Upphitun: Bottas þarf sigur til að stoppa Hamilton Bragi Þórðarson skrifar 31. október 2019 23:00 Hamilton er með rúmlega níu fingur á titlinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton mun að öllum líkindum fagna sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í Bandaríkjunum um helgina. Mercedes tryggði sér sjötta titil sinn í röð í japanska kappakstrinum og var þá ljóst að annaðhvort Hamilton eða Bottas myndu hreppa ökumannstitilinn. Það hefur þó alltaf legið í loftinu að spurningin var bara hvenær en ekki hvort Bretinn myndi tryggja sér titilinn eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hamilton vann átta af fyrstu tólf keppnum tímabilsins og var að tryggja sér sinn tíunda sigur um síðustu helgi.Mercedes hefur unnið alla titla síðan 2014.GettyKeppni helgarinnar fer fram í Austin í Texas fylki og er þetta í áttunda skiptið sem keppt verður á Circuit of the Americas brautinni. Hamilton þarf aðeins að klára í áttunda sæti eða betur, gefið að Bottas sigri. Nær Finninn ekki að ljúka keppni í fyrsta sæti hreppir Hamilton titilinn alveg sama hvar hann endar. Það stefnir þó í skemmtilegan kappakstur um helgina. Mjög auðvelt er að taka fram úr á brautinni eins og Max Verstappen sýndi í fyrra, er hann byrjaði átjándi og endaði annar. Keppnin, tímatökur og æfing verður auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tímatökur byrja klukkan 20:50 á laugardag og kappaksturinn klukkan 18:50 á sunnudag. Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton mun að öllum líkindum fagna sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í Bandaríkjunum um helgina. Mercedes tryggði sér sjötta titil sinn í röð í japanska kappakstrinum og var þá ljóst að annaðhvort Hamilton eða Bottas myndu hreppa ökumannstitilinn. Það hefur þó alltaf legið í loftinu að spurningin var bara hvenær en ekki hvort Bretinn myndi tryggja sér titilinn eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hamilton vann átta af fyrstu tólf keppnum tímabilsins og var að tryggja sér sinn tíunda sigur um síðustu helgi.Mercedes hefur unnið alla titla síðan 2014.GettyKeppni helgarinnar fer fram í Austin í Texas fylki og er þetta í áttunda skiptið sem keppt verður á Circuit of the Americas brautinni. Hamilton þarf aðeins að klára í áttunda sæti eða betur, gefið að Bottas sigri. Nær Finninn ekki að ljúka keppni í fyrsta sæti hreppir Hamilton titilinn alveg sama hvar hann endar. Það stefnir þó í skemmtilegan kappakstur um helgina. Mjög auðvelt er að taka fram úr á brautinni eins og Max Verstappen sýndi í fyrra, er hann byrjaði átjándi og endaði annar. Keppnin, tímatökur og æfing verður auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tímatökur byrja klukkan 20:50 á laugardag og kappaksturinn klukkan 18:50 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira