Ekki verið minna atvinnuleysi í 50 ár Davíð Stefánsson skrifar 5. október 2019 09:00 Fólki á bandarískum vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að kosta starfsþjálfun. Vísir/Getty Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það dregur úr launaskriði að sögn bandarísku vinnumálastofnunarinnar sem birti í gær nýjar upplýsingar um atvinnumarkaðinn. Störfum fjölgaði yfir sumarmánuðina. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið svo lítið í 50 ár. Það er komið niður í 3,5 prósent af vinnumarkaði og hefur ekki verið svo lágt síðan í desember 1969. Vísbendingar eru um að draga muni úr ráðningum á næstunni. Að sögn breska blaðsins Financial Times hafa opinberir aðilar í Bandaríkjunum lýst aukinni spennu á vinnumarkaði allt þetta ár, þar sem atvinnuleysi hefur stöðugt reynst undir langtímaáætlun. Fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að greiða fyrir starfsþjálfun. Atvinnuþátttaka karla og kvenna á vinnualdri fór í 82,6 prósent í ágústmánuði. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna þakkaði sér lítið atvinnuleysi í tísti í gær eftir skýrsluna. En það eru teikn á lofti um að það kunni að hægja á hagkerfinu. Til að mynda hefur dregið úr hækkun launa á vinnumarkaði. En stærsti óvissuþátturinn eru tollaviðræður Bandaríkjanna og Kína. AP fréttastofan segir viðskiptahalla Bandaríkjanna hafa aukist á sama tíma. Útflutningur hafi reyndar aukist en innf lutningur aukist enn meir. Trump forseti lítur á viðvarandi viðskiptahalla landsins sem merki um efnahagslegan veikleika og af leiðingar ósanngjarnra viðskiptasamninga. AP segir bandaríska neytendur enn bjartsýna og að kaupgleði þeirra hafi haldið hagkerfinu uppi á þessu ári. Þannig hafa fasteignakaup aukist aftur í kjölfar lægri vaxta húsnæðislána. Að auki hefur sala bíla verið góð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það dregur úr launaskriði að sögn bandarísku vinnumálastofnunarinnar sem birti í gær nýjar upplýsingar um atvinnumarkaðinn. Störfum fjölgaði yfir sumarmánuðina. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið svo lítið í 50 ár. Það er komið niður í 3,5 prósent af vinnumarkaði og hefur ekki verið svo lágt síðan í desember 1969. Vísbendingar eru um að draga muni úr ráðningum á næstunni. Að sögn breska blaðsins Financial Times hafa opinberir aðilar í Bandaríkjunum lýst aukinni spennu á vinnumarkaði allt þetta ár, þar sem atvinnuleysi hefur stöðugt reynst undir langtímaáætlun. Fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að greiða fyrir starfsþjálfun. Atvinnuþátttaka karla og kvenna á vinnualdri fór í 82,6 prósent í ágústmánuði. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna þakkaði sér lítið atvinnuleysi í tísti í gær eftir skýrsluna. En það eru teikn á lofti um að það kunni að hægja á hagkerfinu. Til að mynda hefur dregið úr hækkun launa á vinnumarkaði. En stærsti óvissuþátturinn eru tollaviðræður Bandaríkjanna og Kína. AP fréttastofan segir viðskiptahalla Bandaríkjanna hafa aukist á sama tíma. Útflutningur hafi reyndar aukist en innf lutningur aukist enn meir. Trump forseti lítur á viðvarandi viðskiptahalla landsins sem merki um efnahagslegan veikleika og af leiðingar ósanngjarnra viðskiptasamninga. AP segir bandaríska neytendur enn bjartsýna og að kaupgleði þeirra hafi haldið hagkerfinu uppi á þessu ári. Þannig hafa fasteignakaup aukist aftur í kjölfar lægri vaxta húsnæðislána. Að auki hefur sala bíla verið góð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira