Aukning á kynferðisbrotum á Suðurnesjum: Hugsanlegt að fólk treysti sér í auknum mæli til að kæra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. ágúst 2019 13:44 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að það sé aukning í brotaflokknum. Þá kunni að vera að fólk treysti sér frekar til að kæra. Árið 2017 voru 25 kynferðisbrotamál rannsökuð hjá lögreglunnu á Suðurnesjum. Í nýbirtri árskýrslu embættissins fyrir árið 2018 kemur fram að 42 kynferðisbrotamál hafi verið tilkynnt á árinu og eru það næstum helmingi fleiri brot en árið 2017. „Skýringin kann hugsanlega að liggja í því að það sé aukning í brotaflokknum. Og hugsanlega að fólk treysti sér frekar að kæra. Ég geri ráð fyrir því að fyrri skýringin sé því miður líklegri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Í ársskýrslunni segir að rafræn gagnavarsla nýtist vel við að upplýsa kynferðisbrotamál. „Við höfum auðvitað betri aðgang að tæknilegri upplýsigum heldur en var á árum áður. Bæði upplýsingar sem hægt er er að nálgast úr símtækjum og líka hugsanlega að við höfum fleri myndavélar sem sýna ferðir almennings,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að umferðarlagabrot hafi aukist talsvert á milli ára. Árið 2017 voru skráð umferarlagabrot 1.977 en í fyrra voru þau 2.574. Hlutfall þeirra sem aka undir áhrifum ólöglegra fíknefniefna jókst mest en 193 voru teknir fyrir fíkiefnaakstur árið 2017 en 311 manns í fyrra. Ólafur Helgi segir að mikið hafi verið lagt í umferðareftirlit hjá embættinu. „Hins vegar er því ekki að neita að þegar maður horfir á þessar tölur og sér að akstur undir áhrifum fíkniefna er orðinn mun meiri en akstur undir áhrifum áfengis þá auðvitað vekur það upp ákveðinn ótta af því að það sé afleiðing af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að tuttugu og einum hafi tekist að fara með ólöglegum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er hlutfallið hærra en það var á síðasta ári. Grindavík Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að það sé aukning í brotaflokknum. Þá kunni að vera að fólk treysti sér frekar til að kæra. Árið 2017 voru 25 kynferðisbrotamál rannsökuð hjá lögreglunnu á Suðurnesjum. Í nýbirtri árskýrslu embættissins fyrir árið 2018 kemur fram að 42 kynferðisbrotamál hafi verið tilkynnt á árinu og eru það næstum helmingi fleiri brot en árið 2017. „Skýringin kann hugsanlega að liggja í því að það sé aukning í brotaflokknum. Og hugsanlega að fólk treysti sér frekar að kæra. Ég geri ráð fyrir því að fyrri skýringin sé því miður líklegri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Í ársskýrslunni segir að rafræn gagnavarsla nýtist vel við að upplýsa kynferðisbrotamál. „Við höfum auðvitað betri aðgang að tæknilegri upplýsigum heldur en var á árum áður. Bæði upplýsingar sem hægt er er að nálgast úr símtækjum og líka hugsanlega að við höfum fleri myndavélar sem sýna ferðir almennings,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að umferðarlagabrot hafi aukist talsvert á milli ára. Árið 2017 voru skráð umferarlagabrot 1.977 en í fyrra voru þau 2.574. Hlutfall þeirra sem aka undir áhrifum ólöglegra fíknefniefna jókst mest en 193 voru teknir fyrir fíkiefnaakstur árið 2017 en 311 manns í fyrra. Ólafur Helgi segir að mikið hafi verið lagt í umferðareftirlit hjá embættinu. „Hins vegar er því ekki að neita að þegar maður horfir á þessar tölur og sér að akstur undir áhrifum fíkniefna er orðinn mun meiri en akstur undir áhrifum áfengis þá auðvitað vekur það upp ákveðinn ótta af því að það sé afleiðing af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að tuttugu og einum hafi tekist að fara með ólöglegum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er hlutfallið hærra en það var á síðasta ári.
Grindavík Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira