Við getum öll verið súperstjörnur Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. september 2019 06:00 Pétur Óskar lék lögreglumanninn Tryggva í þáttunum vinsælu Ófærð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Leikarinn og tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson gaf út lagið Superstar á fimmtudaginn. Myndband við lagið var frumsýnt sama dag á Miami við Hverfisgötu og er Pétur ánægður með viðtökurnar.Vel mætt á frumsýninguna „Það var fullt út úr dyrum og mikið af góðu fólki sem mætti. Mér allavega leið eins og það væri mjög svona innilega klappað í lokin, eins og það kæmi smá frá hjartanu. Þannig að fyrir mitt leyti þá fannst mér ganga mjög vel,“ segir Pétur Óskar, en hann gengur undir listamannsnafninu Oscar Leone þegar hann gefur út tónlist. „Það stóð ekki til að koma með neitt listamannsnafn. Nafnið kom á fundi. Þetta er skírskotun í spagettívestraleikstjórann Sergio Leone.“ Pétur segist lengi hafa velt því fyrir sér hvernig myndbandið ætti að vera en allt small einhvern veginn saman þegar hann talaði við vin sinn, leikstjórann og tónlistarmanninn Einar Egilsson. „Við vorum undir áhrifum frá Once Upon a Time in Hollywood. Hún fjallar að hluta um spagettívestra en Tarantino heldur mikið upp á þá og Sergio. Við vildum gera eitthvað mjög myndrænt og leikið,“ en Pétur er menntaður leikari og hefur starfað við það síðustu ár.Stjörnurnar röðuðust rétt „Þannig að þetta er líka hugsað sem útrás fyrir mig eða leikarann í mér. Ég hafði verið að þreifa fyrir mér í einhvern tíma með að gera myndband en svo lágu stjörnurnar allt í einu rétt og Einar var akkúrat á leiðinni til landsins frá Los Angeles.“En um hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um það að allir séu á sinn hátt súperstjörnur. Maður heldur alltaf að til að vera súperstjarna þurfi maður að vera leikari í einhverri Hollywood-mynd. Það er ekki rétt. Kona að fæða barn er til dæmis súperstjarna. Stundum líður manni líka þannig, kannski keyrandi heim í umferð á föstudegi og líður einfaldlega eins og súperstjörnu.“ Lagið snertir líka á eðli ástarinnar. „Ást getur varað í eina nótt eða jafnvel heila eilífð. Lagið fjallar mikið um að lifa í núinu. Svo spilar tunglið líka stórt hlutverk í myndbandinu.“ Ekki hættur í leiklistinni Pétur segir að hann sé ekki að taka tónlistina fram yfir leiklistina og ætli í framtíðinni að reyna að sinna hvoru tveggja til jafns. „Einmitt núna er mikið að gera í tónlistinni og ég er að fara strax í hljóðverið aftur á morgun að taka upp. Svo er maður að fá góða æfingu í að koma sér á framfæri og svona, er á fullu að kynna myndbandið á samfélagsmiðlum. Þetta er ágætis æfing í því.“ Pétur var með hlutverk í þætti í Lúxemborg sem verður frumsýndur eftir örfáa daga. „Þetta eru stórir leikarar þar ytra, serían verður líka sýnd í Þýskalandi. Svo ætla ég að reyna að gefa út annað lag sem fyrst og myndband við. Ég ætla að sinna þessu báðu, ég er alls ekki hættur í leiklistinni. Langar alltaf að leika meira.“ Myndbandið er hægt nálgast á YouTube og lagið Superstar er komið á allar helstu streymisveitur. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Leikarinn og tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson gaf út lagið Superstar á fimmtudaginn. Myndband við lagið var frumsýnt sama dag á Miami við Hverfisgötu og er Pétur ánægður með viðtökurnar.Vel mætt á frumsýninguna „Það var fullt út úr dyrum og mikið af góðu fólki sem mætti. Mér allavega leið eins og það væri mjög svona innilega klappað í lokin, eins og það kæmi smá frá hjartanu. Þannig að fyrir mitt leyti þá fannst mér ganga mjög vel,“ segir Pétur Óskar, en hann gengur undir listamannsnafninu Oscar Leone þegar hann gefur út tónlist. „Það stóð ekki til að koma með neitt listamannsnafn. Nafnið kom á fundi. Þetta er skírskotun í spagettívestraleikstjórann Sergio Leone.“ Pétur segist lengi hafa velt því fyrir sér hvernig myndbandið ætti að vera en allt small einhvern veginn saman þegar hann talaði við vin sinn, leikstjórann og tónlistarmanninn Einar Egilsson. „Við vorum undir áhrifum frá Once Upon a Time in Hollywood. Hún fjallar að hluta um spagettívestra en Tarantino heldur mikið upp á þá og Sergio. Við vildum gera eitthvað mjög myndrænt og leikið,“ en Pétur er menntaður leikari og hefur starfað við það síðustu ár.Stjörnurnar röðuðust rétt „Þannig að þetta er líka hugsað sem útrás fyrir mig eða leikarann í mér. Ég hafði verið að þreifa fyrir mér í einhvern tíma með að gera myndband en svo lágu stjörnurnar allt í einu rétt og Einar var akkúrat á leiðinni til landsins frá Los Angeles.“En um hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um það að allir séu á sinn hátt súperstjörnur. Maður heldur alltaf að til að vera súperstjarna þurfi maður að vera leikari í einhverri Hollywood-mynd. Það er ekki rétt. Kona að fæða barn er til dæmis súperstjarna. Stundum líður manni líka þannig, kannski keyrandi heim í umferð á föstudegi og líður einfaldlega eins og súperstjörnu.“ Lagið snertir líka á eðli ástarinnar. „Ást getur varað í eina nótt eða jafnvel heila eilífð. Lagið fjallar mikið um að lifa í núinu. Svo spilar tunglið líka stórt hlutverk í myndbandinu.“ Ekki hættur í leiklistinni Pétur segir að hann sé ekki að taka tónlistina fram yfir leiklistina og ætli í framtíðinni að reyna að sinna hvoru tveggja til jafns. „Einmitt núna er mikið að gera í tónlistinni og ég er að fara strax í hljóðverið aftur á morgun að taka upp. Svo er maður að fá góða æfingu í að koma sér á framfæri og svona, er á fullu að kynna myndbandið á samfélagsmiðlum. Þetta er ágætis æfing í því.“ Pétur var með hlutverk í þætti í Lúxemborg sem verður frumsýndur eftir örfáa daga. „Þetta eru stórir leikarar þar ytra, serían verður líka sýnd í Þýskalandi. Svo ætla ég að reyna að gefa út annað lag sem fyrst og myndband við. Ég ætla að sinna þessu báðu, ég er alls ekki hættur í leiklistinni. Langar alltaf að leika meira.“ Myndbandið er hægt nálgast á YouTube og lagið Superstar er komið á allar helstu streymisveitur.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira