Leclerc fyrsti Ferrari-ökuþórinn í 19 ár sem er fjórum sinnum á rásspól í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2019 13:34 Leclerc hefur alls sex sinnum hrósað sigri í tímatökunni á tímabilinu. vísir/getty Charles Leclerc á Ferrari varð hlutskarpastur í tímatökunni fyrir Rússlandskappaksturinn í dag. Hann verður því fremstur á ráslínu í fjórðu keppninni í röð. Nítján ár eru síðan ökumaður Ferrari náði því að vera fremstur á ráslínu fjórum sinnum í röð á sama tímabili. Michael Schumacher afrekaði það tímabilið 2000.F1 - @Charles_Leclerc is the first Ferrari driver to start from pole position in 4 consecutive races within a single season since Michael Schumacher in the final four Grands Prix of 2000. #F1#RussianGP — Gracenote Live (@GracenoteLive) September 28, 2019 Hinn 21 árs Leclerc hefur alls sex sinnum verið á ráslínu á sínu fyrsta tímabili hjá Ferrari. Aðeins Niki Lauda var oftar fremstur á ráslínu á fyrsta tímabili sínu hjá Ferrari. Hann var níu sinnum á rásspól tímabilið 1974.F1 - Drivers on most pole positions in their debut year at Ferrari 9 - Niki Lauda (1974) 6 - Juan Manuel Fangio (1956) 6 - @Charles_Leclerc (2019)#F1#RussianGP — Gracenote Live (@GracenoteLive) September 28, 2019 Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð tæpri hálfri sekúndu á eftir Leclerc. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji, Max Verstappen á Red Bull fjórði og Valteri Bottas á Mercedes, fimmti. Hamilton er efstur í keppni ökuþóra um heimsmeistaratitilinn. Hann er með 296 stig, 65 stigum meira en Bottas sem er í 2. sætinu. Leclerc og Verstappen eru jafnir í 3. sæti, 96 stigum á eftir Hamilton þegar sjö umferðir eru eftir. Bein útsending frá Rússlandskappakstrinum byrjar hefst á Stöð 2 Sport rétt fyrir klukkan 11:00 á morgun. Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Charles Leclerc á Ferrari varð hlutskarpastur í tímatökunni fyrir Rússlandskappaksturinn í dag. Hann verður því fremstur á ráslínu í fjórðu keppninni í röð. Nítján ár eru síðan ökumaður Ferrari náði því að vera fremstur á ráslínu fjórum sinnum í röð á sama tímabili. Michael Schumacher afrekaði það tímabilið 2000.F1 - @Charles_Leclerc is the first Ferrari driver to start from pole position in 4 consecutive races within a single season since Michael Schumacher in the final four Grands Prix of 2000. #F1#RussianGP — Gracenote Live (@GracenoteLive) September 28, 2019 Hinn 21 árs Leclerc hefur alls sex sinnum verið á ráslínu á sínu fyrsta tímabili hjá Ferrari. Aðeins Niki Lauda var oftar fremstur á ráslínu á fyrsta tímabili sínu hjá Ferrari. Hann var níu sinnum á rásspól tímabilið 1974.F1 - Drivers on most pole positions in their debut year at Ferrari 9 - Niki Lauda (1974) 6 - Juan Manuel Fangio (1956) 6 - @Charles_Leclerc (2019)#F1#RussianGP — Gracenote Live (@GracenoteLive) September 28, 2019 Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð tæpri hálfri sekúndu á eftir Leclerc. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji, Max Verstappen á Red Bull fjórði og Valteri Bottas á Mercedes, fimmti. Hamilton er efstur í keppni ökuþóra um heimsmeistaratitilinn. Hann er með 296 stig, 65 stigum meira en Bottas sem er í 2. sætinu. Leclerc og Verstappen eru jafnir í 3. sæti, 96 stigum á eftir Hamilton þegar sjö umferðir eru eftir. Bein útsending frá Rússlandskappakstrinum byrjar hefst á Stöð 2 Sport rétt fyrir klukkan 11:00 á morgun.
Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira