Ræða við alla skólastjóra borgarinnar um hvort herða þurfi aðgengi að skólum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2019 20:45 Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. Nadine Guðrún Yaghi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er sagður hafa farið inn í skólann á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar og platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Stúlkan komst undan og lét kennara vita. Lögregla og Barnavernd var strax kölluð til. Maðurinn flýði af vettvangi en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Rannsókn málsins er lokastigi að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Málið var rætt á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í dag og er litið mjög alvarlegum augum að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra. Til stendur að ræða við skólastjóra allra grunnskóla borgarinnar vegna málsins.„Aðallega að ræða hvernig er aðgangsstýring í dag, hvernig nálgumst við þá sem eru ókunnugir og eru að koma inn í skólana? Hvernig göngum við úr skugga um hver þeirra erindi séu? Það er hluti af rýninni fyrst. Hvernig gerum við þetta og svo að taka spurninga yfir á næsta stig, hvernig viljum við hafa þetta?“ segir Helgi.Á Íslandi sé opið aðgengi að skólalóðum.„Og verið tiltölulega auðvelt aðgengi fyrir foreldra, aðra aðstandendur og þá sem eru að sinna ýmissi þjónustu fyrir okkur eins og það að koma með vörur í mötuneytin og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum gert fram að þessu en það er fullt erindi til þess að setjast niður og ræða þetta. Þetta mál verður aftur tekið fyrir á næsta fundi skóla- og frístundaráðs þar sem við förum yfir hvað við erum búin að gera fram að þeim tíma,“ segir Helgi.Þá hefur aðgengi að Austurbæjarskóla verið hert vegna málsins og verða einungis tveir inngangar skólans opnir á skólatíma„Þau tóku ákvörðun um að merkja þá starfsmenn sem eru í frímínútnagæslu með vestum og þau eru svo að taka upp starfsmannakort þannig að allir starfsmenn séu auðkenndir.“Í fyrri útgáfu kom fram að brotið hefði átt sér stað á háalofti skólans. Rétt er að það var á annarri hæð. Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. Nadine Guðrún Yaghi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er sagður hafa farið inn í skólann á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar og platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Stúlkan komst undan og lét kennara vita. Lögregla og Barnavernd var strax kölluð til. Maðurinn flýði af vettvangi en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Rannsókn málsins er lokastigi að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Málið var rætt á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í dag og er litið mjög alvarlegum augum að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra. Til stendur að ræða við skólastjóra allra grunnskóla borgarinnar vegna málsins.„Aðallega að ræða hvernig er aðgangsstýring í dag, hvernig nálgumst við þá sem eru ókunnugir og eru að koma inn í skólana? Hvernig göngum við úr skugga um hver þeirra erindi séu? Það er hluti af rýninni fyrst. Hvernig gerum við þetta og svo að taka spurninga yfir á næsta stig, hvernig viljum við hafa þetta?“ segir Helgi.Á Íslandi sé opið aðgengi að skólalóðum.„Og verið tiltölulega auðvelt aðgengi fyrir foreldra, aðra aðstandendur og þá sem eru að sinna ýmissi þjónustu fyrir okkur eins og það að koma með vörur í mötuneytin og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum gert fram að þessu en það er fullt erindi til þess að setjast niður og ræða þetta. Þetta mál verður aftur tekið fyrir á næsta fundi skóla- og frístundaráðs þar sem við förum yfir hvað við erum búin að gera fram að þeim tíma,“ segir Helgi.Þá hefur aðgengi að Austurbæjarskóla verið hert vegna málsins og verða einungis tveir inngangar skólans opnir á skólatíma„Þau tóku ákvörðun um að merkja þá starfsmenn sem eru í frímínútnagæslu með vestum og þau eru svo að taka upp starfsmannakort þannig að allir starfsmenn séu auðkenndir.“Í fyrri útgáfu kom fram að brotið hefði átt sér stað á háalofti skólans. Rétt er að það var á annarri hæð.
Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44