Eiríkur Elís Þorláksson hefur verið ráðinn forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. Hann tekur við starfinu af Ragnhildi Helgadóttur, sem hafði verið forseti frá árinu 2014. Frá þessu er greint í tilkynningu frá skólanum þar sem ferill Eiríks er rakinn.
Þar segir að Eiríkur hafi lokið fullnaðarprófi í lögfræði árið 2001 og meistaranámi frá King´s College í London árið 2008. Hann hefur starfað hjá hjá HR síðan 2012, fyrst sem lektor og sem dósent frá árinu 2017, auk þess að hafa gegnt starfi deildarforseta tímabundið frá 1. mars síðastliðnum. Þá hefur Eiríkur Elís setið í nefndum og stjórnum innan og utan háskólans
Eiríkur hefur kennt bæði í grunn- og meistaranámi, einkum greinar á sviði réttarfars og fjármunaréttar. Ennfremur hefur hann sinnt rannsóknum á þeim sviðum og nýverið kom út bók eftir hann um alþjóðlegan einkamálarétt.
Eiríkur nýr forseti lagadeildar HR
Stefán Ó. Jónsson skrifar
