Misstu einn besta leikstjórnanda sögunnar en hafa ekki tapað síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 22:45 Teddy Bridgewater stýrir sínum mönnum í New Orleans Saints. Getty/Nuccio DiNuzzo Sigurganga Dýrlinganna frá New Orleans hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni enda ekki mörg lið sem ráða við að missa hershöfðingja sinn. New Orleans Saints liðið varð fyrir miklu áfalli í byrjun NFL-tímabilsins þegar stjörnuleikstjórnandi liðsins, Drew Brees, meiddist illa á kasthendinni sinni. Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar og á fjöldamörg met í NFL-deildinni. Hann hefur nánast sloppið við meiðsli undanfarin áratug en Brees meiddist snemma í öðrum leik tímabilsins á móti Los Angeles Rams. Seinna kom í ljós að hann yrði frá í sex til átta vikur.Teddy Bridgewater looking to go 5-0 as the #Saints starter.pic.twitter.com/dI3QfQSEBQ — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 20, 2019 Saints liðið bjó svo vel að vera með Teddy Bridgewater á bekknum. Bridgewater var vonarstjarna hjá Minnesota Vikings áður en hann rústaði hnénu sínu skömmu fyrir tímabilið 2016. Bridgewater var frá í tvö ár og fékk ekki nýjan samning hjá Vikings. Hann fór í eitt ár til New York Jets en samdi svo við New Orleans Saints í fyrra. Fyrir þetta tímabil gerði Saints hann svo að launahæsta varaleikstjórnanda deildarinnar. Teddy Bridgewater var öruggur með að fá 7,25 milljónir dollara, 908 milljónir íslenskra króna, fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera varamaður Drew Brees. Saints menn sjá ekki eftir þeim peningum því hann hefur leitt liðið til sigurs í öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.Teddy Bridgewater since taking over for an injured Drew Brees: 5-0 W-L 9-2 TD/Int ratio 1,205 pass yds pic.twitter.com/ocMSzNoK7B — ESPN (@espn) October 20, 2019 New Orleans Saints vann 36-25 sigur á Chicago Bears í gær en hafði áður unnið Seattle Seahawks, Dallas Cowboys, Tampa Bay Buccaneers og Jacksonville Jaguars. Eina tapið á tímabili er leikurinn afdrifaríki á móti Los Angeles Rams þar sem Drew Brees meiddist. Teddy Bridgewater hefur skilað flottum tölum og er með níu snertimarkssendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum.Saints stomp Bears, move to 5-0 with Bridgewater https://t.co/EzTr2HsdAi — ProFootballTalk (@ProFootballTalk) October 20, 2019 Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, hefur enn á ný sannað sig sem einn af allra bestu þjálfurum deildarinnar í fjarveru Brees og með frammistöðu sinni hefur Teddy Bridgewater stimplað sig aftur inn í hóp þeirra leikstjórnanda sem eiga skilið byjunarliðssæti í NFL-deildinni. Drew Brees er allur að ná sér og byrjar að æfa í vikunni. Hann er örugglega orðinn óþolinmóður að komast aftur inn á völlinn og kannski smá hræddur við að Bridgewater haldi honum út úr liðinu. Það er þó 99 prósent líkur á því að Drew Brees komi aftur inn þegar hann er klár. NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Sigurganga Dýrlinganna frá New Orleans hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni enda ekki mörg lið sem ráða við að missa hershöfðingja sinn. New Orleans Saints liðið varð fyrir miklu áfalli í byrjun NFL-tímabilsins þegar stjörnuleikstjórnandi liðsins, Drew Brees, meiddist illa á kasthendinni sinni. Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar og á fjöldamörg met í NFL-deildinni. Hann hefur nánast sloppið við meiðsli undanfarin áratug en Brees meiddist snemma í öðrum leik tímabilsins á móti Los Angeles Rams. Seinna kom í ljós að hann yrði frá í sex til átta vikur.Teddy Bridgewater looking to go 5-0 as the #Saints starter.pic.twitter.com/dI3QfQSEBQ — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 20, 2019 Saints liðið bjó svo vel að vera með Teddy Bridgewater á bekknum. Bridgewater var vonarstjarna hjá Minnesota Vikings áður en hann rústaði hnénu sínu skömmu fyrir tímabilið 2016. Bridgewater var frá í tvö ár og fékk ekki nýjan samning hjá Vikings. Hann fór í eitt ár til New York Jets en samdi svo við New Orleans Saints í fyrra. Fyrir þetta tímabil gerði Saints hann svo að launahæsta varaleikstjórnanda deildarinnar. Teddy Bridgewater var öruggur með að fá 7,25 milljónir dollara, 908 milljónir íslenskra króna, fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera varamaður Drew Brees. Saints menn sjá ekki eftir þeim peningum því hann hefur leitt liðið til sigurs í öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.Teddy Bridgewater since taking over for an injured Drew Brees: 5-0 W-L 9-2 TD/Int ratio 1,205 pass yds pic.twitter.com/ocMSzNoK7B — ESPN (@espn) October 20, 2019 New Orleans Saints vann 36-25 sigur á Chicago Bears í gær en hafði áður unnið Seattle Seahawks, Dallas Cowboys, Tampa Bay Buccaneers og Jacksonville Jaguars. Eina tapið á tímabili er leikurinn afdrifaríki á móti Los Angeles Rams þar sem Drew Brees meiddist. Teddy Bridgewater hefur skilað flottum tölum og er með níu snertimarkssendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum.Saints stomp Bears, move to 5-0 with Bridgewater https://t.co/EzTr2HsdAi — ProFootballTalk (@ProFootballTalk) October 20, 2019 Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, hefur enn á ný sannað sig sem einn af allra bestu þjálfurum deildarinnar í fjarveru Brees og með frammistöðu sinni hefur Teddy Bridgewater stimplað sig aftur inn í hóp þeirra leikstjórnanda sem eiga skilið byjunarliðssæti í NFL-deildinni. Drew Brees er allur að ná sér og byrjar að æfa í vikunni. Hann er örugglega orðinn óþolinmóður að komast aftur inn á völlinn og kannski smá hræddur við að Bridgewater haldi honum út úr liðinu. Það er þó 99 prósent líkur á því að Drew Brees komi aftur inn þegar hann er klár.
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira