Conor hefur ítrekað lent í vandræðum utan vallar síðustu mánuði. Árásin á rútuna í New York stendur þar upp úr.
Á dögunum fór svo í umferð myndband af Conor þar sem hann slær eldri mann á bar því sá vildi ekki smakka viskíið hans sem heitir Proper Twelve.
Írskur bareigandi í Flórída, sem áður var mikill aðdáandi Conors, hefur fengið nóg og tók sig til og hellti öllu viskíinu hans Conors í klósettið. Hann mun ekki selja það aftur.
Sá hvetur aðra landa sína til þess að gera slíkt hið sama. Hér að neðan má sjá myndband af gjörningnum.
Due to the recent cowardly and appalling behavior of the so-called Irish #MMA fighter #ConorMcGregor, the Salty Shamrock Irish Pub will no longer carry his product nor associate its business with his name. We will discard his whiskey I challenge every Irish bar owner to do same pic.twitter.com/xVeJXQqzBg
— IrelandsUnderworld®️ (@Ireunderworld) August 17, 2019