„Það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 11:15 Hulda Ragnheiður Árnadóttir segir að gefa þurfi konum tækifæri til að komast að borðinu þar sem forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni séu valdir. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Engin kona situr nú í forstjórasæti fyrirtækis sem þar er skráð. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið hefur verið þegar forstjórar eru ráðnir. Þetta kom fram í viðtali við Huldu Ragnheiði á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Frosti Logason hélt um taumana í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar. Jafnréttismál voru ofarlega á baugi í viðtalinu og spurði Frosti meðal annars hvað ætti væri við með því þegar talað væri um að ná fullu jafnrétti á milli kynjanna. Sagði Hulda að málið snerist ekki endilega um að jafnt kynjahlutfall væri í öllum starfsgreinum, heldur að öll kyn fengu jafna möguleika. „Í sumum störfum hafa karlmenn meiri áhuga fyrir að sinna og í öðrum störfum hafa konur meiri áhuga fyrir að sinna en ég held að aðgengi að störfum þurfi að vera opið öllum þannig að fólk hafi raunverulega val um hvert það vill stefna,“ sagði Hulda.Hlusta má á viðtal Frosta við Huldu hér að neðan. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu.Viljinn til staðar en rýmið ekki Nefndi hún skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands sem dæmi. Þar er engin kona forstjóri. „Það er ekki vegna þess að konur hafi ekki viljað gera það og hafi ekki áhuga fyrir því, heldur einfaldlega ekki verið gefið rými til þess,“ sagði Hulda. Var hún þá spurð að því hver væri birtingarmynd þess. „Það er í rauninni margs konar og það hefur einmitt verið sú vinna sem hefur orðið að fara fram. Það er að greina allt ferlið. Það er að greina starfsumhverfið sem boðið er upp á. Hvernig það hentar kynjunum. Það er í rauninni ráðningarferlið, hvernig staðið er að ráðningum. Það hefur oft verið talað um ólíka virkni tengslaneta karla og kvenna og við einmitt tölum fyrir auknu tengslaneti hjá FKA,“ sagði Hulda.Nefndi Frosti þá að forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni væru búnir að berjast fyrir stöðu í mikilli samkeppni um að komast í stöðuna. Spurði hann hvort að konum væri þá einfaldlega meinaður aðgangur að þessari samkeppni.„Ég er algjörlega sannfærð um það að það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona. Við þurfum að horfa á þetta í miklu miklu stærra samhengi og þá komum við aftur að því hvernig eru þessir einstaklingar valdir,“ sagði Hulda.Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna fyrr á árinu af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna.Tengslanetið geti komið sterkt inn Oftar en ekki væru svokallaður „hausaveiðarar“ sem fengnir væru af stjórnum fyrirtækja til þess að finna hæfa einstaklinga sem væru þá handvaldir í stöðurnar. Í þessu ferli gæti hinum svokölluðu hausaveiðurum vantað upplýsingar um eiginleika þeirra kvenna sem væru hæfar til að gegna stöðu forstjóra. „Ég þekki bara það margar konur sem eru með gríðarlega þekkingu og reynslu og mikla samskiptahæfileika og tilfinningagreind og mjög margt sem kannski er ekki metið inn í störfin sem okkur vantar kannski fleiri matsþætti inn í það hvað telst vera góður kandídat í það að stýra fyrirtæki í kauphöll,“ sagði Hulda. Þar gæti styrking á tengslaneti kvenna komið sterk inn. „Ég tel að við þurfum að dýpka þekkingu okkar á getu og eiginleikum þeirra kvenna sem eru komnar á þetta kaliber í stjórnendareynslu til þess einmitt að geta virkjað þetta tengslanet til að mæla með konum sem að eru öflugar.“ Jafnréttismál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Engin kona situr nú í forstjórasæti fyrirtækis sem þar er skráð. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið hefur verið þegar forstjórar eru ráðnir. Þetta kom fram í viðtali við Huldu Ragnheiði á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Frosti Logason hélt um taumana í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar. Jafnréttismál voru ofarlega á baugi í viðtalinu og spurði Frosti meðal annars hvað ætti væri við með því þegar talað væri um að ná fullu jafnrétti á milli kynjanna. Sagði Hulda að málið snerist ekki endilega um að jafnt kynjahlutfall væri í öllum starfsgreinum, heldur að öll kyn fengu jafna möguleika. „Í sumum störfum hafa karlmenn meiri áhuga fyrir að sinna og í öðrum störfum hafa konur meiri áhuga fyrir að sinna en ég held að aðgengi að störfum þurfi að vera opið öllum þannig að fólk hafi raunverulega val um hvert það vill stefna,“ sagði Hulda.Hlusta má á viðtal Frosta við Huldu hér að neðan. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu.Viljinn til staðar en rýmið ekki Nefndi hún skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands sem dæmi. Þar er engin kona forstjóri. „Það er ekki vegna þess að konur hafi ekki viljað gera það og hafi ekki áhuga fyrir því, heldur einfaldlega ekki verið gefið rými til þess,“ sagði Hulda. Var hún þá spurð að því hver væri birtingarmynd þess. „Það er í rauninni margs konar og það hefur einmitt verið sú vinna sem hefur orðið að fara fram. Það er að greina allt ferlið. Það er að greina starfsumhverfið sem boðið er upp á. Hvernig það hentar kynjunum. Það er í rauninni ráðningarferlið, hvernig staðið er að ráðningum. Það hefur oft verið talað um ólíka virkni tengslaneta karla og kvenna og við einmitt tölum fyrir auknu tengslaneti hjá FKA,“ sagði Hulda.Nefndi Frosti þá að forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni væru búnir að berjast fyrir stöðu í mikilli samkeppni um að komast í stöðuna. Spurði hann hvort að konum væri þá einfaldlega meinaður aðgangur að þessari samkeppni.„Ég er algjörlega sannfærð um það að það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona. Við þurfum að horfa á þetta í miklu miklu stærra samhengi og þá komum við aftur að því hvernig eru þessir einstaklingar valdir,“ sagði Hulda.Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna fyrr á árinu af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna.Tengslanetið geti komið sterkt inn Oftar en ekki væru svokallaður „hausaveiðarar“ sem fengnir væru af stjórnum fyrirtækja til þess að finna hæfa einstaklinga sem væru þá handvaldir í stöðurnar. Í þessu ferli gæti hinum svokölluðu hausaveiðurum vantað upplýsingar um eiginleika þeirra kvenna sem væru hæfar til að gegna stöðu forstjóra. „Ég þekki bara það margar konur sem eru með gríðarlega þekkingu og reynslu og mikla samskiptahæfileika og tilfinningagreind og mjög margt sem kannski er ekki metið inn í störfin sem okkur vantar kannski fleiri matsþætti inn í það hvað telst vera góður kandídat í það að stýra fyrirtæki í kauphöll,“ sagði Hulda. Þar gæti styrking á tengslaneti kvenna komið sterk inn. „Ég tel að við þurfum að dýpka þekkingu okkar á getu og eiginleikum þeirra kvenna sem eru komnar á þetta kaliber í stjórnendareynslu til þess einmitt að geta virkjað þetta tengslanet til að mæla með konum sem að eru öflugar.“
Jafnréttismál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00