Allt sem við heyrðum hreyfði við okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2019 14:00 Systkinin Elís og Ida með fána og skilti sem þau gerðu í listasmiðju í vikunni. Sækja meðal annars innblástur í bókartitil Gretu Thunberg, Húsið okkar brennur. Fréttablaðið/Valli Tvíburasystkinin Ida Karólína Harris og Elís Frank Stephen Elís eru nýorðin 14 ára og hafa tekið þátt í loftslagsverkföllunum í miðborg Reykjavíkur síðan í mars. „Við reynum að fara eins oft og við getum því málefnið er svo mikilvægt,“ segir Ida. Farið þið alltaf saman? Elís: „Alltaf nema þegar ég var veikur, þá leið mér illa því mér fannst ég vera að svíkja málstaðinn.“ Hverju finnst ykkur þið breyta með því að mæta? Ida: „Fyrst og fremst umræðunni. Nú er farið að tala um vandann og umhverfið skiptir meira og meira máli. Við pældum ekkert í plastpokum áður en hugsum öðruvísi núna. Síminn minn eyðilagðist og ég get ekki keypt mér nýjan, mér liði svo illa með það, svo ég nota bara takkasímann sem ég var með þegar ég var átta ára.“ Þegar verkföllin byrjuðu voruð þið þá strax ákveðin í að vera með? Elís: „Já, en við héldum fyrst að þetta yrði bara í eitt skipti og fengum fullt af krökkum með okkur úr skólanum okkar, Laugalækjarskóla. “ Ida: „Ég fór í alla bekkina sagði krökkunum hvað væri að gerast og 150 krakkar komu með okkur þann dag, 30. mars. Mér fannst það æðislegt. Svo byrjaði fólkið að tala uppi á sviði og allt sem við heyrðum hreyfði við okkur systkinunum og opnaði augu okkar. Eftir það gátum við ekki bakkað út úr þessum verkföllum.“ Elís: „Fyrstu mótmælin voru alheimsmótmæli og þá voru um 2000 manns. Síðan komu oft um 150 en nú eru bara örfáir. Það koma sjaldan aðrir krakkar með okkur úr skólanum en það kemur samt fyrir.“ Ida: „Við fáum leyfi frá foreldrum okkar en skróp í skólanum þótt flestir kennarar séu bara ánægðir með okkur, enda skilum við öllu. Það sem við náum ekki að gera í skólanum gerum við heima.“ Hafið þið líka tekið þátt í listasmiðjunum í Ráðhúsinu í vikunni? Elís: „Já, við fórum þangað og prentuðum á boli og bjuggum til nælur og skilti.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Tvíburasystkinin Ida Karólína Harris og Elís Frank Stephen Elís eru nýorðin 14 ára og hafa tekið þátt í loftslagsverkföllunum í miðborg Reykjavíkur síðan í mars. „Við reynum að fara eins oft og við getum því málefnið er svo mikilvægt,“ segir Ida. Farið þið alltaf saman? Elís: „Alltaf nema þegar ég var veikur, þá leið mér illa því mér fannst ég vera að svíkja málstaðinn.“ Hverju finnst ykkur þið breyta með því að mæta? Ida: „Fyrst og fremst umræðunni. Nú er farið að tala um vandann og umhverfið skiptir meira og meira máli. Við pældum ekkert í plastpokum áður en hugsum öðruvísi núna. Síminn minn eyðilagðist og ég get ekki keypt mér nýjan, mér liði svo illa með það, svo ég nota bara takkasímann sem ég var með þegar ég var átta ára.“ Þegar verkföllin byrjuðu voruð þið þá strax ákveðin í að vera með? Elís: „Já, en við héldum fyrst að þetta yrði bara í eitt skipti og fengum fullt af krökkum með okkur úr skólanum okkar, Laugalækjarskóla. “ Ida: „Ég fór í alla bekkina sagði krökkunum hvað væri að gerast og 150 krakkar komu með okkur þann dag, 30. mars. Mér fannst það æðislegt. Svo byrjaði fólkið að tala uppi á sviði og allt sem við heyrðum hreyfði við okkur systkinunum og opnaði augu okkar. Eftir það gátum við ekki bakkað út úr þessum verkföllum.“ Elís: „Fyrstu mótmælin voru alheimsmótmæli og þá voru um 2000 manns. Síðan komu oft um 150 en nú eru bara örfáir. Það koma sjaldan aðrir krakkar með okkur úr skólanum en það kemur samt fyrir.“ Ida: „Við fáum leyfi frá foreldrum okkar en skróp í skólanum þótt flestir kennarar séu bara ánægðir með okkur, enda skilum við öllu. Það sem við náum ekki að gera í skólanum gerum við heima.“ Hafið þið líka tekið þátt í listasmiðjunum í Ráðhúsinu í vikunni? Elís: „Já, við fórum þangað og prentuðum á boli og bjuggum til nælur og skilti.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira