Örfoka land ekki fest í sessi með þjóðgarði Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2019 06:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur staðið í ströngu síðan hann tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Nýr þjóðgarður á hálendi Íslands mun ekki festa í sessi örfoka land og hægt verður að græða upp land innan þjóðgarðsins. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og telur mikilvægt að endurheimta gróðurþekju sem eitt af verkefnum Íslands í baráttu gegn hlýnun jarðar. Hann segir það mikilvægt að hálendisþjóðgarður stöðvi ekki uppgræðslu og endurheimt gróðurs á hálendinu. „Eitt af tækifærunum við Miðhálendisþjóðgarð er einmitt að auka möguleikana á að endurheimta gróður og jarðveg. Slíka endurheimt má til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði í dag. Miðhálendisþjóðgarður er síður en svo ávísun á örfoka land eða ávísun á það að uppgræðslu innan hans yrði hætt eða komið í veg fyrir að ráðist yrði í þannig verkefni. Æskilegt er að endurheimt landgæða geti átt sér stað á svæðinu, meðal annars sem liður í átaki í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu sinni síðastliðinn mánudag að Landgræðslan og Skógræktin væru uggandi yfir því að mögulegur þjóðgarður gæti komið í veg fyrir uppgræðslu á hálendinu. Stofnanirnar hafa báðar sent inn umsögn vegna málsins og bent á þennan vankant. Það ber þó ekki að túlka sem svo að þær séu á móti stofnun þjóðgarðs. Aðeins að hægt verði að endurheimta þann gróður sem tapast hefur vegna sauðfjárbeitar þar síðustu árhundruð. Sauðfjárbeit eða veiðar verða ekki bannaðar innan þjóðgarðsins. Bændur, sem nýtt hafa hálendi landsins til upprekstrar munu því ekki þurfa að óttast það að tapa afréttum og almenningum sem þeir hafa nýtt í aldir. Að mati Guðmundar Inga er mikilvægt að nýting innan þjóðgarðsins verði sjálfbær. „Það er mikilvægt að nytjar innan marka þjóðgarðsins verði sjálfbærar og nefndin sem vinnur að tillögum um þjóðgarðinn hefur lagt áherslu á að hefðbundnar sjálfbærar nytjar verði áfram leyfðar, svo sem veiðar og beit. Með tilkomu nýrra landgræðslulaga frá því í fyrra þarf síðan að setja viðmið um sjálfbæra landnýtingu.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30 Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Nýr þjóðgarður á hálendi Íslands mun ekki festa í sessi örfoka land og hægt verður að græða upp land innan þjóðgarðsins. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og telur mikilvægt að endurheimta gróðurþekju sem eitt af verkefnum Íslands í baráttu gegn hlýnun jarðar. Hann segir það mikilvægt að hálendisþjóðgarður stöðvi ekki uppgræðslu og endurheimt gróðurs á hálendinu. „Eitt af tækifærunum við Miðhálendisþjóðgarð er einmitt að auka möguleikana á að endurheimta gróður og jarðveg. Slíka endurheimt má til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði í dag. Miðhálendisþjóðgarður er síður en svo ávísun á örfoka land eða ávísun á það að uppgræðslu innan hans yrði hætt eða komið í veg fyrir að ráðist yrði í þannig verkefni. Æskilegt er að endurheimt landgæða geti átt sér stað á svæðinu, meðal annars sem liður í átaki í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu sinni síðastliðinn mánudag að Landgræðslan og Skógræktin væru uggandi yfir því að mögulegur þjóðgarður gæti komið í veg fyrir uppgræðslu á hálendinu. Stofnanirnar hafa báðar sent inn umsögn vegna málsins og bent á þennan vankant. Það ber þó ekki að túlka sem svo að þær séu á móti stofnun þjóðgarðs. Aðeins að hægt verði að endurheimta þann gróður sem tapast hefur vegna sauðfjárbeitar þar síðustu árhundruð. Sauðfjárbeit eða veiðar verða ekki bannaðar innan þjóðgarðsins. Bændur, sem nýtt hafa hálendi landsins til upprekstrar munu því ekki þurfa að óttast það að tapa afréttum og almenningum sem þeir hafa nýtt í aldir. Að mati Guðmundar Inga er mikilvægt að nýting innan þjóðgarðsins verði sjálfbær. „Það er mikilvægt að nytjar innan marka þjóðgarðsins verði sjálfbærar og nefndin sem vinnur að tillögum um þjóðgarðinn hefur lagt áherslu á að hefðbundnar sjálfbærar nytjar verði áfram leyfðar, svo sem veiðar og beit. Með tilkomu nýrra landgræðslulaga frá því í fyrra þarf síðan að setja viðmið um sjálfbæra landnýtingu.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30 Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16