafa hægt að senda skilaboð um hvar maður er og hversu mikið batterí maður á eftir á símanum auk þess sem hægt verður að senda hefðbundnari skilaboð með texta, mynd og myndbandi. Tæki og tól Instagram munu nýtast til þess í Threads. Instagram neitaði að tjá sig um málið þegar The Verge leitaði eftir því. Það er þó ljóst að fyrirtækið hefur lengi leitað leiða til þess að koma sér inn á skilaboðamarkaðinn, ef svo má að orði komast. Þannig hætti fyrirtækið við þróun á skilaboða-appi fyrir tæpum tveimur árum þar sem prófanir gáfu ekki til kynna að það myndi njóta vinsælda. Núna vonast Instagram hins vegar til þess að app sem sérstaklega er hannað til þess að senda skilaboð til náinna vina og vinahópa verði betur tekið. Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. Vonast er til þess að Threads geti veitt Snapchat meiri samkeppni í þessum efnum en Instagram. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt. Fjallað er um málið á vef The Verge. Hugsunin á bak við Threads er sú að notendur sendi skilaboð í gegnum appið til náinna vina og ættingja, samkvæmt þar til gerðum lista á Instagram (e. close friends). Með appinu verður sjálfkrafa hægt að senda skilaboð um hvar maður er og hversu mikið batterí maður á eftir á símanum auk þess sem hægt verður að senda hefðbundnari skilaboð með texta, mynd og myndbandi. Tæki og tól Instagram munu nýtast til þess í Threads. Instagram neitaði að tjá sig um málið þegar The Verge leitaði eftir því. Það er þó ljóst að fyrirtækið hefur lengi leitað leiða til þess að koma sér inn á skilaboðamarkaðinn, ef svo má að orði komast. Þannig hætti fyrirtækið við þróun á skilaboða-appi fyrir tæpum tveimur árum þar sem prófanir gáfu ekki til kynna að það myndi njóta vinsælda. Núna vonast Instagram hins vegar til þess að app sem sérstaklega er hannað til þess að senda skilaboð til náinna vina og vinahópa verði betur tekið. Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. Vonast er til þess að Threads geti veitt Snapchat meiri samkeppni í þessum efnum en Instagram.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira