Skipulag byggðar og samgangna á vendipunkti Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:00 Loftslagsmálin eru komin á dagskrá. Loksins. Þótt það séu ekki ný sannindi að loftslag sé að hitna af mannavöldum, þá er nú loks svo komið að almenn samstaða og skilningur er um það í samfélaginu að aðgerða sé þörf og það strax. Loftslagsógnin er vendipunktur. Hann felur í sér að við þurfum að breyta í grundvallaratriðum mörgum af siðum okkar og venjum. Það gleðilega er að margar þessara breytinga geta falið í sér aukin lífsgæði. Það á ekki síst við í skipulagsmálum.„Þangað til allir fullorðnir hafa hver sína bifreið“ Þótt skipulag byggðar hafi lengst af byggst á sömu grundvallarhugmyndunum höfum við áður séð mikla kúvendingu verða á ríkjandi stefnum og straumum í skipulagsmálum. Þar ber hæst sú nálgun sem varð ráðandi í skipulagi byggðar og samgangna um og upp úr miðri 20. öldinni, sem fól í sér grundvallarbreytingu á skipulagi bæja frá því sem áður var. Byggð varð nær alfarið útfærð á forsendum einkabílsins – með miklum umferðarmannvirkjum og dreifðari og aðgreindari byggð en áður hafði þekkst. Svo langt gekk þessi hugsun í því íslenska skipulagsplaggi, sem orðið hefur nokkurskonar persónugervingur þessarar stefnu, Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83, að þar segir beinlínis að nauðsynlegt sé að halda út almenningssamgöngum þar sem ætíð muni verða hópar (börn og gamalmenni) sem ekki geta ekið bifreið, auk þess sem að það muni líða allmörg ár, þar til allir fullorðnir hafa hver sinn bíl til umráða. Árið 1980 voru 375 fólksbílar á hverja 1000 íbúa. Nú eru þeir 755, sem lætur nærri að vera einn fólksbíll á hvern landsmann, 17 ára og eldri.Einkabíllinn í senn þarfaþing og gallagripur Eins mikið þarfaþing og einkabíllinn er, þá er hann gallagripur þegar kemur að skipulagi byggðar. Hann er frekur á innviði sem eru samfélaginu kostnaðarsamir, hann er dýr í rekstri fyrir einstaklinga og fjölskyldur, hann tekur gríðarmikið af bæjarlandi og bæjarrýmum undir aksturleiðir og bílastæði. Hann veldur loftmengun og hávaða, er slysavaldur og á þátt í því að við hreyfum okkur minna í daglegu lífi en æskilegt er. Við þetta bætist að samgöngur eru ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda.Loftslagsógnin sem hreyfiafl betra skipulags Það síðastnefnda getum við og eigum að takast á við með orkuskiptum í samgöngum. Það er augljóst skref í rétta átt. Það er hinsvegar mikilvægt að átta sig á að það er þörf á róttækari breytingum í skipulags- og samgöngumálum en eingöngu að skipta um orkugjafa bíla. Það er beinn ávinningur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið almennt að skipulag byggðar sé grundvallað á manneskjunni en ekki bílnum. Það þýðir ekki að við hættum að keyra bíla eða að fara akandi á milli staða. En það þarf að verða varanleg og merkjanleg breyting á forgangsröðun okkar við skipulag byggðar og samgangna, þar sem manneskjan og hinn mannlegi mælikvarði verði ávallt í forgrunni. Ein birtingarmynd þessa er áhersla á öfluga byggðarkjarna og hverfi þar sem fjöldi og nánd fólks skapar forsendur fyrir öflugri nærþjónustu og nærsamfélagi. Þar sem margar vegalengdir daglegs lífs eru vel viðráðanlegar gangandi, á rafskottum eða reiðhjóli og þar sem tíðar og traustar almenningssamgöngur eru raunverulegur valkostur við einkabílinn, þegar fara þarf um lengri veg. Með þessu skapast val fyrir einstaklinga og fjölskyldur um það hvort verja á stórum hluta útgjalda heimilis í fyrsta, annan, þriðja eða fjórða bílinn; hreyfing eykst í daglegu lífi, nærsamfélög í hverfum og bæjum styrkjast, loftgæði aukast og svona mætti áfram telja. Það má þessvegna segja að loftslagsógnin beini okkur til að gera breytingar á skipulagi byggðar og samgangna sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði á margvíslegan hátt. Hreyfing í þessa veru er þegar til staðar í skipulagsvinnu hér landi, en það þarf að tryggja að hún nái að setja mark sitt á og verða leiðarstef í stjórnkerfi og allri ákvarðanatöku skipulags- og samgöngumála. Við á Skipulagsstofnun stöndum í dag fyrir Skipulagsdeginum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn er árlegur viðburður þar sem færi gefst til að ræða það sem er efst á baugi á sviði skipulagsmála. Án efa munu loftslagsáskoranirnar setja svip sinn á umræðu dagsins að þessu sinni.Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Samgöngur Skipulag Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru komin á dagskrá. Loksins. Þótt það séu ekki ný sannindi að loftslag sé að hitna af mannavöldum, þá er nú loks svo komið að almenn samstaða og skilningur er um það í samfélaginu að aðgerða sé þörf og það strax. Loftslagsógnin er vendipunktur. Hann felur í sér að við þurfum að breyta í grundvallaratriðum mörgum af siðum okkar og venjum. Það gleðilega er að margar þessara breytinga geta falið í sér aukin lífsgæði. Það á ekki síst við í skipulagsmálum.„Þangað til allir fullorðnir hafa hver sína bifreið“ Þótt skipulag byggðar hafi lengst af byggst á sömu grundvallarhugmyndunum höfum við áður séð mikla kúvendingu verða á ríkjandi stefnum og straumum í skipulagsmálum. Þar ber hæst sú nálgun sem varð ráðandi í skipulagi byggðar og samgangna um og upp úr miðri 20. öldinni, sem fól í sér grundvallarbreytingu á skipulagi bæja frá því sem áður var. Byggð varð nær alfarið útfærð á forsendum einkabílsins – með miklum umferðarmannvirkjum og dreifðari og aðgreindari byggð en áður hafði þekkst. Svo langt gekk þessi hugsun í því íslenska skipulagsplaggi, sem orðið hefur nokkurskonar persónugervingur þessarar stefnu, Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83, að þar segir beinlínis að nauðsynlegt sé að halda út almenningssamgöngum þar sem ætíð muni verða hópar (börn og gamalmenni) sem ekki geta ekið bifreið, auk þess sem að það muni líða allmörg ár, þar til allir fullorðnir hafa hver sinn bíl til umráða. Árið 1980 voru 375 fólksbílar á hverja 1000 íbúa. Nú eru þeir 755, sem lætur nærri að vera einn fólksbíll á hvern landsmann, 17 ára og eldri.Einkabíllinn í senn þarfaþing og gallagripur Eins mikið þarfaþing og einkabíllinn er, þá er hann gallagripur þegar kemur að skipulagi byggðar. Hann er frekur á innviði sem eru samfélaginu kostnaðarsamir, hann er dýr í rekstri fyrir einstaklinga og fjölskyldur, hann tekur gríðarmikið af bæjarlandi og bæjarrýmum undir aksturleiðir og bílastæði. Hann veldur loftmengun og hávaða, er slysavaldur og á þátt í því að við hreyfum okkur minna í daglegu lífi en æskilegt er. Við þetta bætist að samgöngur eru ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda.Loftslagsógnin sem hreyfiafl betra skipulags Það síðastnefnda getum við og eigum að takast á við með orkuskiptum í samgöngum. Það er augljóst skref í rétta átt. Það er hinsvegar mikilvægt að átta sig á að það er þörf á róttækari breytingum í skipulags- og samgöngumálum en eingöngu að skipta um orkugjafa bíla. Það er beinn ávinningur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið almennt að skipulag byggðar sé grundvallað á manneskjunni en ekki bílnum. Það þýðir ekki að við hættum að keyra bíla eða að fara akandi á milli staða. En það þarf að verða varanleg og merkjanleg breyting á forgangsröðun okkar við skipulag byggðar og samgangna, þar sem manneskjan og hinn mannlegi mælikvarði verði ávallt í forgrunni. Ein birtingarmynd þessa er áhersla á öfluga byggðarkjarna og hverfi þar sem fjöldi og nánd fólks skapar forsendur fyrir öflugri nærþjónustu og nærsamfélagi. Þar sem margar vegalengdir daglegs lífs eru vel viðráðanlegar gangandi, á rafskottum eða reiðhjóli og þar sem tíðar og traustar almenningssamgöngur eru raunverulegur valkostur við einkabílinn, þegar fara þarf um lengri veg. Með þessu skapast val fyrir einstaklinga og fjölskyldur um það hvort verja á stórum hluta útgjalda heimilis í fyrsta, annan, þriðja eða fjórða bílinn; hreyfing eykst í daglegu lífi, nærsamfélög í hverfum og bæjum styrkjast, loftgæði aukast og svona mætti áfram telja. Það má þessvegna segja að loftslagsógnin beini okkur til að gera breytingar á skipulagi byggðar og samgangna sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði á margvíslegan hátt. Hreyfing í þessa veru er þegar til staðar í skipulagsvinnu hér landi, en það þarf að tryggja að hún nái að setja mark sitt á og verða leiðarstef í stjórnkerfi og allri ákvarðanatöku skipulags- og samgöngumála. Við á Skipulagsstofnun stöndum í dag fyrir Skipulagsdeginum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn er árlegur viðburður þar sem færi gefst til að ræða það sem er efst á baugi á sviði skipulagsmála. Án efa munu loftslagsáskoranirnar setja svip sinn á umræðu dagsins að þessu sinni.Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun