Allt sem við heyrðum hreyfði við okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2019 14:00 Systkinin Elís og Ida með fána og skilti sem þau gerðu í listasmiðju í vikunni. Sækja meðal annars innblástur í bókartitil Gretu Thunberg, Húsið okkar brennur. Fréttablaðið/Valli Tvíburasystkinin Ida Karólína Harris og Elís Frank Stephen Elís eru nýorðin 14 ára og hafa tekið þátt í loftslagsverkföllunum í miðborg Reykjavíkur síðan í mars. „Við reynum að fara eins oft og við getum því málefnið er svo mikilvægt,“ segir Ida. Farið þið alltaf saman? Elís: „Alltaf nema þegar ég var veikur, þá leið mér illa því mér fannst ég vera að svíkja málstaðinn.“ Hverju finnst ykkur þið breyta með því að mæta? Ida: „Fyrst og fremst umræðunni. Nú er farið að tala um vandann og umhverfið skiptir meira og meira máli. Við pældum ekkert í plastpokum áður en hugsum öðruvísi núna. Síminn minn eyðilagðist og ég get ekki keypt mér nýjan, mér liði svo illa með það, svo ég nota bara takkasímann sem ég var með þegar ég var átta ára.“ Þegar verkföllin byrjuðu voruð þið þá strax ákveðin í að vera með? Elís: „Já, en við héldum fyrst að þetta yrði bara í eitt skipti og fengum fullt af krökkum með okkur úr skólanum okkar, Laugalækjarskóla. “ Ida: „Ég fór í alla bekkina sagði krökkunum hvað væri að gerast og 150 krakkar komu með okkur þann dag, 30. mars. Mér fannst það æðislegt. Svo byrjaði fólkið að tala uppi á sviði og allt sem við heyrðum hreyfði við okkur systkinunum og opnaði augu okkar. Eftir það gátum við ekki bakkað út úr þessum verkföllum.“ Elís: „Fyrstu mótmælin voru alheimsmótmæli og þá voru um 2000 manns. Síðan komu oft um 150 en nú eru bara örfáir. Það koma sjaldan aðrir krakkar með okkur úr skólanum en það kemur samt fyrir.“ Ida: „Við fáum leyfi frá foreldrum okkar en skróp í skólanum þótt flestir kennarar séu bara ánægðir með okkur, enda skilum við öllu. Það sem við náum ekki að gera í skólanum gerum við heima.“ Hafið þið líka tekið þátt í listasmiðjunum í Ráðhúsinu í vikunni? Elís: „Já, við fórum þangað og prentuðum á boli og bjuggum til nælur og skilti.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
Tvíburasystkinin Ida Karólína Harris og Elís Frank Stephen Elís eru nýorðin 14 ára og hafa tekið þátt í loftslagsverkföllunum í miðborg Reykjavíkur síðan í mars. „Við reynum að fara eins oft og við getum því málefnið er svo mikilvægt,“ segir Ida. Farið þið alltaf saman? Elís: „Alltaf nema þegar ég var veikur, þá leið mér illa því mér fannst ég vera að svíkja málstaðinn.“ Hverju finnst ykkur þið breyta með því að mæta? Ida: „Fyrst og fremst umræðunni. Nú er farið að tala um vandann og umhverfið skiptir meira og meira máli. Við pældum ekkert í plastpokum áður en hugsum öðruvísi núna. Síminn minn eyðilagðist og ég get ekki keypt mér nýjan, mér liði svo illa með það, svo ég nota bara takkasímann sem ég var með þegar ég var átta ára.“ Þegar verkföllin byrjuðu voruð þið þá strax ákveðin í að vera með? Elís: „Já, en við héldum fyrst að þetta yrði bara í eitt skipti og fengum fullt af krökkum með okkur úr skólanum okkar, Laugalækjarskóla. “ Ida: „Ég fór í alla bekkina sagði krökkunum hvað væri að gerast og 150 krakkar komu með okkur þann dag, 30. mars. Mér fannst það æðislegt. Svo byrjaði fólkið að tala uppi á sviði og allt sem við heyrðum hreyfði við okkur systkinunum og opnaði augu okkar. Eftir það gátum við ekki bakkað út úr þessum verkföllum.“ Elís: „Fyrstu mótmælin voru alheimsmótmæli og þá voru um 2000 manns. Síðan komu oft um 150 en nú eru bara örfáir. Það koma sjaldan aðrir krakkar með okkur úr skólanum en það kemur samt fyrir.“ Ida: „Við fáum leyfi frá foreldrum okkar en skróp í skólanum þótt flestir kennarar séu bara ánægðir með okkur, enda skilum við öllu. Það sem við náum ekki að gera í skólanum gerum við heima.“ Hafið þið líka tekið þátt í listasmiðjunum í Ráðhúsinu í vikunni? Elís: „Já, við fórum þangað og prentuðum á boli og bjuggum til nælur og skilti.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira