Ekki fræðilegur möguleiki að Rússum verði boðið í hópinn á ný Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 10:15 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að á síðustu árum hefðu Rússar sýnt að þeir séu ekki lengur í hópi þeirra landa sem hafa mannréttindi, lög og reglur og frjálslynt lýðræði í hávegum. Vísir/ap Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, getur með engu móti tekið undir röksemdarfærslu Bandaríkjaforseta sem vill bjóða Rússum aðild að samtökum stærstu iðnríkja heims því Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefði að hluta til geta réttlætt innlimun á Krímskaga árið 2014. Hópur hinna svokölluðu G7-ríkjanna, sem áður hét G8 ríkin, ráku Rússland á dyr, þegar Pútín og forseti héraðsþingsins á Krímskaga undirrituðu samkomulag um að héraðið myndi ganga í rússneska ríkjasambandið sem vakti mikla reiði í Úkraínu og á Vesturlöndum. Um helgina í Frakklandi fara fram fundir G7-ríkjanna þar sem helstu málefni heimsbyggðarinnar eru rædd. Tusk var spurður á blaðamannafundi út í áhuga Trumps að bjóða Rússum aðild að félagsskapnum á ný.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir hugmynd Trumps um að bjóða Rússum í hópinn af og frá.Getty/Sean Gallup„Fyrir ári síðan, í Kanada, stakk Trump forseti upp á því að bjóða Rússum aðild að G7 á ný, og staðhæfði opinberlega að búið væri að réttlæta að hluta til ákvörðun um innlimun Krímskaga og við beðin um að sætta okkur við þá staðreynd,“ segir Tusk og bætti við að iðnríkin myndu ekki undir neinum kringumstæðum fallast á slíka röksemdarfærslu. Fyrr í vikunni höfnuðu þjóðarleiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands, hugmyndinni um að bjóða Rússum aftur í hópinn. Tusk sagðist jafnvel hafa tvíeflst í afstöðu sinni gegn aðild Rússa þegar þeir hertóku úkraínsk skip og sjóliða á Kerch-sundi á milli Svartahafs og Azov flóans í nóvember árið 2018. Sjóliðarnir eru enn í haldi. „Í öðru lagi; þegar Rússum var boðin aðild í hóp G7-ríkjanna var það gert á þeim forsendum að Rússar myndu fylgja halda í heiðri frjálslyndu lýðræði, lögum og reglum og mannréttindum. Er einhver hér, á meðal vor, sem getur sagt það með góðri samvisku – ekki út frá viðskiptahagsmunum - að Rússar séu að feta þá slóð?“ spurði Tusk. Hann sagði að miklu betri rök væru fyrir því að bjóða Úkraínu í hópinn en Rússlandi. G7-ríkin eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía og Kanada en Donald Tusk sækir fundina fyrir hönd 28 aðildaríkja Evrópusambandsins. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. 3. ágúst 2019 04:00 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14 Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, getur með engu móti tekið undir röksemdarfærslu Bandaríkjaforseta sem vill bjóða Rússum aðild að samtökum stærstu iðnríkja heims því Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefði að hluta til geta réttlætt innlimun á Krímskaga árið 2014. Hópur hinna svokölluðu G7-ríkjanna, sem áður hét G8 ríkin, ráku Rússland á dyr, þegar Pútín og forseti héraðsþingsins á Krímskaga undirrituðu samkomulag um að héraðið myndi ganga í rússneska ríkjasambandið sem vakti mikla reiði í Úkraínu og á Vesturlöndum. Um helgina í Frakklandi fara fram fundir G7-ríkjanna þar sem helstu málefni heimsbyggðarinnar eru rædd. Tusk var spurður á blaðamannafundi út í áhuga Trumps að bjóða Rússum aðild að félagsskapnum á ný.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir hugmynd Trumps um að bjóða Rússum í hópinn af og frá.Getty/Sean Gallup„Fyrir ári síðan, í Kanada, stakk Trump forseti upp á því að bjóða Rússum aðild að G7 á ný, og staðhæfði opinberlega að búið væri að réttlæta að hluta til ákvörðun um innlimun Krímskaga og við beðin um að sætta okkur við þá staðreynd,“ segir Tusk og bætti við að iðnríkin myndu ekki undir neinum kringumstæðum fallast á slíka röksemdarfærslu. Fyrr í vikunni höfnuðu þjóðarleiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands, hugmyndinni um að bjóða Rússum aftur í hópinn. Tusk sagðist jafnvel hafa tvíeflst í afstöðu sinni gegn aðild Rússa þegar þeir hertóku úkraínsk skip og sjóliða á Kerch-sundi á milli Svartahafs og Azov flóans í nóvember árið 2018. Sjóliðarnir eru enn í haldi. „Í öðru lagi; þegar Rússum var boðin aðild í hóp G7-ríkjanna var það gert á þeim forsendum að Rússar myndu fylgja halda í heiðri frjálslyndu lýðræði, lögum og reglum og mannréttindum. Er einhver hér, á meðal vor, sem getur sagt það með góðri samvisku – ekki út frá viðskiptahagsmunum - að Rússar séu að feta þá slóð?“ spurði Tusk. Hann sagði að miklu betri rök væru fyrir því að bjóða Úkraínu í hópinn en Rússlandi. G7-ríkin eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía og Kanada en Donald Tusk sækir fundina fyrir hönd 28 aðildaríkja Evrópusambandsins.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. 3. ágúst 2019 04:00 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14 Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. 3. ágúst 2019 04:00
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14
Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15
Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56