„Síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2019 15:15 Chris Davies hefur tjáð sig mikið að undanförnu um makrílkvóta Íslendinga. Fréttablaðið/GVA Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. Að undanförnu hefur verið fjallað um ósætti skoskra sjómanna við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Davies hefur að undanförnu fundað með sjómannasamtökum í Bretlandi og viðrað sjónarmið þeirra í fjölmiðlum.Í viðtalið við breska fjölmiðilinn i segir Davies að hann muni funda með Framkvæmdastjórn ESB þann 4. september þar sem meðal annars verði rætt hvort grípa þurfi til refsiaðgerða gagnvart Íslandi vegna hinnar einhliða aukningar á makrílkvótanum. Davies segist þó frekar kjósa samvinnu á milli strandríkjanna þegar kemur að makrílkvótanum. „Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum skilja hvað þarf til þess að við getum unnið saman,“ sagði Davies við i. „En við munum gríða til refsiaðgerða til að verja hagsmuni okkar ef þörf er á.“ Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl.Fréttablaðið/GVA Vill ljúka málinu áður en Brexit gengur í garð Bretland hefur hingað til, sem meðlimur ESB, haft vigt Evrópusambandsins á bak við sig í samningaviðræðum. Útlit er þó fyrir að Bretland muni yfirgefa sambandið þann 31. október næstkomandi og þá verður Bretland sjálfstætt strandríki í viðræðum um makrílkvótann. Davies vill því ná samningum við strandríkin fyrir 31. október. „Þá stöndum við ein á báti og síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel. Við þurfum að koma skosku sjómönnunum til aðstoðar svo þeir geti veitt það sem er þeirra,“ sagði Davies. Sem fyrr segir eru skoskir veiðimenn ósáttir við íslensk stjórnvöld og hafa þeir látið það sjónarmið í ljós á fundum með Davies. „Sjómennirnir segja gjarnan að Íslendingar framkvæmi á meðan það eina sem við gerum sé að tala. Í þetta skipti munum við hins vegar framkvæma,“ segir Davies. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum að rekja mætti ákvörðun stjórnvalda hér á landi um að auka makrílkvótann til þess að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandiðhéldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Bretland Brexit Evrópusambandið Sjávarútvegur Utanríkismál Þorskastríðin Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. Að undanförnu hefur verið fjallað um ósætti skoskra sjómanna við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Davies hefur að undanförnu fundað með sjómannasamtökum í Bretlandi og viðrað sjónarmið þeirra í fjölmiðlum.Í viðtalið við breska fjölmiðilinn i segir Davies að hann muni funda með Framkvæmdastjórn ESB þann 4. september þar sem meðal annars verði rætt hvort grípa þurfi til refsiaðgerða gagnvart Íslandi vegna hinnar einhliða aukningar á makrílkvótanum. Davies segist þó frekar kjósa samvinnu á milli strandríkjanna þegar kemur að makrílkvótanum. „Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum skilja hvað þarf til þess að við getum unnið saman,“ sagði Davies við i. „En við munum gríða til refsiaðgerða til að verja hagsmuni okkar ef þörf er á.“ Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl.Fréttablaðið/GVA Vill ljúka málinu áður en Brexit gengur í garð Bretland hefur hingað til, sem meðlimur ESB, haft vigt Evrópusambandsins á bak við sig í samningaviðræðum. Útlit er þó fyrir að Bretland muni yfirgefa sambandið þann 31. október næstkomandi og þá verður Bretland sjálfstætt strandríki í viðræðum um makrílkvótann. Davies vill því ná samningum við strandríkin fyrir 31. október. „Þá stöndum við ein á báti og síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel. Við þurfum að koma skosku sjómönnunum til aðstoðar svo þeir geti veitt það sem er þeirra,“ sagði Davies. Sem fyrr segir eru skoskir veiðimenn ósáttir við íslensk stjórnvöld og hafa þeir látið það sjónarmið í ljós á fundum með Davies. „Sjómennirnir segja gjarnan að Íslendingar framkvæmi á meðan það eina sem við gerum sé að tala. Í þetta skipti munum við hins vegar framkvæma,“ segir Davies. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum að rekja mætti ákvörðun stjórnvalda hér á landi um að auka makrílkvótann til þess að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandiðhéldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína.
Bretland Brexit Evrópusambandið Sjávarútvegur Utanríkismál Þorskastríðin Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19
Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00