Fjórir látnir og 100 særðir eftir að hafa orðið fyrir eldingu í Póllandi Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 22:09 Frá björgunaraðgerðum við nærri Tatra-fjöllum í Póllandi í dag. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 100 særðust þegar þeir urðu fyrir eldingum í þrumuveðri í Tatra-fjöllum Póllandi í dag. Þetta er haft eftir forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Öflugustu eldingunni laust niður í hóp fjallgöngumanna nærri toppi fjallsins Giewont í suðurhluta landsins. Einn lét lífið í Slóvakíu eftir að hafa fengið eldingu í sig í dag en BBC segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Er þetta þrumuveður sagt hafa haft lítinn aðdraganda. Glaða sólskin var víðast hvar þegar íbúar landsins vöknuðu en síðan dundu hörmungarnar yfir. „Það bjóst enginn við að þetta myndi skella svo hratt á. Þetta var eitthvað sem var ómögulegt að spá fyrir um,“ sagði Morawiecki þegar hann tjáði sig um málið á neyðarfundi vegna þessara hamfara. Toppur Giewon-fjallsins er 1.894 metra yfir sjávarmáli en þar má finna fimmtán metra háan málmkross. Talið er að eldingu hafi slegið niður í krossinn þegar hópur fjallgöngumanna var við hann. Er straumurinn úr eldingunni sagður hafa farið í gegnum keðju sem var komið upp til að tryggja förin upp á toppinn. Íbúí í bænum Zakopane, sem er nærri fjallinu Giewon, náði þessu myndbandi af þrumuveðrinu. Hefur bæjarstjóri Zakopane, Leszek Dorula, lýst yfir sorgardegi á föstudag. Tymczasem w #zakopane jakby wojna! #podhale #thunder #grzmot #pioruny #thunderstorm pic.twitter.com/IG8m9DnAdx— Maciej Kleniewski (@mkleniewski) 22 August 2019 Pólland Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 100 særðust þegar þeir urðu fyrir eldingum í þrumuveðri í Tatra-fjöllum Póllandi í dag. Þetta er haft eftir forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Öflugustu eldingunni laust niður í hóp fjallgöngumanna nærri toppi fjallsins Giewont í suðurhluta landsins. Einn lét lífið í Slóvakíu eftir að hafa fengið eldingu í sig í dag en BBC segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Er þetta þrumuveður sagt hafa haft lítinn aðdraganda. Glaða sólskin var víðast hvar þegar íbúar landsins vöknuðu en síðan dundu hörmungarnar yfir. „Það bjóst enginn við að þetta myndi skella svo hratt á. Þetta var eitthvað sem var ómögulegt að spá fyrir um,“ sagði Morawiecki þegar hann tjáði sig um málið á neyðarfundi vegna þessara hamfara. Toppur Giewon-fjallsins er 1.894 metra yfir sjávarmáli en þar má finna fimmtán metra háan málmkross. Talið er að eldingu hafi slegið niður í krossinn þegar hópur fjallgöngumanna var við hann. Er straumurinn úr eldingunni sagður hafa farið í gegnum keðju sem var komið upp til að tryggja förin upp á toppinn. Íbúí í bænum Zakopane, sem er nærri fjallinu Giewon, náði þessu myndbandi af þrumuveðrinu. Hefur bæjarstjóri Zakopane, Leszek Dorula, lýst yfir sorgardegi á föstudag. Tymczasem w #zakopane jakby wojna! #podhale #thunder #grzmot #pioruny #thunderstorm pic.twitter.com/IG8m9DnAdx— Maciej Kleniewski (@mkleniewski) 22 August 2019
Pólland Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira