„Les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2019 10:30 Katla Margrét tók á móti Sindra klukkan átta um morgunin og hún var ekki vöknuð þegar hann mætti. „Ég les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng og vel helst mótleikarann,“ segir stórleikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir í léttum tón við Sindra Sindrason sem hitti hana í gærmorgun á heimili hennar. Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna en hún slær í gegn í myndinni um Agnesi Joy sem nú er komin í sýningu. Katla hefur komið víða við á ferlinum, verið meira og minna í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 og síðast í Mama Mia, Rocky Horror og Ellý. Hún hefur þó einnig verið í fimm seríum af Stelpunum, verið í Skaupinu og Ófærð. Hvað skyldi vera skemmtilegast? „Yfirleitt er það þannig að það ratar mjög skemmtilegt fólk í leikhúsið. Ég hef ekki hitt leiðinlegan leikara, ekki enn. Þetta verður svona eins og annað heimili manns,“ segir Katla en í leikhúsinu verður ekkert tekið upp tvisvar. Katla fer mikinn í kvikmyndinni Agnes Joy. „Ef þú gerir mistök á sviðinu verða þau ekki leiðrétt. Ég hef til dæmis dottið á sviðinu. Ég datt í Ellý og við vorum að fara inn í syrpu beint eftir hlé og það er ekkert tækifæri til að leiðrétta eða laga. Þau eru ennþá veinandi yfir þessu samleikarar mínir, því þetta var ekkert sérlega tignarlegt fall. Ég bara datt eins og hryssa,“ segir Katla og bætir því við að hver einasti áhorfandi í salnum hafi séð atvikið. Katla segist aldrei hafa dreymt um það að verða fræg leikkona erlendis. „Mér líður vel hérna og það er svo skemmtilegt við þennan bransa hér að maður kemst oft út. Við höfum farið til Kína með leikrit úr Borgarleikhúsinu og Pólland og Indlands og núna til Suður-Kóreu með Agnesi Joy. Svoleiðis ferðalög eru rosalega gefandi og brjóta þetta upp.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Leikhús Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
„Ég les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng og vel helst mótleikarann,“ segir stórleikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir í léttum tón við Sindra Sindrason sem hitti hana í gærmorgun á heimili hennar. Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna en hún slær í gegn í myndinni um Agnesi Joy sem nú er komin í sýningu. Katla hefur komið víða við á ferlinum, verið meira og minna í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 og síðast í Mama Mia, Rocky Horror og Ellý. Hún hefur þó einnig verið í fimm seríum af Stelpunum, verið í Skaupinu og Ófærð. Hvað skyldi vera skemmtilegast? „Yfirleitt er það þannig að það ratar mjög skemmtilegt fólk í leikhúsið. Ég hef ekki hitt leiðinlegan leikara, ekki enn. Þetta verður svona eins og annað heimili manns,“ segir Katla en í leikhúsinu verður ekkert tekið upp tvisvar. Katla fer mikinn í kvikmyndinni Agnes Joy. „Ef þú gerir mistök á sviðinu verða þau ekki leiðrétt. Ég hef til dæmis dottið á sviðinu. Ég datt í Ellý og við vorum að fara inn í syrpu beint eftir hlé og það er ekkert tækifæri til að leiðrétta eða laga. Þau eru ennþá veinandi yfir þessu samleikarar mínir, því þetta var ekkert sérlega tignarlegt fall. Ég bara datt eins og hryssa,“ segir Katla og bætir því við að hver einasti áhorfandi í salnum hafi séð atvikið. Katla segist aldrei hafa dreymt um það að verða fræg leikkona erlendis. „Mér líður vel hérna og það er svo skemmtilegt við þennan bransa hér að maður kemst oft út. Við höfum farið til Kína með leikrit úr Borgarleikhúsinu og Pólland og Indlands og núna til Suður-Kóreu með Agnesi Joy. Svoleiðis ferðalög eru rosalega gefandi og brjóta þetta upp.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Leikhús Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira