Laust fyrir klukkan hálf tvö í nótt varð skjálfti að stærð 3,4 við Krísuvík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið og voru þeir allir um eða undir M1,0 að stærð.
Þetta kemur fram í skeyti frá Böðvari Sveinssyni, náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Skjálftinn fannst í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.
Stór skjálfti í Krísuvík í nótt
Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
