Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 25-26 | Eyjamenn enn með fullt hús stiga eftir dramatískan sigur á Hlíðarenda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2019 21:45 Kári skoraði sigurmark ÍBV gegn Val. vísir/daníel ÍBV er enn með fullt hús stiga í Olís-deild karla í handbolta eftir eins marks sigur á Val, 25-26, á Hlíðarenda í kvöld. Kári Kristján Kristjánsson skoraði sigurmark ÍBV þegar rúmar 20 sekúndur voru eftir. Valur fékk tækifæri til að jafna í lokasókninni en sending Antons Rúnarssonar á Ásgeir Snær Vignisson misheppnaðist algjörlega. Valur byrjaði leikinn miklu betur og náði mest fimm marka forskoti, 8-3. Daníel Freyr Andrésson var magnaður í marki Vals í fyrri hálfleik og varði tólf skot, flest úr dauðafærum. Á meðan klúðruðu Valsmenn aðeins einu skoti í fyrri hálfleik og voru með 94% skotnýtingu. Eftir að Ásgeir kom Val í 8-3 kom frábær kafli hjá ÍBV. Eyjamenn skoruðu sex mörk í röð og náðu forystunni, 8-9. Valur átti skelfilegan tíu mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks þar sem liðið tapaði boltanum margoft klaufalega. Stiven Tobar Valencia braut loks ísinn þegar hann jafnaði í 9-9. Valsmenn skoruðu svo sex mörk gegn þremur og voru 15-12 yfir í hálfleik. Björn Viðar Björnsson stimplaði sig inn til vinnu í upphafi seinni hálfleiks og varði frábærlega. Eyjamenn nýttu sér það, skoruðu fimm mörk í röð og náðu forystunni, 17-18. Valur svaraði með 4-1 kafla og lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi. Kári kom ÍBV í 25-26 þegar rúmlega 20 sekúndur lifðu leiks. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og stillti upp í leikkerfi. Framkvæmdin mislukkast hins vegar algjörlega en sending Antons á Ásgeir var alltof há og því fór möguleiki Valsmanna á að ná í stig út um gluggann. Þeir eru aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Olís-deildinni.Kristján Örn var markahæstur Eyjamanna með sjö mörk.vísir/daníelAf hverju vann ÍBV? Leikurinn var ofboðslega kaflaskiptur og liðin skiptust á að hafa undirtökin. Daníel varði eins og óður maður í fyrri hálfleik en nánast ekkert í þeim seinni. Þessu var öfugt farið hjá Eyjamönnum. Í fyrri hálfleik var allt inni hjá Val en í þeim seinni varði Björn Viðar frábærlega. Tapaðir boltar reyndust Valsmönnum dýrir sem og þrjár brottvísanir sem þeir fengu á síðustu átta mínútunum. Þá fengu Eyjamenn miklu fleiri mörk eftir hraðaupphlaup; tíu gegn aðeins þremur Valsmanna.Hverjir stóðu upp úr? Elliði Snær Viðarsson var frábær í vörn ÍBV og var duglegur að stela boltanum og koma sóknarmönnum Vals í vandræði. Þá skoraði hann sex mörk, öll eftir hraðaupphlaup. Kristján Örn Kristjánsson var heitur í fyrri hálfleik og skoraði þá fimm mörk. Í þeim seinni lét Fannar Þór Friðgeirsson meira til sín taka og lék vel. Þá varði Björn Viðar 14 skot (47%), þar af tólf í seinni hálfleik. Anton var markahæstur Valsmanna með tíu mörk, þar af sjö úr vítum. Hann sat lengi á bekknum eftir slakan kafla í fyrri hálfleik og vill svo eflaust gleyma lokasókninni sem allra fyrst. Daníel var frábær í fyrri hálfleik en kaldur í þeim seinni. Hann endaði með 15 varin skot (38%).Hvað gekk illa? Eyjamenn fóru skelfilega með dauðafærin sín í fyrri hálfleik og skotnýting þeirra var slök. Á meðan var skotnýting Vals frábær en þeir gerðu of mörg mistök. Eftir frábæra frammistöðu gegn FH í síðustu umferð náði Petar Jokanovic sér engan veginn á strik í marki ÍBV og varði ekki skot þær ellefu mínútur sem hann var inni á vellinum.Hvað gerist næst? Á laugardaginn fer Valur í Mosfellsbæinn og mætir þar Aftureldingu. Næsti leikur ÍBV er hins vegar ekki fyrr en miðvikudaginn 9. október. Eyjamenn taka þá á móti Íslandsmeisturum Selfyssinga.Snorri Steinn hvetur sína menn áfram.vísir/daníelSnorri Steinn: Settum upp sirkusmark „Ég er fúll með að tapa,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tapið nauma fyrir ÍBV í kvöld. Valsmenn gátu jafnað í lokasókn sinni en hún mislukkaðist. „Við settum upp sirkusmark fyrir Ásgeir en það misheppnaðist,“ sagði Snorri stuttur í spunann. Valsmenn áttu nokkra góða kafla í leiknum en aðra slæma. Snorri kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég þarf að horfa á leikinn og greina hann. Mér fannst þetta nokkuð góður handbolti og bæði lið spiluðu ágætlega. Við vorum með frumkvæðið í fyrri hálfleik og ég er mjög ánægður með hann,“ sagði Snorri. „Svo fengum við brottvísanir, sumar heimskulegar, sem urðu okkur að falli. Við vorum mikið manni færri, sérstaklega undir lokin.“ Valsmenn voru með 94% skotnýtingu í fyrri hálfleik en töpuðu boltarnir voru aftur á móti of margir. „Við vorum með átta eða níu tapaða bolta og nokkrir þeirra voru algjör óþarfi. Skotnýtingin batnaði frá síðasta leik en niðurstaðan er tap og við erum ekki ánægðir með það,“ sagði Snorri að lokum.Erlingur var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna þótt hann tæki sigurinn fegins hendi.vísir/daníelErlingur: Lögðum meiri sál í þetta í seinni hálfleik „Við áttum þetta eiginlega ekkert skilið. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Auðvitað er ég glaður að vinna,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, eftir sigurinn á Val í kvöld. „Þetta var köflóttur leikur af beggja hálfu. Við vorum ekki nógu heilsteyptir en ég er sáttur með baráttuna í lokin.“ Eyjamenn voru þremur mörkum undir í hálfleik, 15-12. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu undirtökunum í byrjun hans. „Við vorum aðeins baráttuglaðari í seinni hálfleik og lögðum meiri sál í þetta. Sóknarnýtingin var döpur og markvarslan, fram í miðjan seinni hálfleik, var ekkert sérstök. En síðan tók Björn [Viðar Björnsson] við sér,“ sagði Erlingur. ÍBV hefur unnið alla fjóra leiki sína í Olís-deildinni á tímabilinu. Erlingur er vitaskuld ánægður með uppskeruna til þessa en segir að Eyjamenn eigi meira inni. „Við erum með sterkt lið og við viljum sjá betri frammistöðu. En við lögðum okkur fram í 40 mínútur í leiknum í kvöld og það dró okkur kannski að landi,“ sagði Erlingur að endingu. Olís-deild karla
ÍBV er enn með fullt hús stiga í Olís-deild karla í handbolta eftir eins marks sigur á Val, 25-26, á Hlíðarenda í kvöld. Kári Kristján Kristjánsson skoraði sigurmark ÍBV þegar rúmar 20 sekúndur voru eftir. Valur fékk tækifæri til að jafna í lokasókninni en sending Antons Rúnarssonar á Ásgeir Snær Vignisson misheppnaðist algjörlega. Valur byrjaði leikinn miklu betur og náði mest fimm marka forskoti, 8-3. Daníel Freyr Andrésson var magnaður í marki Vals í fyrri hálfleik og varði tólf skot, flest úr dauðafærum. Á meðan klúðruðu Valsmenn aðeins einu skoti í fyrri hálfleik og voru með 94% skotnýtingu. Eftir að Ásgeir kom Val í 8-3 kom frábær kafli hjá ÍBV. Eyjamenn skoruðu sex mörk í röð og náðu forystunni, 8-9. Valur átti skelfilegan tíu mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks þar sem liðið tapaði boltanum margoft klaufalega. Stiven Tobar Valencia braut loks ísinn þegar hann jafnaði í 9-9. Valsmenn skoruðu svo sex mörk gegn þremur og voru 15-12 yfir í hálfleik. Björn Viðar Björnsson stimplaði sig inn til vinnu í upphafi seinni hálfleiks og varði frábærlega. Eyjamenn nýttu sér það, skoruðu fimm mörk í röð og náðu forystunni, 17-18. Valur svaraði með 4-1 kafla og lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi. Kári kom ÍBV í 25-26 þegar rúmlega 20 sekúndur lifðu leiks. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og stillti upp í leikkerfi. Framkvæmdin mislukkast hins vegar algjörlega en sending Antons á Ásgeir var alltof há og því fór möguleiki Valsmanna á að ná í stig út um gluggann. Þeir eru aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Olís-deildinni.Kristján Örn var markahæstur Eyjamanna með sjö mörk.vísir/daníelAf hverju vann ÍBV? Leikurinn var ofboðslega kaflaskiptur og liðin skiptust á að hafa undirtökin. Daníel varði eins og óður maður í fyrri hálfleik en nánast ekkert í þeim seinni. Þessu var öfugt farið hjá Eyjamönnum. Í fyrri hálfleik var allt inni hjá Val en í þeim seinni varði Björn Viðar frábærlega. Tapaðir boltar reyndust Valsmönnum dýrir sem og þrjár brottvísanir sem þeir fengu á síðustu átta mínútunum. Þá fengu Eyjamenn miklu fleiri mörk eftir hraðaupphlaup; tíu gegn aðeins þremur Valsmanna.Hverjir stóðu upp úr? Elliði Snær Viðarsson var frábær í vörn ÍBV og var duglegur að stela boltanum og koma sóknarmönnum Vals í vandræði. Þá skoraði hann sex mörk, öll eftir hraðaupphlaup. Kristján Örn Kristjánsson var heitur í fyrri hálfleik og skoraði þá fimm mörk. Í þeim seinni lét Fannar Þór Friðgeirsson meira til sín taka og lék vel. Þá varði Björn Viðar 14 skot (47%), þar af tólf í seinni hálfleik. Anton var markahæstur Valsmanna með tíu mörk, þar af sjö úr vítum. Hann sat lengi á bekknum eftir slakan kafla í fyrri hálfleik og vill svo eflaust gleyma lokasókninni sem allra fyrst. Daníel var frábær í fyrri hálfleik en kaldur í þeim seinni. Hann endaði með 15 varin skot (38%).Hvað gekk illa? Eyjamenn fóru skelfilega með dauðafærin sín í fyrri hálfleik og skotnýting þeirra var slök. Á meðan var skotnýting Vals frábær en þeir gerðu of mörg mistök. Eftir frábæra frammistöðu gegn FH í síðustu umferð náði Petar Jokanovic sér engan veginn á strik í marki ÍBV og varði ekki skot þær ellefu mínútur sem hann var inni á vellinum.Hvað gerist næst? Á laugardaginn fer Valur í Mosfellsbæinn og mætir þar Aftureldingu. Næsti leikur ÍBV er hins vegar ekki fyrr en miðvikudaginn 9. október. Eyjamenn taka þá á móti Íslandsmeisturum Selfyssinga.Snorri Steinn hvetur sína menn áfram.vísir/daníelSnorri Steinn: Settum upp sirkusmark „Ég er fúll með að tapa,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tapið nauma fyrir ÍBV í kvöld. Valsmenn gátu jafnað í lokasókn sinni en hún mislukkaðist. „Við settum upp sirkusmark fyrir Ásgeir en það misheppnaðist,“ sagði Snorri stuttur í spunann. Valsmenn áttu nokkra góða kafla í leiknum en aðra slæma. Snorri kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég þarf að horfa á leikinn og greina hann. Mér fannst þetta nokkuð góður handbolti og bæði lið spiluðu ágætlega. Við vorum með frumkvæðið í fyrri hálfleik og ég er mjög ánægður með hann,“ sagði Snorri. „Svo fengum við brottvísanir, sumar heimskulegar, sem urðu okkur að falli. Við vorum mikið manni færri, sérstaklega undir lokin.“ Valsmenn voru með 94% skotnýtingu í fyrri hálfleik en töpuðu boltarnir voru aftur á móti of margir. „Við vorum með átta eða níu tapaða bolta og nokkrir þeirra voru algjör óþarfi. Skotnýtingin batnaði frá síðasta leik en niðurstaðan er tap og við erum ekki ánægðir með það,“ sagði Snorri að lokum.Erlingur var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna þótt hann tæki sigurinn fegins hendi.vísir/daníelErlingur: Lögðum meiri sál í þetta í seinni hálfleik „Við áttum þetta eiginlega ekkert skilið. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Auðvitað er ég glaður að vinna,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, eftir sigurinn á Val í kvöld. „Þetta var köflóttur leikur af beggja hálfu. Við vorum ekki nógu heilsteyptir en ég er sáttur með baráttuna í lokin.“ Eyjamenn voru þremur mörkum undir í hálfleik, 15-12. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu undirtökunum í byrjun hans. „Við vorum aðeins baráttuglaðari í seinni hálfleik og lögðum meiri sál í þetta. Sóknarnýtingin var döpur og markvarslan, fram í miðjan seinni hálfleik, var ekkert sérstök. En síðan tók Björn [Viðar Björnsson] við sér,“ sagði Erlingur. ÍBV hefur unnið alla fjóra leiki sína í Olís-deildinni á tímabilinu. Erlingur er vitaskuld ánægður með uppskeruna til þessa en segir að Eyjamenn eigi meira inni. „Við erum með sterkt lið og við viljum sjá betri frammistöðu. En við lögðum okkur fram í 40 mínútur í leiknum í kvöld og það dró okkur kannski að landi,“ sagði Erlingur að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik