Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍR 27-32 | ÍR-ingar setjast á toppinn Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 30. september 2019 21:45 vísir/bára Það var hart barist í KA heimilinu á Akureyri þegar taplausir ÍR ingar mættu í heimsókn. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að leiða. Heimamenn urðu fyrir miklu áfalli þegar Daníel Örn Griffin fékk að líta beint rautt spjald frá dómurum leiksins fyrir að brjóta á Bergvini Þór Gíslasyni. Bergvin keyrði á KA vörnina og lék á einn varnarmann áður en að hann hóf sig á loft. Þá virtist Daníel einfaldlega stíga undir Bergvin sem lá kylliflatur í gólfinu eftir viðskiptin. Þegar flautað var til leikhlés leiddu heimamenn þó með einu marki, 15 – 14. Síðari hálfleikurinn var hins vegar eign gestanna í ÍR frá upphafi til enda. Leiddir áfram af Björgvini Hólmgeirssyni keyrðu þeir einfaldlega yfir lánlausa KA menn og leiddu með sex mörkum þegar 15 mínútur lifðu leiks. Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir KA manna til að rétta úr kútnum reyndust gestirnir einfaldlega of stór biti og lokastaðan 27 – 33. Á heildina litið var um fjörugan, hraðan og skemmtilegan leik að ræða þar sem ÍR lék á alls oddi í síðari hálfleik og uppskáru þannig sigurinn.Afhverju vann ÍR? Gestirnir unnu þennan leik á baráttunni og áræðninni í upphafi síðari hálfleiks. KA menn réðu einfaldlega ekkert við vel útfærðan sóknarleik gestanna sem opnuðu KA vörnina ósjaldan upp á gátt.Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að skora í síðari hálfleik. Því til stuðnings má benda á að KA menn skoruðu ekki mark í 11 mínútur í seinni hálfleik. Tapaðir boltar í formi ruðninga og léleg skot himinhátt yfir markið hjálpuðu heimamönnum ekki neitt og því fór sem fór.Hverjir stóðu uppúr? Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson voru virkilega góðir í kvöld. Sturla skilaði sjö mörkum og Björgvin níu en hann, Björgvin, var potturinn og pannan í sóknarleik ÍR í kvöld. Þrátt fyrir að markvarsla KA manna hafi í heildina ekki verið upp á marga fiska átti Svavar Ingi Sigmundsson, ungur markvörður KA, frábæra innkomu. Í hálfleik var hann með 71% markvörslu sem dalaði þó aðeins í þeim síðari. Flott innkoma hjá þessum 19 ára strák.Hvað gerist næst? KA menn heimsækja nýliða HK í næstu umferð og ljóst að það er leikur sem þeir gulu verða að vinna ætli þeir sér ekki að berjast á botni deildarinnar í vetur. ÍR fær svo Stjörnuna í heimsókn í Austurbergið og ætla sér væntanlega að halda sigurgöngunni áfram.Bjarni Fritzson: Þeir voru bara geggjaðir Þjálfari ÍR í Olís deild karla, Bjarni Fritzson, var að vonum kátur með sína menn eftir sigurinn á KA mönnum fyrir norðan fyrr í kvöld. „Ég er virkilega ánægður. Hrikalega skemmtilegur leikur. Það er alltaf æðislegt að vera hér í KA heimilinu, fullt af liði og góð stemmning og þetta var hraður og skemmtilegur leikur og ég er náttúrulega glaður að hafa sigrað,“ sagði Bjarni. Að fyrri hálfleiknum loknum leiddu heimamenn í KA með einu marki en ÍR ingar komu af krafti út í þann síðari og kafsylgdu heimamenn. Hvað sagði Bjarni við sína menn í hálfleiknum? „Mér fannst við vera að spila ágætlega í fyrri. Svavar [innsk blm. Varamarkmaður KA] kom inn og algjörlega lokaði markinu, varði örugglega sex, átta dauðafæri. Þannig að við vorum að spila, fannst mér, lungan úr fyrri hálfleiknum bara mjög vel“, sagði Bjarni og bætti við að „það sem við lögðum upp með í hálfleik var að við vorum með aðeins of marga tæknifeila í fyrri hálfleik og við þurftum að ná þeim niður því að þeir voru að skora mikið úr hraðaupphlaupum.“ Bjarni sagði jafnframt að „mér leið alltaf eins og vörnin væri að fara að smella, þeir skoruðu líka töluvert af fráköstum, svona hnoðmark í lok sókna en mér fannst bara að með aðeins meiri ákefð og ef við myndum halda aðeins betur út í vörninni myndum við taka þá.“ Sturla Ásgeirsson og Björgvin Hólmgeirsson áttu ansi flottan leik fyrir ÍR liðið í kvöld og spurður út í þeirra framlag sagði Bjarni að „þeir voru bara geggjaðir. Mér fannst reyndar liðið bara mjög flott, bara allir sko og mér finnst erfitt að taka einhvern einn út úr þessum leik þar sem mér fannst þetta mikil liðsframmistaða.“ Hann bætti því við að „auðvitað var Björgvin að gera mikið en hann fékk líka oft og tíðum frábærar stöður sem einhverjir aðrir voru búnir að vinna fyrir hann en svona vörn, framliggjandi vörn, hentar honum svakalega vel þegar hann er í þessu standi sem hann er í, í dag.“ Aðspurður um framhaldið og hver stefna ÍR sé í ljósi þess hversu vel tímabilið fer af stað sagði Bjarni sig og sína menn ætla að byggja ofan á hvern einasta leik. „Ég var ósáttur með HK leikinn því að við læðrum eiginlega ekkert af honum þannig, nema að við getum sigrað jafna leiki en við erum náttúrulega að reyna að verða betri og betri með hverri vikunni og hverjum leiknum og þetta fer klárlega inn í þann pakka að hjálpa okkur að verða betri“, sagði Bjarni að lokum. Jónatan Magnússon: Mér fannst frammistaðan bara eiginlega hörmung. Jónatan Magnússon, annar af þjálfurum KA, var afar svekktur með leik sinna manna í Olís deildinni fyrr í kvöld. „Mér fannst þetta bara ekki gott, hvernig við komum til leiks í seinni hálfleiks og því miður er ég mjög svekktur með liðið í kvöld, sem sagt seinni hálfleikinn.“ KA menn spiluðu fínan leik í fyrstu 30 mínúturnar en að hálfleiknum loknum gekk lítið sem ekkert upp og tók Jónatan undir þau orð blaðamanns og bætti svo við að „sóknarlega vorum við bara ekki góðir, eins og kannski sást. Við skoruðum slatta af mörkum á þá úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleiknum og ætluðum svo sem að halda því áfram í þeim síðari en það í rauninni gekk ekki og við lentum í miklum vandræðum með sóknina á köflum og svo í kjölfarið lendum í vandræðum með vörnina þannig að heilt yfir var seinni hálfleikurinn hreinasta hörmung af okkar hálfu, því miður.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom ungur markvörður, Svavar Ingi Sigmundsson, inn á í mark KA manna og varði átta skot áður en að hann var svo tekinn út af á nýjan leik í þeim síðari. Spurður út í ástæðu þess að honum hafi verið skipt svo snöggt út af í þeim síðari sagði Jónatan að eftir góða innkomu í fyrri hálfleiknum hafi hægst heldur á vörslunum í þeim síðari. „Við tókum sénsinn á að Jovan myndi koma til baka og það er eins og það er. Það gerðist ekki og eins og ég segi þá hægt og rólega brotnaði allur fasi leiksins hjá okkur í vörn og sókn, því miður.“ Spurður út í það hvort uppskeran úr fyrstu fjórum umferðunum væri ekki undir pari stóð ekki á svarinu hjá Jónatan. „Við stefndum á að vera með fullt hús stiga eins og örugglega allir. Nei ég meina við hefðum viljað vera með fleiri stig. Við vorum svo sem búnir að tala um það að við höfum sýnt ágætis frammistöðu á móti Aftureldingu og svo á kafla á móti Haukum en í dag erum við bara virkilega ósáttir og svekktir með holninguna á liðinu okkar í seinni hálfleik.“ Hann bætti því svo við að „Ég er mjög svekktur og ég virkilega vona að við horfum á þennan seinni hálfleik og lærum af honum og svörum þessu núna í næsta leik. Það er í raun það eina sem við getum gert því að mér fannst frammistaðan bara eiginlega hörmung.“ Daníel Örn Griffin fékk að líta beint rautt spjald frá dómurum leiksins snemma í leiknum og aðspurður hvort að hann hafi eitthvað um þann dóm að segja sagði Jónatan: „Nei, eða þú veist jú ég hef margt um það að segja. Mér fannst það ekki [innsk. blm. réttur dómur], mér fannst þetta vera hart. Það hefur mikil áhrif á okkur. Hann er náttúrulega búinn að koma mjög vel inn í þetta hjá okkur og fyrir vikið lendum við í ákveðnu basli hérna á hægri vængnum.“ Jónatan bætti því þó við að hann þyrfti að sjá atvikið aftur til að skera alveg úr um þetta en við fyrstu sýn fannst honum þetta hart. „Þeir vildu meina að þetta væri rétt og þá bara, en allavega það hjálpaði okkur ekki, alls ekki,“ sagði hundsvekktur Jónatan að lokum. Olís-deild karla
Það var hart barist í KA heimilinu á Akureyri þegar taplausir ÍR ingar mættu í heimsókn. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að leiða. Heimamenn urðu fyrir miklu áfalli þegar Daníel Örn Griffin fékk að líta beint rautt spjald frá dómurum leiksins fyrir að brjóta á Bergvini Þór Gíslasyni. Bergvin keyrði á KA vörnina og lék á einn varnarmann áður en að hann hóf sig á loft. Þá virtist Daníel einfaldlega stíga undir Bergvin sem lá kylliflatur í gólfinu eftir viðskiptin. Þegar flautað var til leikhlés leiddu heimamenn þó með einu marki, 15 – 14. Síðari hálfleikurinn var hins vegar eign gestanna í ÍR frá upphafi til enda. Leiddir áfram af Björgvini Hólmgeirssyni keyrðu þeir einfaldlega yfir lánlausa KA menn og leiddu með sex mörkum þegar 15 mínútur lifðu leiks. Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir KA manna til að rétta úr kútnum reyndust gestirnir einfaldlega of stór biti og lokastaðan 27 – 33. Á heildina litið var um fjörugan, hraðan og skemmtilegan leik að ræða þar sem ÍR lék á alls oddi í síðari hálfleik og uppskáru þannig sigurinn.Afhverju vann ÍR? Gestirnir unnu þennan leik á baráttunni og áræðninni í upphafi síðari hálfleiks. KA menn réðu einfaldlega ekkert við vel útfærðan sóknarleik gestanna sem opnuðu KA vörnina ósjaldan upp á gátt.Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að skora í síðari hálfleik. Því til stuðnings má benda á að KA menn skoruðu ekki mark í 11 mínútur í seinni hálfleik. Tapaðir boltar í formi ruðninga og léleg skot himinhátt yfir markið hjálpuðu heimamönnum ekki neitt og því fór sem fór.Hverjir stóðu uppúr? Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson voru virkilega góðir í kvöld. Sturla skilaði sjö mörkum og Björgvin níu en hann, Björgvin, var potturinn og pannan í sóknarleik ÍR í kvöld. Þrátt fyrir að markvarsla KA manna hafi í heildina ekki verið upp á marga fiska átti Svavar Ingi Sigmundsson, ungur markvörður KA, frábæra innkomu. Í hálfleik var hann með 71% markvörslu sem dalaði þó aðeins í þeim síðari. Flott innkoma hjá þessum 19 ára strák.Hvað gerist næst? KA menn heimsækja nýliða HK í næstu umferð og ljóst að það er leikur sem þeir gulu verða að vinna ætli þeir sér ekki að berjast á botni deildarinnar í vetur. ÍR fær svo Stjörnuna í heimsókn í Austurbergið og ætla sér væntanlega að halda sigurgöngunni áfram.Bjarni Fritzson: Þeir voru bara geggjaðir Þjálfari ÍR í Olís deild karla, Bjarni Fritzson, var að vonum kátur með sína menn eftir sigurinn á KA mönnum fyrir norðan fyrr í kvöld. „Ég er virkilega ánægður. Hrikalega skemmtilegur leikur. Það er alltaf æðislegt að vera hér í KA heimilinu, fullt af liði og góð stemmning og þetta var hraður og skemmtilegur leikur og ég er náttúrulega glaður að hafa sigrað,“ sagði Bjarni. Að fyrri hálfleiknum loknum leiddu heimamenn í KA með einu marki en ÍR ingar komu af krafti út í þann síðari og kafsylgdu heimamenn. Hvað sagði Bjarni við sína menn í hálfleiknum? „Mér fannst við vera að spila ágætlega í fyrri. Svavar [innsk blm. Varamarkmaður KA] kom inn og algjörlega lokaði markinu, varði örugglega sex, átta dauðafæri. Þannig að við vorum að spila, fannst mér, lungan úr fyrri hálfleiknum bara mjög vel“, sagði Bjarni og bætti við að „það sem við lögðum upp með í hálfleik var að við vorum með aðeins of marga tæknifeila í fyrri hálfleik og við þurftum að ná þeim niður því að þeir voru að skora mikið úr hraðaupphlaupum.“ Bjarni sagði jafnframt að „mér leið alltaf eins og vörnin væri að fara að smella, þeir skoruðu líka töluvert af fráköstum, svona hnoðmark í lok sókna en mér fannst bara að með aðeins meiri ákefð og ef við myndum halda aðeins betur út í vörninni myndum við taka þá.“ Sturla Ásgeirsson og Björgvin Hólmgeirsson áttu ansi flottan leik fyrir ÍR liðið í kvöld og spurður út í þeirra framlag sagði Bjarni að „þeir voru bara geggjaðir. Mér fannst reyndar liðið bara mjög flott, bara allir sko og mér finnst erfitt að taka einhvern einn út úr þessum leik þar sem mér fannst þetta mikil liðsframmistaða.“ Hann bætti því við að „auðvitað var Björgvin að gera mikið en hann fékk líka oft og tíðum frábærar stöður sem einhverjir aðrir voru búnir að vinna fyrir hann en svona vörn, framliggjandi vörn, hentar honum svakalega vel þegar hann er í þessu standi sem hann er í, í dag.“ Aðspurður um framhaldið og hver stefna ÍR sé í ljósi þess hversu vel tímabilið fer af stað sagði Bjarni sig og sína menn ætla að byggja ofan á hvern einasta leik. „Ég var ósáttur með HK leikinn því að við læðrum eiginlega ekkert af honum þannig, nema að við getum sigrað jafna leiki en við erum náttúrulega að reyna að verða betri og betri með hverri vikunni og hverjum leiknum og þetta fer klárlega inn í þann pakka að hjálpa okkur að verða betri“, sagði Bjarni að lokum. Jónatan Magnússon: Mér fannst frammistaðan bara eiginlega hörmung. Jónatan Magnússon, annar af þjálfurum KA, var afar svekktur með leik sinna manna í Olís deildinni fyrr í kvöld. „Mér fannst þetta bara ekki gott, hvernig við komum til leiks í seinni hálfleiks og því miður er ég mjög svekktur með liðið í kvöld, sem sagt seinni hálfleikinn.“ KA menn spiluðu fínan leik í fyrstu 30 mínúturnar en að hálfleiknum loknum gekk lítið sem ekkert upp og tók Jónatan undir þau orð blaðamanns og bætti svo við að „sóknarlega vorum við bara ekki góðir, eins og kannski sást. Við skoruðum slatta af mörkum á þá úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleiknum og ætluðum svo sem að halda því áfram í þeim síðari en það í rauninni gekk ekki og við lentum í miklum vandræðum með sóknina á köflum og svo í kjölfarið lendum í vandræðum með vörnina þannig að heilt yfir var seinni hálfleikurinn hreinasta hörmung af okkar hálfu, því miður.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom ungur markvörður, Svavar Ingi Sigmundsson, inn á í mark KA manna og varði átta skot áður en að hann var svo tekinn út af á nýjan leik í þeim síðari. Spurður út í ástæðu þess að honum hafi verið skipt svo snöggt út af í þeim síðari sagði Jónatan að eftir góða innkomu í fyrri hálfleiknum hafi hægst heldur á vörslunum í þeim síðari. „Við tókum sénsinn á að Jovan myndi koma til baka og það er eins og það er. Það gerðist ekki og eins og ég segi þá hægt og rólega brotnaði allur fasi leiksins hjá okkur í vörn og sókn, því miður.“ Spurður út í það hvort uppskeran úr fyrstu fjórum umferðunum væri ekki undir pari stóð ekki á svarinu hjá Jónatan. „Við stefndum á að vera með fullt hús stiga eins og örugglega allir. Nei ég meina við hefðum viljað vera með fleiri stig. Við vorum svo sem búnir að tala um það að við höfum sýnt ágætis frammistöðu á móti Aftureldingu og svo á kafla á móti Haukum en í dag erum við bara virkilega ósáttir og svekktir með holninguna á liðinu okkar í seinni hálfleik.“ Hann bætti því svo við að „Ég er mjög svekktur og ég virkilega vona að við horfum á þennan seinni hálfleik og lærum af honum og svörum þessu núna í næsta leik. Það er í raun það eina sem við getum gert því að mér fannst frammistaðan bara eiginlega hörmung.“ Daníel Örn Griffin fékk að líta beint rautt spjald frá dómurum leiksins snemma í leiknum og aðspurður hvort að hann hafi eitthvað um þann dóm að segja sagði Jónatan: „Nei, eða þú veist jú ég hef margt um það að segja. Mér fannst það ekki [innsk. blm. réttur dómur], mér fannst þetta vera hart. Það hefur mikil áhrif á okkur. Hann er náttúrulega búinn að koma mjög vel inn í þetta hjá okkur og fyrir vikið lendum við í ákveðnu basli hérna á hægri vængnum.“ Jónatan bætti því þó við að hann þyrfti að sjá atvikið aftur til að skera alveg úr um þetta en við fyrstu sýn fannst honum þetta hart. „Þeir vildu meina að þetta væri rétt og þá bara, en allavega það hjálpaði okkur ekki, alls ekki,“ sagði hundsvekktur Jónatan að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik