„Síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2019 15:15 Chris Davies hefur tjáð sig mikið að undanförnu um makrílkvóta Íslendinga. Fréttablaðið/GVA Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. Að undanförnu hefur verið fjallað um ósætti skoskra sjómanna við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Davies hefur að undanförnu fundað með sjómannasamtökum í Bretlandi og viðrað sjónarmið þeirra í fjölmiðlum.Í viðtalið við breska fjölmiðilinn i segir Davies að hann muni funda með Framkvæmdastjórn ESB þann 4. september þar sem meðal annars verði rætt hvort grípa þurfi til refsiaðgerða gagnvart Íslandi vegna hinnar einhliða aukningar á makrílkvótanum. Davies segist þó frekar kjósa samvinnu á milli strandríkjanna þegar kemur að makrílkvótanum. „Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum skilja hvað þarf til þess að við getum unnið saman,“ sagði Davies við i. „En við munum gríða til refsiaðgerða til að verja hagsmuni okkar ef þörf er á.“ Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl.Fréttablaðið/GVA Vill ljúka málinu áður en Brexit gengur í garð Bretland hefur hingað til, sem meðlimur ESB, haft vigt Evrópusambandsins á bak við sig í samningaviðræðum. Útlit er þó fyrir að Bretland muni yfirgefa sambandið þann 31. október næstkomandi og þá verður Bretland sjálfstætt strandríki í viðræðum um makrílkvótann. Davies vill því ná samningum við strandríkin fyrir 31. október. „Þá stöndum við ein á báti og síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel. Við þurfum að koma skosku sjómönnunum til aðstoðar svo þeir geti veitt það sem er þeirra,“ sagði Davies. Sem fyrr segir eru skoskir veiðimenn ósáttir við íslensk stjórnvöld og hafa þeir látið það sjónarmið í ljós á fundum með Davies. „Sjómennirnir segja gjarnan að Íslendingar framkvæmi á meðan það eina sem við gerum sé að tala. Í þetta skipti munum við hins vegar framkvæma,“ segir Davies. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum að rekja mætti ákvörðun stjórnvalda hér á landi um að auka makrílkvótann til þess að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandiðhéldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Bretland Brexit Evrópusambandið Sjávarútvegur Utanríkismál Þorskastríðin Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. Að undanförnu hefur verið fjallað um ósætti skoskra sjómanna við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Davies hefur að undanförnu fundað með sjómannasamtökum í Bretlandi og viðrað sjónarmið þeirra í fjölmiðlum.Í viðtalið við breska fjölmiðilinn i segir Davies að hann muni funda með Framkvæmdastjórn ESB þann 4. september þar sem meðal annars verði rætt hvort grípa þurfi til refsiaðgerða gagnvart Íslandi vegna hinnar einhliða aukningar á makrílkvótanum. Davies segist þó frekar kjósa samvinnu á milli strandríkjanna þegar kemur að makrílkvótanum. „Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum skilja hvað þarf til þess að við getum unnið saman,“ sagði Davies við i. „En við munum gríða til refsiaðgerða til að verja hagsmuni okkar ef þörf er á.“ Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl.Fréttablaðið/GVA Vill ljúka málinu áður en Brexit gengur í garð Bretland hefur hingað til, sem meðlimur ESB, haft vigt Evrópusambandsins á bak við sig í samningaviðræðum. Útlit er þó fyrir að Bretland muni yfirgefa sambandið þann 31. október næstkomandi og þá verður Bretland sjálfstætt strandríki í viðræðum um makrílkvótann. Davies vill því ná samningum við strandríkin fyrir 31. október. „Þá stöndum við ein á báti og síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel. Við þurfum að koma skosku sjómönnunum til aðstoðar svo þeir geti veitt það sem er þeirra,“ sagði Davies. Sem fyrr segir eru skoskir veiðimenn ósáttir við íslensk stjórnvöld og hafa þeir látið það sjónarmið í ljós á fundum með Davies. „Sjómennirnir segja gjarnan að Íslendingar framkvæmi á meðan það eina sem við gerum sé að tala. Í þetta skipti munum við hins vegar framkvæma,“ segir Davies. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum að rekja mætti ákvörðun stjórnvalda hér á landi um að auka makrílkvótann til þess að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandiðhéldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína.
Bretland Brexit Evrópusambandið Sjávarútvegur Utanríkismál Þorskastríðin Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19
Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00