Beint lýðræði er fyrir lýðinn Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. október 2019 15:12 Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Þeir virðast vera mjög svo til í þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ef a.m.k. eitt, og helst allt, af eftirfarandi fylgir með: 1. að þeir velji sjálfir málefnið til ályktunar eða 2. niðurstaðan skipti engu máli eða 3. að ferlið sé svo torfært að þær eigi sér ekki stað yfirhöfuð. Reglulega fá hinsvegar einstaka stjórnmálamenn þá hugmynd að setja eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á því í viðtali á sínum tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu, vitaskuld vegna þess að verðtrygging var þá hans helsta pólitíska áhugamál. Inga Sæland lagði fram tillögu á Alþingi um að halda (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, vitaskuld því að hún hafði sjálf efasemdir um hann. Í nýlegu viðtali þar sem undirritaður sat með Kolbeini Óttarssyni Proppé stakk hinn síðarnefndi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað þessa dagana; og vitaskuld í ljósi hans eigin skoðunar á efninu. En varla myndu þessir annars ágætu stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi málefni ef þeir væru sjálfir annarrar efnislegrar skoðunar á efninu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamönnum dettur ekki í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild málefni nema þegar það varðar þeirra eigin helstu hugðarefni og þeir telja sig geta nýtt meðbyr þjóðarinnar sjálfum sér til málsbóta. En telji þeir hættu á því að meirihluti kjósenda væri ósammála þeim um efni sem þeim er hugleikið, þá hverfur skyndilega allt hið lýðræðislega hugmyndaflug. En beint lýðræði er meira en einstaka geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna, þegar þeir af sinni undirgefni og visku heimila kjósendum góðfúslega að láta í ljós skoðanir sínar á einstaka málum. Beint lýðræði verður að vera í formi lýðræðislegs réttar kjósenda sem er yfir geðþótta stjórnmálamanna hafinn hverju sinni. Þess vegna eru það ekki smáatriði, heldur lykilatriði, þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum: 1. að kjósendur velji sjálfir málefnið og 2. þær séu bindandi og 3. að ferlið til að knýja þær fram sé fyrirsjáanlegt og aðgengilegt almenningi. Í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár er einfalt, skilvirkt og hófsamt ákvæði sem uppfyllir öll þessi skilyrði, en þar segir að 10% kjósenda geti kallað fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, með örfáum undantekningum sem einnig eru tilgreind í annarri grein (fjárlög, framfylgni alþjóðlegra skuldbindinga, ríkisborgararéttur og þess háttar). Píratar settu sér nýlega þá stefnu að takist að safna undirskriftum 10% kjósenda gegn máli sem er til umfjöllunar á Alþingi, að þá leggi þingflokkur Pírata til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tilheyrandi mál, óháð eigin afstöðu til málsins sjálfs, efnislega. Þannig þarf ekki að spyrja þingmenn Pírata hvort þeir telji náðarsamlegast að þjóðin eigi að fá að ráða eigin örlögum í það skiptið, heldur dugar að sýna fram á þann vilja kjósenda samkvæmt ákvæðum frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Kjósendur sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um mál til umfjöllunar á Alþingi þurfa því hvorki að ganga í Pírata, kjósa þá né biðja, til að öðlast stuðning þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu; það dugar að safna nægum fjölda undirskrifta. Vitaskuld væri æskilegast að stefna Pírata um nýja stjórnarskrá næði einnig fram að ganga, þannig að þessi annars sjálfsagði réttur kjósenda væri hluti af lagasetningarferlinu sjálfu. En í öllu falli væri það óskandi að stjórnmálamenn hættu að karpa sín á milli hvað nákvæmlega yfirmenn þeirra ættu góðfúslega að fá að ákveða og hvað ekki, og fara þess í stað að venja sig á að hlýða.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Þeir virðast vera mjög svo til í þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ef a.m.k. eitt, og helst allt, af eftirfarandi fylgir með: 1. að þeir velji sjálfir málefnið til ályktunar eða 2. niðurstaðan skipti engu máli eða 3. að ferlið sé svo torfært að þær eigi sér ekki stað yfirhöfuð. Reglulega fá hinsvegar einstaka stjórnmálamenn þá hugmynd að setja eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á því í viðtali á sínum tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu, vitaskuld vegna þess að verðtrygging var þá hans helsta pólitíska áhugamál. Inga Sæland lagði fram tillögu á Alþingi um að halda (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, vitaskuld því að hún hafði sjálf efasemdir um hann. Í nýlegu viðtali þar sem undirritaður sat með Kolbeini Óttarssyni Proppé stakk hinn síðarnefndi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað þessa dagana; og vitaskuld í ljósi hans eigin skoðunar á efninu. En varla myndu þessir annars ágætu stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi málefni ef þeir væru sjálfir annarrar efnislegrar skoðunar á efninu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamönnum dettur ekki í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild málefni nema þegar það varðar þeirra eigin helstu hugðarefni og þeir telja sig geta nýtt meðbyr þjóðarinnar sjálfum sér til málsbóta. En telji þeir hættu á því að meirihluti kjósenda væri ósammála þeim um efni sem þeim er hugleikið, þá hverfur skyndilega allt hið lýðræðislega hugmyndaflug. En beint lýðræði er meira en einstaka geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna, þegar þeir af sinni undirgefni og visku heimila kjósendum góðfúslega að láta í ljós skoðanir sínar á einstaka málum. Beint lýðræði verður að vera í formi lýðræðislegs réttar kjósenda sem er yfir geðþótta stjórnmálamanna hafinn hverju sinni. Þess vegna eru það ekki smáatriði, heldur lykilatriði, þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum: 1. að kjósendur velji sjálfir málefnið og 2. þær séu bindandi og 3. að ferlið til að knýja þær fram sé fyrirsjáanlegt og aðgengilegt almenningi. Í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár er einfalt, skilvirkt og hófsamt ákvæði sem uppfyllir öll þessi skilyrði, en þar segir að 10% kjósenda geti kallað fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, með örfáum undantekningum sem einnig eru tilgreind í annarri grein (fjárlög, framfylgni alþjóðlegra skuldbindinga, ríkisborgararéttur og þess háttar). Píratar settu sér nýlega þá stefnu að takist að safna undirskriftum 10% kjósenda gegn máli sem er til umfjöllunar á Alþingi, að þá leggi þingflokkur Pírata til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tilheyrandi mál, óháð eigin afstöðu til málsins sjálfs, efnislega. Þannig þarf ekki að spyrja þingmenn Pírata hvort þeir telji náðarsamlegast að þjóðin eigi að fá að ráða eigin örlögum í það skiptið, heldur dugar að sýna fram á þann vilja kjósenda samkvæmt ákvæðum frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Kjósendur sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um mál til umfjöllunar á Alþingi þurfa því hvorki að ganga í Pírata, kjósa þá né biðja, til að öðlast stuðning þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu; það dugar að safna nægum fjölda undirskrifta. Vitaskuld væri æskilegast að stefna Pírata um nýja stjórnarskrá næði einnig fram að ganga, þannig að þessi annars sjálfsagði réttur kjósenda væri hluti af lagasetningarferlinu sjálfu. En í öllu falli væri það óskandi að stjórnmálamenn hættu að karpa sín á milli hvað nákvæmlega yfirmenn þeirra ættu góðfúslega að fá að ákveða og hvað ekki, og fara þess í stað að venja sig á að hlýða.Höfundur er þingmaður Pírata.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun