Fórust hér 600 hreindýrakálfar... Framhald Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. september 2019 14:00 Föstudaginn 6. september birti ég grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: „Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur?“. Greinin var mikið lesin, alla helgina, og fékk hún yfir 800 læk. Er þetta mikið gleðiefni, ekki sérstaklega fyrir undirritaðan, heldur fyrir málstaðinn; fyrir dýravernd og -velferð í landinu. Greinilega kom fram, að hér er fjöldinn allur af góðu fólki, sem skilur, að dýrin eru skyni gæddar verur, sem hafa tilfinningar og þarfir, eins og við, og verða að njóta réttinda og verndar, eins og við. Margir veiðimenn og aðrir - kannske hagsmunaaðilar - komu þó með athugasemdir og reyndu að gera lítið úr efni greinarinnar og gera tölur, útreikninga og framsetningu tortryggilegar. Ég vil, í þessu framhaldi, taka á því helzta af þessu: Áki Ármann Jónsson, sem um langt árabil var veiðistjóri hjá Umhverfisstofnun, þar sem hann átti að gæta hagsmuna og velferðar dýranna, en sneri svo við blaðinu og gerðist formaður Skotvíss, félags veiðimanna, sagði m.a. þetta: „Engin gögn, og ég ítreka ENGIN GÖGN benda til þess að veiðar á hreindýrakúm í upphafi veiðitíma hafi neikvæð áhrif á lifun kálfa“. Sjálfur hef ég komizt yfir ýmis slík gögn - rannsóknir og niðurstöður - sem sýna og staðfesta, að dráp móður hefur veruleg áhrif á afkomumöguleika kálfa yfir vetur, auk þess, sem almenn skynsemi segir okkur það auðvitað líka: „Kálfur sem missir móður sína hefur minni lífslíkur að vetri þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjenneberg and Slagsvold (1968)). „Niðurstaðan var að munaðarleysingjar þrauki síður af í hörðum vetrum“ (Holand o.fl. (2012)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var að færri móðurlausir kálfar lifðu af, en þeir, sem móður áttu“ (Joly (2000)). „Það liggur fyrir að móðurlausir kálfar meðal hjarðdýra lenda neðst í goggunarröðinni“ (Giovengo and Waring (1991)). „Munaðarleysingjum sem eru lægstir í goggunarröðinni er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al.(1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis umfram mjólkurgjöf felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). Allar þessar tilvitnanir sýna - það sem öllum má þó líka vera augljóst, sem eitthvað þekkja til spendýra -, að móðurmjólk, -umönnun og -leiðsögn við fæðuleit skiptir ungviðið afgerandi máli, og, að þeim mun lengur, sem kálfur nýtur móður sinnar, þeim mun betur stendur hann að vígi í lífsbaráttunni. Óskar nokkur Andri segir m.a. þetta: „Enn og aftur er Ole Anton og Jarðarvinir að skálda og fara frjálslega með staðreyndir“. Þessu til staðfestingar segir hann svo: „Ég er ágætlega lesinn og hef áhuga á málefnum er varða hreindýr. Vetrarstofn hreindýra er nú 5.500 dýr. Eftir að kálfar fæðast í maí telur stofninn um 7.000 dýr. Þetta þýðir að nýliðun er um 1.500 en ekki 2.800 eins og bullað er um í grein Antons“. Svar mitt við þessari gagnrýni var og er: Það er rétt hjá Óskari Andra, að vetrarstofninn er um 5.500 dýr, og það er líka rétt, að júní stofninn, eftir að kálfar eru fæddir, er um 7.000. Það er, hins vegar, rangt hjá Óskari Andra, að þetta þýði, að aðeins 1.500 kálfar hafi fæðst að vori, því um veturinn fórust um 600 kálfar, auk gamalla og veikra dýra, 400-500 dýr. Kálfar, sem fæðast að vori eru því 2.500 eða fleiri, og kálfar, sem farast, miðað við 21% dánartíðni Náttúrustofu Austurlands, 500-600. Menn verða að hugsa málin vel og reikna vel, áður en þeir tala um bull annarra. Stefán Brandur Jónsson talar um, að hreindýr séu innflutt tegund, sem ekki er hluti af íslenzkum dýrastofni, og, eigi þá, væntanlega, minni tilverurétt hér en önnur dýr. Það rétta í þessu máli er, að öll spendýr á Íslandi, líka kýr, hestar og kindur, eru innflutt; eini frumbyggi landsins er pólarrefurinn, sem kom hingað yfir á ísöld. Að lokum þetta: Í millitíðinni gerðist það, að Fagráð um velferð dýra tók undir sjónarmið og áskorun okkar í Jarðavinum um það, að hreindýrakýr yrðu ekki skotnar frá kálfum sínum fyrr en þeir væru minnst orðnir 3ja mánaða gamlir, nema, að sannað yrði, að dráp mæðranna fyrr ylli kálfum ekki tjóni. Meintur efi um þetta mál, hefur verið túlkaður veiðimönnum og þeirra veiðiþægindum í vil. Nú stendur Fagráðið með okkur í því, að þessi meinti efi, verði túlkaður kálfunum í vil. Er það gott mál og gleðilegt fyrir blessuð dýrin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Tengdar fréttir Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur? Samkvæmt gagni með yfirskriftinni "Vetrarafkoma íslenskra hreindýrakálfa“, sem Náttúrustofa Austurlands (NA) sendi umhverfisráðherra 17. júlí sl., var meðaldánartíðni hreindýrakálfa, veturinn 2018-2019, 21%. 6. september 2019 10:00 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Föstudaginn 6. september birti ég grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: „Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur?“. Greinin var mikið lesin, alla helgina, og fékk hún yfir 800 læk. Er þetta mikið gleðiefni, ekki sérstaklega fyrir undirritaðan, heldur fyrir málstaðinn; fyrir dýravernd og -velferð í landinu. Greinilega kom fram, að hér er fjöldinn allur af góðu fólki, sem skilur, að dýrin eru skyni gæddar verur, sem hafa tilfinningar og þarfir, eins og við, og verða að njóta réttinda og verndar, eins og við. Margir veiðimenn og aðrir - kannske hagsmunaaðilar - komu þó með athugasemdir og reyndu að gera lítið úr efni greinarinnar og gera tölur, útreikninga og framsetningu tortryggilegar. Ég vil, í þessu framhaldi, taka á því helzta af þessu: Áki Ármann Jónsson, sem um langt árabil var veiðistjóri hjá Umhverfisstofnun, þar sem hann átti að gæta hagsmuna og velferðar dýranna, en sneri svo við blaðinu og gerðist formaður Skotvíss, félags veiðimanna, sagði m.a. þetta: „Engin gögn, og ég ítreka ENGIN GÖGN benda til þess að veiðar á hreindýrakúm í upphafi veiðitíma hafi neikvæð áhrif á lifun kálfa“. Sjálfur hef ég komizt yfir ýmis slík gögn - rannsóknir og niðurstöður - sem sýna og staðfesta, að dráp móður hefur veruleg áhrif á afkomumöguleika kálfa yfir vetur, auk þess, sem almenn skynsemi segir okkur það auðvitað líka: „Kálfur sem missir móður sína hefur minni lífslíkur að vetri þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjenneberg and Slagsvold (1968)). „Niðurstaðan var að munaðarleysingjar þrauki síður af í hörðum vetrum“ (Holand o.fl. (2012)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var að færri móðurlausir kálfar lifðu af, en þeir, sem móður áttu“ (Joly (2000)). „Það liggur fyrir að móðurlausir kálfar meðal hjarðdýra lenda neðst í goggunarröðinni“ (Giovengo and Waring (1991)). „Munaðarleysingjum sem eru lægstir í goggunarröðinni er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al.(1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis umfram mjólkurgjöf felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). Allar þessar tilvitnanir sýna - það sem öllum má þó líka vera augljóst, sem eitthvað þekkja til spendýra -, að móðurmjólk, -umönnun og -leiðsögn við fæðuleit skiptir ungviðið afgerandi máli, og, að þeim mun lengur, sem kálfur nýtur móður sinnar, þeim mun betur stendur hann að vígi í lífsbaráttunni. Óskar nokkur Andri segir m.a. þetta: „Enn og aftur er Ole Anton og Jarðarvinir að skálda og fara frjálslega með staðreyndir“. Þessu til staðfestingar segir hann svo: „Ég er ágætlega lesinn og hef áhuga á málefnum er varða hreindýr. Vetrarstofn hreindýra er nú 5.500 dýr. Eftir að kálfar fæðast í maí telur stofninn um 7.000 dýr. Þetta þýðir að nýliðun er um 1.500 en ekki 2.800 eins og bullað er um í grein Antons“. Svar mitt við þessari gagnrýni var og er: Það er rétt hjá Óskari Andra, að vetrarstofninn er um 5.500 dýr, og það er líka rétt, að júní stofninn, eftir að kálfar eru fæddir, er um 7.000. Það er, hins vegar, rangt hjá Óskari Andra, að þetta þýði, að aðeins 1.500 kálfar hafi fæðst að vori, því um veturinn fórust um 600 kálfar, auk gamalla og veikra dýra, 400-500 dýr. Kálfar, sem fæðast að vori eru því 2.500 eða fleiri, og kálfar, sem farast, miðað við 21% dánartíðni Náttúrustofu Austurlands, 500-600. Menn verða að hugsa málin vel og reikna vel, áður en þeir tala um bull annarra. Stefán Brandur Jónsson talar um, að hreindýr séu innflutt tegund, sem ekki er hluti af íslenzkum dýrastofni, og, eigi þá, væntanlega, minni tilverurétt hér en önnur dýr. Það rétta í þessu máli er, að öll spendýr á Íslandi, líka kýr, hestar og kindur, eru innflutt; eini frumbyggi landsins er pólarrefurinn, sem kom hingað yfir á ísöld. Að lokum þetta: Í millitíðinni gerðist það, að Fagráð um velferð dýra tók undir sjónarmið og áskorun okkar í Jarðavinum um það, að hreindýrakýr yrðu ekki skotnar frá kálfum sínum fyrr en þeir væru minnst orðnir 3ja mánaða gamlir, nema, að sannað yrði, að dráp mæðranna fyrr ylli kálfum ekki tjóni. Meintur efi um þetta mál, hefur verið túlkaður veiðimönnum og þeirra veiðiþægindum í vil. Nú stendur Fagráðið með okkur í því, að þessi meinti efi, verði túlkaður kálfunum í vil. Er það gott mál og gleðilegt fyrir blessuð dýrin.
Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur? Samkvæmt gagni með yfirskriftinni "Vetrarafkoma íslenskra hreindýrakálfa“, sem Náttúrustofa Austurlands (NA) sendi umhverfisráðherra 17. júlí sl., var meðaldánartíðni hreindýrakálfa, veturinn 2018-2019, 21%. 6. september 2019 10:00
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun