Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 12:42 Trump hefur til þessa notið góðs af efnahagsuppsveiflu. Aukinnar svartsýni á efnahagshorfur virðist þó gæta hjá almenningi sem gæti torveldað endurkjör forsetans. AP/Chris Seward Flestir frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins mælast með forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í nýrri skoðanakönnun sem Washington Post birti í dag. Á sama tíma virðast vinsældir forsetans hafa þokast niður á við í skugga vaxandi svartsýni á efnahagshorfur. Vinsældir Trump hafa lítið haggast þegar til lengri tíma er litið þó að þær hafi sigið tímabundið í kjölfar umdeildra atburða. Þær hafa verið á milli 40-44 prósent í meðaltali skoðanakannanna sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Nú ber þó svo við að vinsældir Trump hafa farið niður fyrir 41% í fyrsta skipti frá því að hann hélt alríkisstofnunum lokuðum vegna deilu um fjármögnun landamæramúrs í um mánuð frá desember fram í janúar. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, skrifaði á Twitter að þó að sigið í vinsældum Trump sé ekki mikið hafi það haldist stöðugt í nokkrar vikur. Vísbendingar séu um að það megi rekja til varanlegri þátta eins og ástands efnahagsmála frekar en tilfallandi atburða eða fréttaflutnings af forsetanum sem hafa drifið fyrri fylgissveiflur. „Það ætti sennilega að valda skynsömu fólki í Hvíta húsinu hugarangri,“ tísti Silver. Skoðanakönnun sem var birt fyrr í vikunni virðist styðja þá skýringu Silver. Þannig sögðust sex af hverjum tíu svarendum í könnun Washington Post og ABC telja að samdráttur væri líklegur á næsta ári og að verð á neytendavörum ætti eftir að hækka vegna tollastríðs Trump við Kína. Vinsældir Trump mældust 38% í þeirri könnun.While not a huge downturn, this one has persisted for a few weeks, and look like it may be due more to chronic (the economy) rather than acute (some particular news story) conditions. It should probably cause some consternation among any rational people in the White House.— Nate Silver (@NateSilver538) September 10, 2019 Fengi aldrei meira en 44% Könnun sömu fjölmiðla sem birtist í dag bendir til þess að helstu frambjóðendur í forvali demókrata hefðu sigur í forsetakosningum. Þannig hefðu Joe Biden, Bernie Sanders, Elizabeth Warren og Kamala Harris hann líklega undir ef marka má niðurstöðurnar. Munurinn á Trump og Pete Buttigieg reyndist innan skekkjumarka könnunarinnar. Verst vegnaði Trump gegn fyrrverandi varaforsetanum Biden. Samkvæmt könnuninni fengi Biden 55% atkvæða gegn 40% Trump. Aðrir hefðu ekki eins afdráttarlausan sigur á Trump. Sanders mælist með níu prósentustiga forskot á forsetann, Warren með sjö prósentustig og Harris sömuleiðis. Forsetinn fengi aldrei meira en 44% atkvæða gegn neinum af þeim fimm demókrötum sem spurt var um í könnuninni. Trump hlaut 46% atkvæða í forsetakosningunum árið 2016 en hann vann fleiri kjörmenn en Hillary Clinton og var því kjörinn forseti.Sakar fjölmiðla um falskannanir og undirróður Forsetinn hefur tekið nýlegum könnunum illa og ýmist sakað fjölmiðla um að hagræða niðurstöðum þeirra án frekari rökstuðnings eða um að grafa undan sér á meðal almennings. Í röð tísta í morgun kallaði Trump könnun Washington Post og ABC „tilgátukönnun“ og sagði þá eina verstu skoðanakönnuðina í bransanum. Fullyrti forsetinn að könnunin væri „fals“ sem ætti að bæla áhuga repúblikana á kosningunum og byggja upp frambjóðendur „félaga“ fjölmiðlanna í Demókrataflokknum. „Ef það væri ekki fyrir endalausar falsfréttir um mig og með allt það sem ég hef gert (meira en nokkur annar forseti á fyrstu 2 ½ árunum!) væri ég með forskot á „Félaga“ lélegu fjölmiðlanna [e. Lamestream media] með tuttugu stigum. Því miður, það er satt!“ tísti Trump.If it weren't for the never ending Fake News about me, and with all that I have done (more than any other President in the first 2 1/2 years!), I would be leading the “Partners” of the LameStream Media by 20 points. Sorry, but true!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2019 Vísaði hann meðal annars til sigurs frambjóðanda repúblikana í aukakosningum um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Þær kosningarnar þykja þó ekki endilega tilefni til bjartsýni fyrir Repúblikanaflokkinn og Trump. Dan Bishop, frambjóðandi repúblikana, hafði þar nauman sigur á Dan McCready, frambjóðanda demókrata, í íhaldssömu kjördæmi sem Trump hafði sigur í með um tólf prósentustiga mun árið 2016. AP-fréttastofan segir Bishop hafa um tveggja prósentustiga forskot á McCready þegar flest atkvæði hafa verið talin. Trump lýsti yfir stuðningi við Bishop fyrir kosningarnar. Aukakosningarnar voru haldnar eftir að vísbendingar komu fram um kosningasvik starfsmanna framboðs repúblikana í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Flestir frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins mælast með forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í nýrri skoðanakönnun sem Washington Post birti í dag. Á sama tíma virðast vinsældir forsetans hafa þokast niður á við í skugga vaxandi svartsýni á efnahagshorfur. Vinsældir Trump hafa lítið haggast þegar til lengri tíma er litið þó að þær hafi sigið tímabundið í kjölfar umdeildra atburða. Þær hafa verið á milli 40-44 prósent í meðaltali skoðanakannanna sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Nú ber þó svo við að vinsældir Trump hafa farið niður fyrir 41% í fyrsta skipti frá því að hann hélt alríkisstofnunum lokuðum vegna deilu um fjármögnun landamæramúrs í um mánuð frá desember fram í janúar. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, skrifaði á Twitter að þó að sigið í vinsældum Trump sé ekki mikið hafi það haldist stöðugt í nokkrar vikur. Vísbendingar séu um að það megi rekja til varanlegri þátta eins og ástands efnahagsmála frekar en tilfallandi atburða eða fréttaflutnings af forsetanum sem hafa drifið fyrri fylgissveiflur. „Það ætti sennilega að valda skynsömu fólki í Hvíta húsinu hugarangri,“ tísti Silver. Skoðanakönnun sem var birt fyrr í vikunni virðist styðja þá skýringu Silver. Þannig sögðust sex af hverjum tíu svarendum í könnun Washington Post og ABC telja að samdráttur væri líklegur á næsta ári og að verð á neytendavörum ætti eftir að hækka vegna tollastríðs Trump við Kína. Vinsældir Trump mældust 38% í þeirri könnun.While not a huge downturn, this one has persisted for a few weeks, and look like it may be due more to chronic (the economy) rather than acute (some particular news story) conditions. It should probably cause some consternation among any rational people in the White House.— Nate Silver (@NateSilver538) September 10, 2019 Fengi aldrei meira en 44% Könnun sömu fjölmiðla sem birtist í dag bendir til þess að helstu frambjóðendur í forvali demókrata hefðu sigur í forsetakosningum. Þannig hefðu Joe Biden, Bernie Sanders, Elizabeth Warren og Kamala Harris hann líklega undir ef marka má niðurstöðurnar. Munurinn á Trump og Pete Buttigieg reyndist innan skekkjumarka könnunarinnar. Verst vegnaði Trump gegn fyrrverandi varaforsetanum Biden. Samkvæmt könnuninni fengi Biden 55% atkvæða gegn 40% Trump. Aðrir hefðu ekki eins afdráttarlausan sigur á Trump. Sanders mælist með níu prósentustiga forskot á forsetann, Warren með sjö prósentustig og Harris sömuleiðis. Forsetinn fengi aldrei meira en 44% atkvæða gegn neinum af þeim fimm demókrötum sem spurt var um í könnuninni. Trump hlaut 46% atkvæða í forsetakosningunum árið 2016 en hann vann fleiri kjörmenn en Hillary Clinton og var því kjörinn forseti.Sakar fjölmiðla um falskannanir og undirróður Forsetinn hefur tekið nýlegum könnunum illa og ýmist sakað fjölmiðla um að hagræða niðurstöðum þeirra án frekari rökstuðnings eða um að grafa undan sér á meðal almennings. Í röð tísta í morgun kallaði Trump könnun Washington Post og ABC „tilgátukönnun“ og sagði þá eina verstu skoðanakönnuðina í bransanum. Fullyrti forsetinn að könnunin væri „fals“ sem ætti að bæla áhuga repúblikana á kosningunum og byggja upp frambjóðendur „félaga“ fjölmiðlanna í Demókrataflokknum. „Ef það væri ekki fyrir endalausar falsfréttir um mig og með allt það sem ég hef gert (meira en nokkur annar forseti á fyrstu 2 ½ árunum!) væri ég með forskot á „Félaga“ lélegu fjölmiðlanna [e. Lamestream media] með tuttugu stigum. Því miður, það er satt!“ tísti Trump.If it weren't for the never ending Fake News about me, and with all that I have done (more than any other President in the first 2 1/2 years!), I would be leading the “Partners” of the LameStream Media by 20 points. Sorry, but true!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2019 Vísaði hann meðal annars til sigurs frambjóðanda repúblikana í aukakosningum um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Þær kosningarnar þykja þó ekki endilega tilefni til bjartsýni fyrir Repúblikanaflokkinn og Trump. Dan Bishop, frambjóðandi repúblikana, hafði þar nauman sigur á Dan McCready, frambjóðanda demókrata, í íhaldssömu kjördæmi sem Trump hafði sigur í með um tólf prósentustiga mun árið 2016. AP-fréttastofan segir Bishop hafa um tveggja prósentustiga forskot á McCready þegar flest atkvæði hafa verið talin. Trump lýsti yfir stuðningi við Bishop fyrir kosningarnar. Aukakosningarnar voru haldnar eftir að vísbendingar komu fram um kosningasvik starfsmanna framboðs repúblikana í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira