McAfee hvarf af sjónarsviðinu í sumar eftir að hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann ásamt öðrum á ferð í snekkju og fundust þar um borð skotvopn, skotfæri og „hergögn“. Eftir að honum var sleppt sagði McAfee á Twitter að hann ætlaði sér að fara huldu höfði um tíma og sagðist hann vera í Litháen.
Nú á dögunum kom þó í ljós að McAfee hafi þurft að flytja á nýjan leik og sagði hann á Twitter að það væri vegna þess komið hafi verið upp um felustað hans og eiginkonu hans, eins og sagt var frá á vef Mbl í gærkvöldi.
.@theemrsmcafee and I have moved. We moved because some a*hole publicly outed our location. Janice and I have settled in to a new safe house in a new country. Weather still sucks but at least our Comm room is fully mobile and will arrive soon. We will miss Gregor's.
— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019
We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH
— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019