Ýmir var í byrjunarliðinu í kvöld eftir að hafa setið hjá í síðasta leik gegn Melsungen, fyrsta leiknum eftir HM.
Hann skoraði fjögur mörk, jafn mikið og Oskar Sunnefeldt. Ludvig Hallback varð markahæstur hjá Göppingen með sjö mörk.
Göppingen vann tvo leiki í röð fyrir áramót en hafði síðan tapað síðustu þremur fyrir þennan. Liðið situr nú í fjórtánda sæti deildarinnar með tólf stig, sjö stigum frá fallsvæðinu.