Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2019 12:11 Til skoðunar hefur verið að leggja niður starfsstöð Kelduskóla í Staðahverfi. Fréttablaðið/Ernir Það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgaryfirvöld hafi ekki brugðist með fullnægjandi hætti við skýrslu innri endurskoðunar um bága rekstrarstöðu grunnskólanna. Fulltrúar allra flokka minnihlutans í Reykjavík ætla að leggja fram sameiginlega tillögu í borgarstjórn á morgun um að rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi verði tryggður til frambúðar. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu starfsstöðva grunnskóla í Staðahverfi en sá möguleiki hefur verið til skoðunar. Slík áform hafa mætt nokkurri andstöðu meðal íbúa og foreldra en Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokun grunnskóla í Staðahverfi myndi brjóta í bága við gildandi deiliskipulag. „Tillagan sem við ætlum að leggja fram á morgun felst í því að grunnskólinn í Staðahverfi verði einfaldlega bara rekinn til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag hverfisins sem segir til um að þar eigi að vera grunnskóli,” segir Valgerður. „Það er í raun og veru búið að dæma í því máli. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit þess efnis að það verði að vera rekinn grunnskóli fyrir fyrsta til tíunda bekk í hverfinu.”Segir sorglegt að punkurinn um lokanir og sameiningar sé aðeins dreginn framÍ skýrslu innri endurskoðunar frá því í sumar kemur fram að grunnskólar borgarinnar hafi fengið of knappt fjármagn og fari margir hverjir ítrekað fram úr fjárhagsramma sínum. Í skýrslunni segir einnig að fara þurfi fram ítarleg skoðun á möguleikum þess að sameina starfsstöðvar Kelduskóla í eina starfsstöð. „Það er allt í lagi að skoða þessa hluti og velta þeim fyrir sér en það er margt annað sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar. Til dæmis úthlutun varðandi sérkennslu og stuðning og hann er minni en skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann ætti að vera. Sama máli gegnir um aðstoð við börn af erlendu bergi brotin,” segir Valgerður. „Þannig að það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík og mér finnst dapurlegt að við séum að nýta þessa skýrslu og þennan eina punkt um það að loka skólum og sameina, í staðinn fyrir það að við munum bara byggja upp og gefa í,” segir Valgerður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verulegu fjármagni verið bætt við málaflokkinn, einkum til að bregðast við mikilli viðhaldsþörf á skólahúsnæði. Þótt það sé af hinu góða telur Valgerður að ekki hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti. „Mér finnst vanta algjörlega svör við því hvernig á að bregðast við öllum öðrum þeim ábendingum sem þarna eru í þessari skýrslu,” segir Valgerður. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgaryfirvöld hafi ekki brugðist með fullnægjandi hætti við skýrslu innri endurskoðunar um bága rekstrarstöðu grunnskólanna. Fulltrúar allra flokka minnihlutans í Reykjavík ætla að leggja fram sameiginlega tillögu í borgarstjórn á morgun um að rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi verði tryggður til frambúðar. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu starfsstöðva grunnskóla í Staðahverfi en sá möguleiki hefur verið til skoðunar. Slík áform hafa mætt nokkurri andstöðu meðal íbúa og foreldra en Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokun grunnskóla í Staðahverfi myndi brjóta í bága við gildandi deiliskipulag. „Tillagan sem við ætlum að leggja fram á morgun felst í því að grunnskólinn í Staðahverfi verði einfaldlega bara rekinn til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag hverfisins sem segir til um að þar eigi að vera grunnskóli,” segir Valgerður. „Það er í raun og veru búið að dæma í því máli. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit þess efnis að það verði að vera rekinn grunnskóli fyrir fyrsta til tíunda bekk í hverfinu.”Segir sorglegt að punkurinn um lokanir og sameiningar sé aðeins dreginn framÍ skýrslu innri endurskoðunar frá því í sumar kemur fram að grunnskólar borgarinnar hafi fengið of knappt fjármagn og fari margir hverjir ítrekað fram úr fjárhagsramma sínum. Í skýrslunni segir einnig að fara þurfi fram ítarleg skoðun á möguleikum þess að sameina starfsstöðvar Kelduskóla í eina starfsstöð. „Það er allt í lagi að skoða þessa hluti og velta þeim fyrir sér en það er margt annað sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar. Til dæmis úthlutun varðandi sérkennslu og stuðning og hann er minni en skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann ætti að vera. Sama máli gegnir um aðstoð við börn af erlendu bergi brotin,” segir Valgerður. „Þannig að það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík og mér finnst dapurlegt að við séum að nýta þessa skýrslu og þennan eina punkt um það að loka skólum og sameina, í staðinn fyrir það að við munum bara byggja upp og gefa í,” segir Valgerður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verulegu fjármagni verið bætt við málaflokkinn, einkum til að bregðast við mikilli viðhaldsþörf á skólahúsnæði. Þótt það sé af hinu góða telur Valgerður að ekki hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti. „Mér finnst vanta algjörlega svör við því hvernig á að bregðast við öllum öðrum þeim ábendingum sem þarna eru í þessari skýrslu,” segir Valgerður.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira