Tímabilið í Pepsi Max-deild karla var gert upp í lokaþætti Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport á laugardaginn.
Þjálfarar og leikmenn liðanna í Pepsi Max-deildinni fara í viðtöl eftir hvern leik þar sem ýmis mis gáfuleg ummæli falla.
Tvær ummælasyrpur þurfti til að gera öllum gullkornunum skil.
Meðal þeirra sem koma þar mikið við sögu eru Ólafur Jóhannesson, Arnar Gunnlaugsson, Pedro Hipólito, Gary Martin, Gunnar Þorsteinsson, Sindri Snær Magnússon og Ólafur Kristjánsson.
Fyrri ummælasyrpu ársins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ummæli ársins, fyrri hluti: Óli kemur af fjöllum, Miðflokksmaður á Klaustur bar og Gary skiptir um skoðun
Tengdar fréttir

Máni gáttaður á orðum Óla Stefáns: „Aldrei heyrt annað eins rugl á ævi minni“
Ummæli þjálfara KA voru til umræðu í lokaþætti Pepsi Max-markanna.

„Vinnur þér greinilega ekki inn meira en eitt slæmt tímabil“
Í lokaþætti Pepsi Max-markanna var rætt um þá ákvörðun Vals að bjóða Ólafi Jóhannessyni ekki nýjan samning.

Hörður Magnússon heiðraður af Leikmannasamtökunum
Stjórnandi Pepsi Max-markanna var heiðraður á lokahófi Pepsi Max-deildanna.

Gary Martin: Óli Jóh stakk mig í bakið
Markakóngur Pepsi Max-deildar karla 2019 lét fráfarandi þjálfara Vals heyra það.