Óskar eftir því að Katrín og Guðlaugur komi fyrir nefndina sem fyrst: „Vont að upplifa að við vorum ekki tilbúin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2019 17:25 Þorgerður Katrín hefur óskað eftir upplýsingum um stöðuna í öryggis- og varnarmálum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, ætlar að óska eftir því að bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, komi fyrir nefndina sem allra fyrst til að varpa ljósi á stöðu mála eftir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Tónarnir í varnarmálum af hálfu Íslands séu afar óræðir. Heimsóknin hefði í raun vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Það væri um nóg að ræða á fundi utanríkismálanefndar og reyndar líka á Alþingi Íslendinga. Hún óskaði eftir nánari upplýsingum í aðdraganda heimsóknar Pence og ítrekaði þá ósk sína aftur í dag. Þorgerður segir að svo virtist sem íslenskir ráðamenn hefðu komið óundirbúnir til fundarins með Pence. „Það er bara eins og að hafi verið þrír mjög mismunandi aðilar sem sóttu fundinn. Það lá alveg ljóst fyrir að áhersla Pence í þessari heimsókn væri á varnarmál og það var vont að upplifa það að við vorum ekki tilbúin. Við vorum ekki tilbúin með okkar forgangsröðun, okkar áherslur þegar kemur að varnarmálum. Það hefur orðið gjörbreyting á þróuninni með þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og þá þurfum við einfaldlega að endurskoða okkar mál og fara yfir þau. Við verðum sérstaklega að reyna að eyða þessu ójafnvægi sem verið hefur á síðustu misserum í samskiptum okkar, Norðurlandanna og Bandaríkjanna,“ segir Þorgerður Katrín og vísar þannig meðal annars í Grænlandsáhuga Trumps. Henni hugnast ekki sú nálgun að um viðskipti sé rætt í sömu andrá og hernaðarbrölt. Þessum tveimur þáttum megi aldrei blanda saman því þá gæti skapast hætta á að sterkari aðilinn geti hreinlega keypt sér aðgang að landinu. Þorgerður Katrín gagnrýnir hvernig ríkisstjórnin hélt á spilunum og lýsir heimsókninni og aðdraganda hennar sem „fum og fát“ þar sem íslenskir ráðamenn hefðu nálgast málið út frá flokkspólitískum hagsmunum og óróleika í baklandi, sem væri miður. Þorgerður Katrín hefði viljað að forsætisráðherra hefði verið ákveðnari við Pence. „Ég hefði viljað sjá Katrínu stíga fastar til jarðar. Koma með okkar áherslur núna þegar þetta ójafnvægi er við Bandaríkin í gegnum loftslagsmálin, það þýðir ekki að nefna bara loftslagsmálin heldur segja að þau séu órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins,“ segir Þorgerður og bætir við að stefna Trump-stjórnarinnar í loftslagsmálum sé ógn við okkur, Norðurslóðir og Norðurlöndin. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Varnarmál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, ætlar að óska eftir því að bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, komi fyrir nefndina sem allra fyrst til að varpa ljósi á stöðu mála eftir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Tónarnir í varnarmálum af hálfu Íslands séu afar óræðir. Heimsóknin hefði í raun vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Það væri um nóg að ræða á fundi utanríkismálanefndar og reyndar líka á Alþingi Íslendinga. Hún óskaði eftir nánari upplýsingum í aðdraganda heimsóknar Pence og ítrekaði þá ósk sína aftur í dag. Þorgerður segir að svo virtist sem íslenskir ráðamenn hefðu komið óundirbúnir til fundarins með Pence. „Það er bara eins og að hafi verið þrír mjög mismunandi aðilar sem sóttu fundinn. Það lá alveg ljóst fyrir að áhersla Pence í þessari heimsókn væri á varnarmál og það var vont að upplifa það að við vorum ekki tilbúin. Við vorum ekki tilbúin með okkar forgangsröðun, okkar áherslur þegar kemur að varnarmálum. Það hefur orðið gjörbreyting á þróuninni með þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og þá þurfum við einfaldlega að endurskoða okkar mál og fara yfir þau. Við verðum sérstaklega að reyna að eyða þessu ójafnvægi sem verið hefur á síðustu misserum í samskiptum okkar, Norðurlandanna og Bandaríkjanna,“ segir Þorgerður Katrín og vísar þannig meðal annars í Grænlandsáhuga Trumps. Henni hugnast ekki sú nálgun að um viðskipti sé rætt í sömu andrá og hernaðarbrölt. Þessum tveimur þáttum megi aldrei blanda saman því þá gæti skapast hætta á að sterkari aðilinn geti hreinlega keypt sér aðgang að landinu. Þorgerður Katrín gagnrýnir hvernig ríkisstjórnin hélt á spilunum og lýsir heimsókninni og aðdraganda hennar sem „fum og fát“ þar sem íslenskir ráðamenn hefðu nálgast málið út frá flokkspólitískum hagsmunum og óróleika í baklandi, sem væri miður. Þorgerður Katrín hefði viljað að forsætisráðherra hefði verið ákveðnari við Pence. „Ég hefði viljað sjá Katrínu stíga fastar til jarðar. Koma með okkar áherslur núna þegar þetta ójafnvægi er við Bandaríkin í gegnum loftslagsmálin, það þýðir ekki að nefna bara loftslagsmálin heldur segja að þau séu órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins,“ segir Þorgerður og bætir við að stefna Trump-stjórnarinnar í loftslagsmálum sé ógn við okkur, Norðurslóðir og Norðurlöndin.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Varnarmál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07
Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58