Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2019 13:10 Séra Þórir Stephensen V'isir/Grafík Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjupresti, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk séra Þóris verði virt. Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem greint er frá því að Kirkjuráð hafi lagt umslag séra Þóris fram á fundi ráðsins þann 16. október síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins segir einungis að umslag frá honum hafi verið lagt fram. Á vef RÚV segir að umslagið sé ekki þykkt, það sé merkt með orðunum trúnaðarmál og að það skuli ekki opna fyrr en einu ári eftir andlát Þóris. Haft er eftir Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, að umslagið hafi borist í september og að ósk Þóris um að það verði ekki opnað fyrr en einu ári eftir andlát hans verði virt. Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að séra Þórir hafi viðurkennt að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Í samtali við RÚV vildi Þórir ekki tjá sig um hvað kynni að leynast í umslaginu en að það væri ekki óalgengt að lagðar væru fram heimildir sem ekki ætti mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum. Þjóðkirkjan MeToo Tengdar fréttir Agnes biskup bað Þóri um að stíga til hliðar Sendi bréf á presta þess efnis. 7. september 2018 08:58 Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. 28. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjupresti, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk séra Þóris verði virt. Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem greint er frá því að Kirkjuráð hafi lagt umslag séra Þóris fram á fundi ráðsins þann 16. október síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins segir einungis að umslag frá honum hafi verið lagt fram. Á vef RÚV segir að umslagið sé ekki þykkt, það sé merkt með orðunum trúnaðarmál og að það skuli ekki opna fyrr en einu ári eftir andlát Þóris. Haft er eftir Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, að umslagið hafi borist í september og að ósk Þóris um að það verði ekki opnað fyrr en einu ári eftir andlát hans verði virt. Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að séra Þórir hafi viðurkennt að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Í samtali við RÚV vildi Þórir ekki tjá sig um hvað kynni að leynast í umslaginu en að það væri ekki óalgengt að lagðar væru fram heimildir sem ekki ætti mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum.
Þjóðkirkjan MeToo Tengdar fréttir Agnes biskup bað Þóri um að stíga til hliðar Sendi bréf á presta þess efnis. 7. september 2018 08:58 Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. 28. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. 28. ágúst 2018 20:00