Með sigri hefði enska liðið tryggt sig inn í lokakeppni EM og þeir fengu svo sannarlega draumabyrjun þar sem Harry Kane kom Englandi í 0-1 á 5.mínútu leiksins. Jakub Bracek var fljótur að jafna fyrir Tékka og Zdenek Ondrášek tryggði Tékkum svo sigur skömmu fyrir leikslok.
Englendingar hafa verið algjörlega óstöðvandi í undankeppnum síðastliðinn áratug og fengu leikmennirnir sem spiluðu leikinn í gær að sjálfsögðu að finna fyrir því frá ensku pressunni.
Eins og sjá má á samsettri mynd hér fyrir neðan var mikill samhljómur í fyrirsagnavalinu hjá þeim ensku sem þykja gjarnan orðheppnir með eindæmum.
Geta tryggt sig áfram á mánudag

England og Tékkland eru jöfn að stigum í A-riðli en Englendingar hafa leikið einum leik minna.
Leikur Búlgaríu og Englands hefst klukkan 18:45 á mánudag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.