Framhaldslíf hins sögufræga Sunnutorgs í uppnámi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 10:30 Svona var umhorfs við Sunnutorg í byrjun vikunnar. Leigutaki segir að sem betur fer hafi uppgötvast nær strax í ferlinu hversu illa húsið er í raun farið. Vísir/vilhelm Enduruppbygging við hið sögufræga Sigvaldahús Sunnutorg á Langholtsvegi er í uppnámi eftir að í ljós kom að húsið er töluvert verr farið en talið var í fyrstu. Borgarráð veitti á fundi sínum í síðustu viku heimild til að segja upp leigusamningi við núverandi leigutaka og efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina, með nýjum skilmálum. Veitingamaður sem hugðist opna jamaískan kjúklingastað á Sunnutorgi segir drauminn þó ekki úti enn.Sjá einnig: Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Sunnutorg var reist árið 1959 við Langholtsveg 70. Sigvaldi Thordarson arkítekt teiknaði húsið sem er eitt helsta kennileiti Langholtshverfis. Þar var starfrækt sjoppa um árabil en húsið hefur staðið autt síðustu ár og drabbast töluvert niður.Forsendur leigusamningsins brostnar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum að starfsemi við Sunnutorg í september árið 2017. Í apríl árið 2018 var gengið frá leigusamningi við Los Pollos ehf., félag Helga S. Helgasonar, tónlistar- og veitingamanns, um opnun veitinga- og kaffihúss í húsnæðinu. Þá var lagt upp með að lagfæra húsið og vernda upprunalegt útlit þess. Ragnar Kjartansson listamaður hugðist hanna staðinn. Í bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, sem tekið var fyrir á borgarráðsfundi í síðustu viku, kemur fram að leiga var ákveðin 120 þúsund krónur á mánuði í apríl í fyrra. Í mars síðastliðnum samþykkti borgarráð á fundi sínum að fella niður leigugreiðslur frá 1. maí 2018 til 31. desember 2019 þar sem fyrirhugaðar endurbætur voru áætlaðar umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Nú er hins vegar ljóst að húsnæðið er í mun verra ástandi en áður var talið og forsendur leigusamningsins brostnar.Helgi Svavar Helgason, trommari í hljómsveitinni Hjálmum og veitingamaður.„[…] og því nauðsynlegt að hefja ferlið að nýju, m.a. til að gæta að innkaupareglum Reykjavíkurborgar og lögum um opinber innkaup. Þá er ljóst að núverandi leigutaki hefur lagt í kostnað, m.a. vegna hönnunar, og er því óskað eftir heimild borgarráðs til að semja við félagið um lok leigusamningsins og uppgjör vegna hans,“ segir í bréfinu. Beiðnin var samþykkt á fundi borgarráðs og verður því skipuð dómnefnd að nýju sem fara mun yfir þær hugmyndir sem berast. Jafnframt er gert ráð fyrir því að væntanlegur leigutaki „endurbyggi húsnæðið í sem næst upprunalegu útliti“. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er kostnaður borgarinnar vegna verkefnisins hingað til óverulegur, aðallega sé um að ræða auglýsingakostnað í fjölmiðlum. Þá á eftir að semja um uppgjör við leigutaka, aðeins hefur verið gefin heimild til að hefja viðræður, og liggur heildarkostnaður við verkefnið því ekki fyrir.Kom í ljós á öðrum degi að húsið var ónýtt Helgi Svavar Helgason, trommari í Hjálmum og veitingamaður sem hugði á endurreisn Sunnutorgs, segir í samtali við Vísi að sem betur fer hafi strax komið í ljós að húsið var mun verr farið en áður var talið, og í raun ónýtt. Fjárhagslegt tjón hans verði því óverulegt. „Við vorum búnir að láta teikna og hanna og ná þessu í gegnum Heilbrigðiseftirlitið, sem var svolítið flókið af því að þetta er svo lítið húsnæði. Þetta þýðir að við fáum greiddan aftur þennan hönnunarkostnað og þá vinnu sem við lögðum í þetta,“ segir Helgi. „Þegar framkvæmdir hófust og farið var að skipta um skrár, húsnæðið girt af og byrjað að rífa, þá kemur þetta í ljós á öðrum degi, að burðarvirkið er svona fúið og myglað. Það var því ekki hægt að bjarga því heldur þurfti að rífa það og um leið og það varð klárt varð þessi óvissa. Mér skilst að þetta sé líka eitthvað lóðamál, því það er eitt sem gildir þegar á að gera upp og annað þegar þarf að byggja nýtt hús. Hluti af umsókn okkar er því orðinn úreltur því það þarf að endurbyggja algjörlega.“Sigvaldi Thordarson arkítekt teiknaði Sunnutorg. Húsið er hannað líkt og stórt strætisvagnaskýli. Biðstöð strætisvagna var staðsett við húsið og þar áttu farþegar afdrep.Mynd/ReykjavíkurborgGera ráð fyrir að sækja um aftur Helgi segir að nú muni hann setjast niður með hópnum sem stendur að hugmyndinni og fara yfir næstu skref. Ljóst sé að nýir skilmálar um uppbyggingu við Sunnutorg hafi í för með sér mun meiri kostnað en upphafleg fjárhagsáætlun hópsins gerði ráð fyrir. Hópurinn sé þó alls ekki búinn að gefast upp. „En okkur langar að halda áfram þannig að við munum eflaust sækja um aftur. En þetta verður bara að fara svona. Það eina sem við vildum var að þetta færi rétt fram,“ segir Helgi. „Auðvitað finnst manni eins og borgin hefði átt að taka húsið sjálf og laga það og hreinlega leigja það út fyrir rekstur, en ég þekki ekki alveg það regluverk sem þeir vinna í.“ Alltaf hægt að leita annað Eins og áður segir lögðu Helgi og félagar upp með að opna kjúklingastað með jamaísku ívafi við Sunnutorg og bjóða þar upp á svokallaðan „jerk chicken“. Í vor hófst hönnunarvinna við vörumerki og umbúðir og þá hefur einnig verið haft samband við birgja. Þá hafði einnig fengist leyfi fyrir litlu útisviði á torginu, þar sem bjóða átti upp á lifandi tónlist, og þess á milli var hugmyndin að halda úti einföldu kaffihúsi. „Það er erfitt að kæfa þessar hugmyndir,“ segir Helgi. Öll von sé alls ekki úti enn. „Maður er náttúrulega búinn að ganga með þetta í maganum í fjögur eða fimm ár. Maður bara vonar það besta og við reynum áfram. En svo getum við alltaf farið eitthvert annað en pælingin hófst auðvitað á því að bjarga þessu fallega húsi. Það var í rauninni hvatinn að þessu öllu.“ Matur Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Enduruppbygging við hið sögufræga Sigvaldahús Sunnutorg á Langholtsvegi er í uppnámi eftir að í ljós kom að húsið er töluvert verr farið en talið var í fyrstu. Borgarráð veitti á fundi sínum í síðustu viku heimild til að segja upp leigusamningi við núverandi leigutaka og efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina, með nýjum skilmálum. Veitingamaður sem hugðist opna jamaískan kjúklingastað á Sunnutorgi segir drauminn þó ekki úti enn.Sjá einnig: Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Sunnutorg var reist árið 1959 við Langholtsveg 70. Sigvaldi Thordarson arkítekt teiknaði húsið sem er eitt helsta kennileiti Langholtshverfis. Þar var starfrækt sjoppa um árabil en húsið hefur staðið autt síðustu ár og drabbast töluvert niður.Forsendur leigusamningsins brostnar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum að starfsemi við Sunnutorg í september árið 2017. Í apríl árið 2018 var gengið frá leigusamningi við Los Pollos ehf., félag Helga S. Helgasonar, tónlistar- og veitingamanns, um opnun veitinga- og kaffihúss í húsnæðinu. Þá var lagt upp með að lagfæra húsið og vernda upprunalegt útlit þess. Ragnar Kjartansson listamaður hugðist hanna staðinn. Í bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, sem tekið var fyrir á borgarráðsfundi í síðustu viku, kemur fram að leiga var ákveðin 120 þúsund krónur á mánuði í apríl í fyrra. Í mars síðastliðnum samþykkti borgarráð á fundi sínum að fella niður leigugreiðslur frá 1. maí 2018 til 31. desember 2019 þar sem fyrirhugaðar endurbætur voru áætlaðar umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Nú er hins vegar ljóst að húsnæðið er í mun verra ástandi en áður var talið og forsendur leigusamningsins brostnar.Helgi Svavar Helgason, trommari í hljómsveitinni Hjálmum og veitingamaður.„[…] og því nauðsynlegt að hefja ferlið að nýju, m.a. til að gæta að innkaupareglum Reykjavíkurborgar og lögum um opinber innkaup. Þá er ljóst að núverandi leigutaki hefur lagt í kostnað, m.a. vegna hönnunar, og er því óskað eftir heimild borgarráðs til að semja við félagið um lok leigusamningsins og uppgjör vegna hans,“ segir í bréfinu. Beiðnin var samþykkt á fundi borgarráðs og verður því skipuð dómnefnd að nýju sem fara mun yfir þær hugmyndir sem berast. Jafnframt er gert ráð fyrir því að væntanlegur leigutaki „endurbyggi húsnæðið í sem næst upprunalegu útliti“. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er kostnaður borgarinnar vegna verkefnisins hingað til óverulegur, aðallega sé um að ræða auglýsingakostnað í fjölmiðlum. Þá á eftir að semja um uppgjör við leigutaka, aðeins hefur verið gefin heimild til að hefja viðræður, og liggur heildarkostnaður við verkefnið því ekki fyrir.Kom í ljós á öðrum degi að húsið var ónýtt Helgi Svavar Helgason, trommari í Hjálmum og veitingamaður sem hugði á endurreisn Sunnutorgs, segir í samtali við Vísi að sem betur fer hafi strax komið í ljós að húsið var mun verr farið en áður var talið, og í raun ónýtt. Fjárhagslegt tjón hans verði því óverulegt. „Við vorum búnir að láta teikna og hanna og ná þessu í gegnum Heilbrigðiseftirlitið, sem var svolítið flókið af því að þetta er svo lítið húsnæði. Þetta þýðir að við fáum greiddan aftur þennan hönnunarkostnað og þá vinnu sem við lögðum í þetta,“ segir Helgi. „Þegar framkvæmdir hófust og farið var að skipta um skrár, húsnæðið girt af og byrjað að rífa, þá kemur þetta í ljós á öðrum degi, að burðarvirkið er svona fúið og myglað. Það var því ekki hægt að bjarga því heldur þurfti að rífa það og um leið og það varð klárt varð þessi óvissa. Mér skilst að þetta sé líka eitthvað lóðamál, því það er eitt sem gildir þegar á að gera upp og annað þegar þarf að byggja nýtt hús. Hluti af umsókn okkar er því orðinn úreltur því það þarf að endurbyggja algjörlega.“Sigvaldi Thordarson arkítekt teiknaði Sunnutorg. Húsið er hannað líkt og stórt strætisvagnaskýli. Biðstöð strætisvagna var staðsett við húsið og þar áttu farþegar afdrep.Mynd/ReykjavíkurborgGera ráð fyrir að sækja um aftur Helgi segir að nú muni hann setjast niður með hópnum sem stendur að hugmyndinni og fara yfir næstu skref. Ljóst sé að nýir skilmálar um uppbyggingu við Sunnutorg hafi í för með sér mun meiri kostnað en upphafleg fjárhagsáætlun hópsins gerði ráð fyrir. Hópurinn sé þó alls ekki búinn að gefast upp. „En okkur langar að halda áfram þannig að við munum eflaust sækja um aftur. En þetta verður bara að fara svona. Það eina sem við vildum var að þetta færi rétt fram,“ segir Helgi. „Auðvitað finnst manni eins og borgin hefði átt að taka húsið sjálf og laga það og hreinlega leigja það út fyrir rekstur, en ég þekki ekki alveg það regluverk sem þeir vinna í.“ Alltaf hægt að leita annað Eins og áður segir lögðu Helgi og félagar upp með að opna kjúklingastað með jamaísku ívafi við Sunnutorg og bjóða þar upp á svokallaðan „jerk chicken“. Í vor hófst hönnunarvinna við vörumerki og umbúðir og þá hefur einnig verið haft samband við birgja. Þá hafði einnig fengist leyfi fyrir litlu útisviði á torginu, þar sem bjóða átti upp á lifandi tónlist, og þess á milli var hugmyndin að halda úti einföldu kaffihúsi. „Það er erfitt að kæfa þessar hugmyndir,“ segir Helgi. Öll von sé alls ekki úti enn. „Maður er náttúrulega búinn að ganga með þetta í maganum í fjögur eða fimm ár. Maður bara vonar það besta og við reynum áfram. En svo getum við alltaf farið eitthvert annað en pælingin hófst auðvitað á því að bjarga þessu fallega húsi. Það var í rauninni hvatinn að þessu öllu.“
Matur Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50